Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1969, Side 1

Skinfaxi - 01.04.1969, Side 1
skinfaxi Tímarit Ungmennafélags íslands — LX. árgangur — 1.—2. hefti ársins 1969 Ritstjóri Eysteinn Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju, hvert 32 slður 28. 6. 1883 — 5. 10. 1968 Fyrsti formaður UMFf er fallinn í valinn í hárri elli. f endurminningum sínum segir hann m. a.: . . ég hélt heim um vorið til þess að frelsa ísland". Jóhann- es talaði aldrei tœpitungu. Þetta var 1905. Jóhannes kom heim frá Noregi, uppfullur af baráttuhug og þjórœknis- anda norsku ungmennafélaganna. A- samt Þórhalli Bjarnasyni og fleiri á- hugasömum vinum sínum réðst hann í það hlutverk að reyna að vekja íslend- inga til dáða og að fá íslenzka œsku til að sýna reisn og baráttuhug. Til þess voru ungmennafélögin stofnuð. Jóhannes Jósefsson var í fararbroddi þeirrar baráttusveitar í upphafi. Kjarkur hans og ódrepandi árœði ruddi öllum hindrunum úr vegi. Hann átti stœrsta þáttinn í að koma ungmennafélags- hreyfingunni á fót fyrir rúmum 60 ár- um. Hann var frumkvöðull að stofnun Umf. Akureyrar í ársbyrjun 1906. Á hinni sögulegu Þingvallahátíð sumarið 1907, þegar Friðrik kóngur áttundi var hér í heimsókn, gengu 12 menn 1 lit- klœðum um vellina og þótti þetta ný- stárleg sjón. Þeir voru fulltrúar fjögurra ungmennafélaga, og þarna stofnuðu þeir Ungmennafélag íslands. Brautryðj- andinn Jóhannes Jósefsson var kosinn formaður og fór vel á því. Forystu hans naut ekki lengi við, því árið eftir hófst hin langa sýningarferð hans erlendis, sem varði í áratugi og víða um heim- inn. En brautryðjendastörf hans lifðu á- fram í ungmennafélagshreyfingunni, sem nú kveður hann með þökk í huga. Myndin af Jóhannesi, sem hér fylgir, birtist í Skinfaxa árið 1914, og er ein fyrsta myndin, sem blaðið birti. Jóhannes Jósefsson SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.