Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 1
SJÓM AN WABLAÐIÐ VÍKINGUR 34. ÁRGANGUR — 1 .-2. TÖLUBLAÐ 1972 Guöm. Jensson: Vænleg þróun í sjávarútveginum EFNISYFIRLIT: Bls. Vænleg þróun í sjávarútveginum G. Jensson 1 Þróun togveiði í Vestur- Þýzkalandi 4 G. Þorsteinsson Fiskifrœðingur 4 Dægradvöl á frívaktinni 8 Leiðbeiningar fyrir yfirmenn á togurum og togbátum 9 Hagnýting fiskimiðanna innan landhelginnar Jóhann J. E. Kúld 10 Af Unnarslóð Jón Steingrímsson 12 Hvernig ýsan hrygnir Örn Steinsson þýddi 16 Hræðileg sjóferð Halldór Jónsson þýddi 18 Netatrommla við yfirskiptingu Loftur Júlíusson þýddi 22 Fiskveiðar í Bandaríkjunum Gunnar Guömundsson 24 Frumkvöðlar Bylgjunnar 30 öryggismál sjómanna Páll Guðmundsson 34 Löndun og dreifing á ferskum fiski Bergsteinn Bergsteinsson 37 Kirkjan er mjög íburðarmikil Þormóöur Hjörvar 42 Fjörur í Vestur- Skaftafellssýslu Gutinar Magnússon frá Reynisdal 40 Mary Deare, framhaldssaga G. Jensson þýddi 49 Forsíðumyndin: Hinn glæsilegi loðnuveiðifloti í höfn í Vestmannaeyjum í storm- inum í febrúarbyrjun. Ljósmynd: Sigurgeir Jónasson. SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR Útgefandi F. F. S. 1. Ritstjórar: Guðmundur Jensson (áb.) og örn Steinsson. Ritnefnd: Böðvar Stein- þórsson, formaður, Henry Hálf- dansson, varaformaður, Páll Guð- mundsson, Karl B. Stefánsson, Haf- steinn Stefánsson, Bergsveinn S. Bergsveinsson, Helgi Hallvarðs- son. — Blaðið kemur út einu sinni í mánuði og kostar árgangurinn 650 kr. Ritstjórn og afgreiðsla er að Bárugötu 11, Reykjavík. Utaná- skrift: „Víkingur“, pósthólf 425 Reykjavík. Sími 15653. Prentað í ísafoldarprentsmiðju hf. VlKINGUR Við Islendingar verðum óhjá- kvæmilega að gera okkur grein fyrir þeim staðreyndum, að fram- undan eru tímar erfiðleika og átaka í efnahagslífinu. 1 þessari grein verður ein- ungis drepið á okkar innanlands- viðfangsefni í sjávarútveginum, sem snertir, aldrei frekar en nú, nánustu framtíð. Með aukningu togveiðiflotans koma ótal vandamál til úrlausnar. Stökkbreyting sú, sem átti sér stað í togaraútgerðinni upp úr 1946 virtist af sumum aðilum harla geigvænleg; nýsköpunar- togararnir streymdu inn í landið af færibandi næstu fimm árin, um fjörutíu að tölu, yfir tvöfallt stærri en þeir gömlu og „stríðs- þreyttu“ fleyturnar, sem við átt- um fyrir, — þó drjúgum afkasta- meiri en hinir gömlu vegna stærð- ar sinnar og sjóhæfni. Að öðru leyti var tækniútbúnaður þeirra að mestu óbreyttur. Þá varð einnig stökkbreyting hvað bátaútveginn snerti og tók endurnýjun þeirra aðra stökkbreytingu, þegar síldveiði- bátunum fjölgaði með eindæm- um á síldarárunum upp úr 1960. Fullyrða má, að okkur beri brýn nauðsyn til að líta um far- inn veg í útgerðarmálunum — og móta atvinnulíf okkar út frá þeirri reynslu og áröngrum, sem við höfum uppskorið í þeim efn- um, þegar við mótum framtíðar áætlanir okkar, enda bendir margt til þess, að sú leið verði farin. Stöðugleiki undanfarinna miss- era og ára í útgerðarmálum hef- ur ekki verið slíkur, að þess sé yfirleitt mikill kostur að hjakka í sama farinu. Þróunin hefur í mörgum til- fellum verið frekar háð tilviljun- um og þeim sveiflum afla og að- stæðna, sem skapast hafa á hverj- um tíma og mun tómt mál að ræða til hlýtar hvort ávallt hafi verið farnar hinar einu réttu leið- ir, eða möguleikar rétt nýttir á sjó eða í landi. Það mun sameiginlegt með öll- um þjóðum heims, að þær þarfn- ast fyrst og fremst öryggis, ekki sízt á atvinnusviðinu. Bilið á milli sívaxandi vona og tilætlunar um afkomumöguleika í frjálsu þjóðfélagi annarsvegar og hinsvegar möguleikana til að upp- fylla þær vonir og kröfur, verður að brúa á þann hátt að einstak- lingarnir, sem samfélagið mynda, viðhaldi því trausti, sem öryggis- kennd skapar. Okkur, sem fiskveiði og siglinga- þjóð dugir skammt hóglífið eitt. „Það varðar mest til allra orða, að undirstaða rétt sé fundin“, sagði eitt sinn einn af okkar þjóðskörungum. Fastari tök á þeirri fræðslu og áróðri, sem okkur er lífsnauðsyn að efla til þess að endurvekja áhuga yngri kynslóðarinnar fyrir góðum og tryggum afkomumögu- leikum þeirra, sem gera sjó- mennskuna að sínu lífsstarfi, eru og verða óaðskiljanlegur þáttur samfara eflingu skipastólsins. Sú langskólamenntun, sem sótzt er eftir í dag og virðist vera 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.