Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 38
Svo byrjað sé á veiði fisksins
og meðferð um borð í veiðiskip-
um er ekki álitamál heldur al-
gerlega nauðsynlegt að ísa fisk-
inn eða kæla á annan viður-
kenndan hátt um borð í veiði-
skipunum, enda þótt hann sé ekki
slægður.
Fiskur byrjar mjög fljótt að
missa gæði sín þegar hitastig
hans fer uppfyrir hitastig sjáv-
ar, er hann lifir í.
Það er margsannað að hita-
stig í fiski, sem ekki er kældur
um borð í veiðiskipi reynist við
löndun miklu hærra þótt um svo-
kallaða dagróðfa sé að ræða.
Til þess að forðast misskilning
er hér að sjálfsögðu ekki átt ein-
göngu við fisk veiddan með
þorskanetjum heldur gildir þetta
mál um fisk veiddan með öllum
veiðarfærum.
Segjum að þetta nauðsynlega
atriði verði framkvæmt, það er
að kæla þannig allan fisk um borð
í veiðiskipum strax og hann hef-
ir verið innbyrtur, blóðgaður, og
þveginn. Þá er komið að sjálfri
löndun fisksins og dreifingu hans
milli vinnslustöðva.
Þetta er allflókið mál og ef
til vill á ekki sama aðgerð alls
staðar við varðandi löndun og
dreifingu á ferskum fiski milli
vinnslustöðva í landi.
í fyrsta lagi þegar litið er á
allt landið er það ákaflega mis-
jafnt hvað fiski er landað til
margra fiskvinnslustöðva frá
sömu löndunarhöfn.
í öðru lagi er einnig afar mik-
ill mismunur á því hve fram-
leiðslustöðvar eru hæfar til þess
að taka á móti ferskum fiski og
geyma hann svo að gæði hans
spillist ekki þar til hann er unn-
inn í hinar ýmsu framleiðslu-
greinar.
í þriðja lagi og beinu fram-
haldi af framansögðu er þá
veigamikið atriði hvort flytja
skal fiskinn langt eða stutt frá
löndunarhöfn til vinnslustöðva,
þar sem svo hagar til að fiski
er landað í sömu höfn til margra
vinnslustöðva einnig staðsettum
á öðrum höfnum.
Ég hefi áður í erindi í Ríkis-
útvarpinu minnst á sérstakar
löndunarstöðvar, þar sem tekið
væri á móti öllum fiski í sömu
stöð, hann slægður, aðgreindur
í gæðaflokka, lagður í kassa og
ísvarinn, og kassarnir merktir
samkvæmt gæðaflokkun.
Fiskurinn væri síðan geymdur
í löndunarstöðinni við beztu
hugsanleg skilyrði, en væri flutt-
ur til vinnslustöðva eftir vinnslu
afköstum þeirra.
Með þessari aðferð væri náð
miklu átaki um mörg atriði.
í fyrsta lagi fengju þá vinnslu-
stöðvarnar fiskinn ísvarinn í
kössum, algerlega aðgreindan í
gæðaflokka samkvæmt merkingu
kassanna og gætu þar með ráð-
stafað honum í vinnslu sam-
kvæmt gæðum.
I öðru lagi mundu starfsmenn
umræddra löndunarstöðva brátt
ná mikilli þjálfun við móttöku,
slægingu, þvott, ísun og geymslu
á ferskum fiski, bæði varðandi
vöruvöndun og allan kostnað við
störfin.
í þriðja lagi kæmi þá gæðamat
fisksins að fullkomnum notun,
þegar hver fiskassi væri merktur
viðkomandi gæðaflokk, en ekki
samkvæmt hlutföllum á nótum til
vinnslustöðva, en allir hljóta að
skilja þann reginmismun vegna
tryggingu á vöndun framleiðsl-
unnar.
Ég hefi áður vikið að því, að
aðstæður um hugmynd með slík-
ar löndunarmiðstöðvar væru mis-
jafnar, þegar litið er á allt landið.
Á stöðum þar, sem er að öllu
eða mestu leyti ein vinnslustöð
kaupandi að fiskinum, mundi
slík almenn löndunarstöð vera
í eigin húsakynnum þeirra
vinnslustöðvar, en aðferðin sem
lýst hefir verið um slægingu,
meðferð og gæðamat væri fram-
kvæmd á sama hátt og lýst hefir
verið hér að framan.
Það er einkum landshlutinn
Suðvesturland, sem koma þarf
upp almennum löndunarstöðvum
eins og hér hefir verið rætt um,
eða svæðið frá og með Stokks-
eyri að og með Snæfellsnesi.
Á þessu svæði eru margar
löndunarhafnir, sem ferskur
fiskur er fluttur til mismunandi
margra fiskvinnslustöðva, en
stærstar þeirra eða þær sem flest-
ar fiskvinnslustöðvar hafa átt,
hafa verið Grindavík og Þorláks-
höfn, en frá þessum löndunar-
höfnum hefir ferskum fiski verið
ekið milli staða í mestum mæli og
lengstan veg.
Flestar löndunarhafnir á þessu
svæði eiga það einnig sameigin-
legt, að fiskinum er ekið frá
þeim til margra fiskvinnslu
stöðva, mætti t. d. nefna Reykja-
vík ofarlega á blaði í því sam-
bandi.
Frá þessum löndunarhöfnum
hefir ferskum fiski verið ekið
tugi kílómetra ef ekki lengri leið,
eftir misjöfnum vegum, án þess
að fiskurinn væri í kössum held-
ur í einum bing á stórum bifreið-
um, en fiskurinn missir gæði sín
fyrir þunga á neðri hluta farms-
ins og fyrir hreyfingu og alls
konar hnjask í flutningi, að því
ógleymdu að vera síðan sturtað
af bifreiðunum í einu lagi á gólf
í fiskvinnslustöðvum, þar sem
gólfrými er að stærð ekki í neinu
hlutfalli við vinnsluafköst við-
komandi vinnslustöðvar og alger-
lega ófullnægjandi til að varð-
veita gæði fisksins þar til hann
er unninn, það er að segja, þau
gæði sem fiskurinn þá hefir eft-
ir áður lýsta flutninga og hnjask.
Ofan á þetta bætist óhóflegur
kostnaður hjá mörgum vinnslu-
stöðvum, sem bíða með flutninga-
tæki og menn til að flytja fiskinn
frá löndunarhöfn, verkamenn til
þess að taka á móti fiskinum,
slægja hann og ganga frá hon-
um.
Oftast er þessi bið að kvöld-
eða næturlagi og upplýsingar
venjulega hæpnar um hvenær
fiskinum verði landað. Þetta hlýt-
ur að vera óþarfleg sóun á miklu
fjármagni, miðað við að fisk-
vinnslustöðvar gætu sótt fiskinn
ísvarinn í kössum til löndunar-
stöðva viðkomandi hafna, sem
hér hefir verið rætt um að kom-
ið verði upp, svo ekki sé talað
VlKINGUR
38