Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 28
Á frívaktinni Sjómaðurinn: „Elskan mín, ég ætlaði að færa þér páfagauk frá Afríku, en skipið lagði af stað, áður en mig varði.“ Eiginkonan: „Gerir ekkert til, vinur minn ' ' því að ég hefi þig“. * Þótt maðurinn gleymi ellinni, gleym- ir ellin ekki manninum. * Dómarinn: „Eruð þér kominn hingað aftur Jóhann. Það er ekki nema hálf- ur mánuður síðan þér voruð sektaður hér fyrir fyllirí". Jóhann: „Þetta er sama fylliríið, herra dómari!‘. * Oft bætir hjartað upp, það, sem heilann skortir. * Veit vitnið hvort ákærði var vanur að blístra, þegar hann var einsamall? Vitnið: Nei, herra dómari, ég hefi aldrei verið með honum, þegar hann var einn. „Heyrðu afi, getur þú ekkert sagt okkur frá, hvernig hér var í Vietnam, þegar friður ríkti?“ Hávaði. Gætirðu ekki þagað nokkur augna- blik, tengdamóðir góð, svo að við hin getum heyrt niðinn í Niagarafossun- um. * Beztur. „Ég er bezti sölumaðurinn, sem þér getið fengið“, sagði ungur maður, sem sótti um stöðu. „Hvernig þá?“ spurði forstjórinn. „Jú, einu sinni seldi ég manni, sem aðeins átti tvær kýr, mjaltavél". „Nú ekki var það neitt kraftaverk". „Kannski ekki, — en ég tók aðra beljuna uppí fyrstu afborgunina!" * Norskur-Ameríkani kom eitt sinn á markaðstorgið í Bergen og benti á plómukassa: „Gæti ég fengið eitt kíló af þessum bláberjum? Sölukonan lét sem ekkert væri og afgreiddi manninn, en áður en hann fór benti hún á kassa með stór- um tómötum: „Vill ekki herrann fá eitt kíló af týtuberjum?" * AugVýsing i dagblaði: „Ungan mann langar til að komast í siglingar. Góð, vel launuð atvinna í landi kem- ur til greina. Tilboð merkt sjómannsefni ........ * Páll: „Hvað er að sjá þig Jens? Þú ert allur rifinn, bitinn og klóraður í framan. Rétt einu sinni hefurðu fengið þér of mikið í staupinu!“ Jens: „Nei, síður en svo, þetta er eftir hundinn minn. Ég kom ófullur heim í gærkvöldi og hundskrattinn þekkti mig ekki. Leifur: „Hvað varð þér að orði, þeg- ar hann Pétur strauk með konuna þína?“ Elías: „Ég sagði bara: þetta var gott, þar náði ég mér niðri á honum, bölvuðum. Ég átti honum grátt að gjalda, síðan hann sveik mig í hrossa- kaupunum í fyrra“. ❖ / leikhúsinu. Þú notar ekkert kíkinn, vina mín. Hvað kemur til? Hefur þú gleymt hon- um? Konan: „Nei, en ég gleymdi gull- armbandinu mínu. * „Hjúkrunarkona", sagði sjúklingur- inn, ég er ástfanginn af þér, ég vil ekki að mér batni“. „Volaðu ekki góði, þér batnar ekki. Læknirinn er líka ástfanginn í mér, og hann sá þig kyssa mig í morgun". * Bókmenntagagnrýni 1944, eftir að hafa lesið „Blíðu veröld" Hagalíns og „Klukkur" Laxness: „Ég veit ei hvor þeirra á veglegra skraut. Af vegsemd er hvor tveggja ríkur — Hagalín: „Blóðmannýgt heimilis- naut“. Halldór: „Lúsugar tíkur“. * Önnur augl.: Til sölu: Fokheld jarðhæð við Sól- heima. Væntanlegur kaupandi getur gengið inní miðstöð á kostnaðarverði. * Húsbóndinn: „Veiztu María, hvort konan ætlar út í kvöld?“ „Já, hún ætlar út“. Veiztu, hvort ég á að vera með?“ VlKINGUR 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.