Skinfaxi - 01.11.1951, Blaðsíða 22
118
SKINFAXI
Finnskur þjóðdansaflokkur
heimsækir Island
Á síðastliðnu sumri kom hingað til lands þjóð-
dansaflolckur frá ungmennasambandi Finnlands. I
flokknum voru alls 16 manns, 6 danspör, fararstjóri,
kennari og 2 liljóðfæraleikarar.
Flokkurinn kom hingað í boði Ungmemjafélags
íslands og Ungmennafélags Reykjavíkur. En sá, sem
mestan þátt átti í komu flokksins liingað, var Stefán
Runólfsson, form. U. M. F. R. Móttökunefnd skip-
uðu, auk Stefáns, Guðrún Nielsen og Stefán Ól. Jóns-
son. Sá siðastt. dvaldist þó ytra, þegar flokkurinn
kom.
Flokkurinn kom hingað með Gullfossi 5. júlí frá
Kaupmannahöfn. Sama kvöldið var haldin mót-
tökusamkoma í Listamannaskálanum. Formaður
móttökunefndar, Stefán Runólfsson, flutti ávarp og
bauð flokkinn velkominn til landsins. Fararstjórinn,
Yrjö Vasama, þakkaði. Mælti hann að lokum nokk-
ur orð á íslenzku. Síðan dansaði flokkurinn við mikla
hrifni áhorfenda, en Guðrún Nielsen skýrði dansana
jafnóðum. Flokkurinn söng jafnframt finnska söngva,
og Matti Maijala söng einsöng.
Flokkurinn dvaldist hér 8 daga. Dansaði hann 4
sinnum í Tivoli við vaxandi aðsókn og góðar mót-
tökur. Hann sýndi einnig á Þjórsármóti U. M. S.
Skarphéðins og einu sinni í Hlégarði í Mosfellssveit. I
Tívoli sýndi flokkurinn einnig fimleika og eins söng
hann finnsk lög.
Flokkurinn fór í 4 ferðir um nágrenni Reykjavík-
ur, austur yfir fjall og á Þingvöll. Ræjarstjórn Reykja-
víkur bauð flokknum austur að Sogi, og voru honum
sýndar framkvæandir þar.