Skinfaxi - 01.11.1951, Blaðsíða 16
112
SKINFAXI
Frá liciinsákn Jens Marinus
Jensen tíl Islands snmarið 1949
Eiws og skýrt hefur
verið frá í Skinfaxa áður,
kom formaður dönsku ung-
mennafélaganna, Jens Mar-
ínus Jensen, hingað til
lands, sumarið 1949 í boði
U.M.F.f. Var hann gestur
Umf. á landsmótinu í
Hveragerði og flutt i þar
ávarp.
Eftir heimkomuna skrif-
aði hann margar greinar
um áhrif þau, er hann varð
fyrir í ferðinni og kynni
sín af mönnum og málefn-
um. Hann ritar mjög
skemmtilega ferðapistla, er
létltur og reifur í máli og
sjáanlega fljótur að átta sig
á hlutunum, þótt hann sjái
í svip og hafi stutta við-
dvöl. — Einnig bera
mannlýsingar hans því vitni, að hann er glöggur mannþekkj-
ari. Hann getur og séð skoplegu hliðarnar á því, sem fyrir
augu ber, ef því er að skipta. — Hvarvetna verður ljóst af
greinum hans, hve mikinn áhuga hann hefur á því, að ís-
lenzku handritunum í Danmörku verði skilað aftur til fslands.
Drepur hann víða á þetta efni í greinum sínum, enda er hann
skeleggur forsvarsmaður fslendinga í handritamálinu.
f fyrra kom út eftir Jens Marínus Jensen bókin A d n o r d-
lige veje. f bók þessari lýsir hann á ljósan og skemmti-
legan hátt kynnum sínum af ungmennafélagshreyfingum Norð-
urlandanna allra. Getur hann þar hiklaust úr flokki talað, því
að auk þess að vera formaður dönsku hreyfingarinnar, hefur
hann oft verið gestur og fulltrúi á mótum, fundum og sam-
komum á hinum Norðurlöndunum. T. d. hefur hann komið um
30 sinnum til Noregs.
Einn kafli þessarar bókar er um landsmótið í Hveragerði og
þing U. M. F. f. sem háð var í sambandi við það. Er kaflinn í
Jens Marinus Jensen.