Skinfaxi - 01.11.1951, Blaðsíða 31
SKINFAXI
127
Bandaríki Irudonesíu (U.S.I.). Forseti lýðveldisins
er dr. Soekarno. Hann hafði tekið mjög virkan þátt í frelsis-
baráttunni og er dáður mjög, einkum af yngri kynslóðinni.
Um 3000 eyjar, smærri og stærri, teljast nú til Indonesíu.
Stærð þeirra samanlögð er um 1900.000 km-. Segja má, að
þær myndi eins konar brú á milli Asíu og Ástralíu. Stærstu
eyjarnar heita Borneo, Súmatra, Celebes og Java. Bretar ráða
enn yfir Norður-Borneo, Portúgalar eiga Austur-Timoreyju og
Ástralia ræður yfir Austur-Nýju-Guienu (Papua). Eyjaklasi
Indonesíu er mjög frjósamur og auðugur. Stærðu Hollending-
ar sig áður fyrr af s m a r a g ð a s v ei'g n u m beggja
megin miðjarðarlínunnar. Frjósömust er Java og
má heita, að allt land sé þar ræktað, sem ræktanlegt er. Hrís-
grjón eru meginfæða þjóðarinnar og af 20 milljónum ekra, sem
bændur yrkja, eru um 15 milljónir hrísgrjónaekrur.
Fyrir stríð voru 40% af útflutningsvörum þjóðarinnar land-
búnaðarvörur. Indonesía framleiddi þá 92% heimsframleiðs-
unnar af kínin, 85% af pipar, 72% af capok, 37% af gúmmí og
í kennslustund: Kennari útskýrir forna list.