Skinfaxi - 01.11.1951, Blaðsíða 2
98
SKINFAXI
Fundurinn skorar á stjórnmálamennina að efla
bindindis- og æskulýðssamtök þjóðarinnar með aukn-
um fjárráðum og bættum starfsskilyrðum, um leið
og hann þakkar það, sem áunnizt hefur m. a. á íþrótta-
sviðinu. Væntir fundurinn þess, að leiðtogar vorir
kaupi aldrei stundarafkomu ríkisins fyrir viðnáms-
þrótt íslenzks æskulýðs á hættutímum þeim, sem
nú eru og er honum ríður á að vera vakandi og alls-
gáðum, né heldur, að vinátta erlendra þjóða sé feng-
in með því að skerða hlut þeirra, sem eru og eiga
að erfa land vort. Öllum þarf að vera Ijóst, að bind-
indissamur æskulýður við skapandi nám og starf er
vor bezta þjóðvörn. Þjóðinni þarf allri að verða það
Ijóst, að sjálfstæði vort byggist á því, að vér skiljum
sérstöðu vora, vanda vorn og skyldur og þá mun oss
skiljast hver réttindi það eru að vera íslendingur.
Vinnum Islandi alltl
Lausavísnaþáttur.
í ráði er að taka upp lausavísnaþátt í Skinfaxa, eina til
tvær bls. í senn. Þetta gæti beinlínis orðið þáttur lesendanna.
Kannske gætu Umf. kveðizt á, eða héraðssambönd? Sérstak-
lega væru kærkomnar visur eftir ungt fólk, en allir koma
auðvitað til greina. Sendið Skinfaxa visur, nýkveðnar, eða
gamlar, sem ekki hafa áður birzt. Nöfn verða að sjálfsögðu
að fylgja — og skýringar, ef þurfa þykir.
Skinfaxi. I
Þeir, sem enn hafa ekki greitt árgang 1951 eða eldri árganga,
eru vinsamlega beðnir að gera það strax til stjórnar ung-
mennafélagsins i byggðarlagi sínu, sem sér um innheimtuna.
Árgangurinn kostar kr. 10,00. Gjalddagi er 1. október.
Þeir, sem ekki eru áskrifendur innan ungmennafélaganna,
sendi áskriftargjaldið til innheimtunnar i pósthólf 406, Reykja-
vík. Þangað ber og að senda öll erindi varðandi afgreiðslu og
innheimtu Skinfaxa.