Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1951, Síða 58

Skinfaxi - 01.11.1951, Síða 58
154 SKINFAXI FRÉTTIU OG FÉTAGSMÁT Ritstjóra Skinfaxa boðið til Bandaríkjanna. Stefán Júlíusson, ritstjóri Skinfaxa, dvelur í vetur við há- skólanám i Bandarikjunum í boði Bandaríkjastjórnar, ásamt fjórum öðrum íslendingum. Les hann enskar bókmenntir við Cornell-háskóla. Getraunastarfsemin. Að tilhlutan íþróttanefndar ríkisins fór Jens Guðbjörnsson til Noregs á síðastliðnu vori til þess að kynna sér rekstur get- rauna um íþróttakeppni. Hann kom aftur heim um miðjan september. Hann kynnti sér starfsemi þessa mjög rækilega i Noregi en fór einnig til hinna Norðurlandanna í sömu erindum. Yar honum hvarvetna tekið hið bezta. Jens afhenti íþrótta- nefnd og menntamálaráðherra skýrslu um ferð sina strax eftir heimkomuna. Mælir hann eindregið með því, eftir þessa at- hugun, að getraunastarfsemi verði tekin upp hér á landi. Er nú beðið eftir leyfi menntamálaráðherra til þess að hefjast handa um framkvæmdir. Endurskoðun íþróttalaganna. í sumar skipaði Björn Ólafsson menntamálaráðherra þriggja manna nefnd til þess að endurskoða iþróttalögin frá 1940. Kom þetta öllum mjög á óvart og ekki sízt þeim, sem um framkvæmdir þeirra hafa séð, þar sem aldrei hefur nein kvörtun komið um, að þeim væri í nokkru áfátt, enda voru þau í upphafi óvenjulega vel gerð. Fram hjá U.M.F.Í. var al- gerlega gengið með skipun í nefnd þessa. Norræna sundkeppnin. íslendingar sigruðu mjög glæsilega í samnorrænu sund- keppninni og kom í ljós ,að 3C037 eða 25% þjóðarinnar þreytti sundið. Gaf það 540555 stig. Hjá hinum þjóðunum var útkom- an þessi: Finnland, 176312 eða 4,1%. Gerir 251874 stig. Danmörk, 50492 eða 2,5%. Gerir 189345 stig. Noregur, 32004 eða 1%. Gerir 137106 stig. Svíþjóð, 128035 eða 2,1%. Gerir 128035 stig. ísland hlýtur því bikar þann, sem Hákon Noregskonungur hét sigurvegaranum í sundkeppninni. Umf. unnu víða vel að þessum málum i vor og eiga sinn drjúga þátt í þessum glæsilega sigri. Hér kemur og í Ijós ágætur árangur sund- skyldunnar síðustu 11 árin. D. Á.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.