Skinfaxi - 01.11.1951, Blaðsíða 27
SKINFAXI
123
nautninni, sem þvi fylgir. Það sé þó fjáran engin nautn í þvi
að liggja í inflúenzu eða taugaveiki. Sennilega ekki. En þó er
óráðið víst nautn útaf fyrir sig!
Nei, ég gleymdi þessu ekki. En ég viðurkenni ekki nautn-
ina. Ég held þvi fram, að heilbrigða lífsnautn megi þekkja
á því, að þeir finni til vöntunar, sem ekki geta notið hennar.
Það er t. d. viðurkennd nautn að syngja, enda finna þeir til
sárrar þrár og angurs, sem ekki geta verið með.
„Sumum hvíla þau álög á,
að aldrei fögrum tón þeir ná,
þó þeir eigi enga þrá
æðri en þá að syngja.
Fljúga eins og svanirnir og syngja“,
segir Davíð. Og það er sannkölluð nautn að æfa íþróttir og
fimleika. Og þið ættuð að horfa i augu lamaðs manns, þeg-
ar hann sér aðra vera að fremja þessar nautnir. Og svona
mætti lengi telja.
En ég hef aldrei fundið til neinnar vöntunar eða þrár útaf
þvi að sjá menn taka í nefið eða súpa á „Svartadauða“.
Þvert á móti.
Læt ég svo útrætt um þessa hlið málsins.
En það var að lokum svolítil uppástunga til okkar bind-
indismanna, sem ég vildi skjóta hér fram.
Það er ölhim vitanlegt, hve vínið á sterk ítök i þjóðinni —
svo sterk, að jafnvel bindindissinnuðum mönnum finnst þeir
ekki geta boðið kunningjum sínum til eyktardvalar, nema hafa
vín á borðum. Og hvað gerum við bindindismenn þá? Jú, flest-
ir setjast og skála með, í kaffi, vatni eða einhverju tiltæku,
sem ekki er áfengt. En aðrir, þeir allra „fanatiskustu“. reyna
að koina sér einlivers staðar í lilé, til að verða ekki til ásteyt-
ingar. — Þetta er nú bindindisstarfið okkar þá.
Hvernig væri nú, að bindindismenn hefðu samtök með sér
um það, að láta þessa gestgjafa velja á milli sín og vínsins?
Að þegar vjn kæmi á borðin, þá tækju bindindismenn bara
hatt sinn og frakka, bæðu gesti og gestgjafa vel að lifa og
færu heim.
Þetta þykir nú máske nokkuð itæk og liarðhnjóskuleg til-
laga. En við skulum samt athuga þetta dálitið nánar. Hvað
myndum við gera, ef við yrðum þess sannanlega vör, að gest-
gjafinn ætlaði að taka kind nágrannans i óleyfi og skera og
matreiða ofan í okkur? Eða ávexti úr kassa náungans, sömu-
leiðis leyfislaust, til að bera á veizluborðið? Við myndum í