Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1951, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.11.1951, Blaðsíða 26
122 SKINFAXI að hafa nokkra stjórn á geðsmunum sínum, œpti og grenjaði. og berði í kringum sig án tilefnis. Sérstaklega væri þó hætta á höggum og barsmíð, ef tveir sjúklingar eða fleiri væru sam- an. Kastið endaði svo oft með þvj, að hinn sjúki ylti útaf í spýju sína, án tillits til þess, hvort það væri finasti sófi, eða forin á hlaðinu, sem hann notaði fyrir hvilubeð. En þó bráði oft langdvölum af á milli, og sjúklingurinn væri, sem næst alheilbrigður. En á þriðja stigi væru þessi köst svo að segja daglegt brauð. En við skulum gera ráð fyrir, að hin veikin kæmi þannig í Ijós, að hinn veiki yrði sifellt að hafa uppi í sér einhverja spýtukubba, eða vafninga, einkanlega eftir máltiðir og á mannamótum, og frá honum legði reyk, sem þefjaði allmikið, þó ekki illa, en samt til óþæginda þeim heilbrigðu, sérstak- lega, ef margir sjúklingar væru saman. Áðrir væru sispýtandi svörtum legi. Og enn aðrir fengju nefrennsli mikið, svart og ógeðslegt, svo að vasaklúturinn væri jafnan svartblettóttur, og þeir yrðu að gjalda varhuga við að ekki rynnu taumar úr nefinu niður á munn og jafnvel höku. Og báðar þessar ]>estir gætu auðveldlega lagzt á sama manninn. Verst væri þó, að heilbrigðu timabilin væru sjúklingarnir langflestir a. m. k. eirðarlausir, og sumir nær afsinna af þrá eftir veikinni. Ég veit, að þið hafið fyrir löngu skilið, hvaða pestir ég á við. — En haldið þið nú, að ekkert væri gert til að útrýma svona víðförlum og ítækum sjúkdómum úr landinu, ef öðruvisi stæði á, þó maður nefni ekki þá fjármuni, sem nú fara í það að afla sér þeirra? Ég er hræddur um, að heilbrigðisyfir- völdin fengju sitthvað að heyra i blöðum og orðræðum, ef þau hreyfðu hvorki hönd né fót til að stemma stigu við voðanum. — Nei, það væri lögð milljón við milljón, til að vinna gegn sýkinni og koma henni úr landi. En þessar pestir flytur ríkisvaldið beinlínis inn og selur til ágóða fyrir rjkissjóðinn. Hvað veldur? Jú, ástæðan er sú, að þessi sýkill fer öðruvísi að, en — mér liggur við að segja — heiðarlegar bakteríur. Hann læðist inn í manninn, og sýkir hugarfarið. Likaminn mótmælir — fyrir sitt leyti — í byrjun með ýmis konar van- líðan. En hann verður að gera sig ánægðan með að venjast vosinu, því andinn veitir enga aðstoð. Hann er sýktur fyrir fram af samfélaginu. Og þar kemur að lokum, að likaminn eitrast og krefst áframhalds, þó andinn vildi máske hætta. Ég býst nú við, að einliver vilji segja sem svo, að þegar ég lýsi notkun tóbaks og brennivíns sem sýki þá gleymi ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.