Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Qupperneq 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Qupperneq 52
lituð ský, vindaský, breiddust yfir himininn. Sjávarfallið var ekki kraftmik- ið, en það bar okkur miskunnar- laust í áttina að stærsta klettarif- inu, sem ofansjávar var. Ég yrti á Patch, en hann benti með höfðinu aftur fyrir sig: „Higgins“. Ég leit aftur og sá bláu julluna hans koma í ljós bak við óreglu- lega klettaþyrpingu. Fjarlægðin var um tvöhundruð metrar. Allt í einu vorum við komnir út í sundið, sem skildi að yzta klettabeltið frá aðal klettasvæð- Nú var ekkert skjól að fá af klettunum og sjórinn braut í sí- fellu á jullunni, svo að ég hafði ekki undan að ausa. Ég heyrði þungan andardrátt Patch og í hvert sinn er ég leit um öxl virtist mér Heggins nálg- ast. Hann hélt sig austan við okk- ur og varnaði okkur að komast á frían sjó. „Þér neyðist til að snúa upp í vindinn!" hrópaði ég. Eftir nokkur áratog kinkaði Patch kolli til samþykkis. Okkur hafði borið að sex metra háum kletti, en í hvert sinn sem hann reyndi að snúa helltist sjór- inn inn á bakborða. Ekki var ann- að ráð, en að taka stefnuna á klettinn og taka því, sem að hönd- um bar. Nú kom sjávarfallið okkur til hjálpar, fleytti okkur í áttina að rifjabelti inn í smá vík, þar sem sjórinn braut á yztu skerjunum. Hvert áratog bar okkur lengra inn í víkina, svo að undankomu leið virtist lokuð. „Við sleppum aldrei út úr þessu“, hrópaði ég til Patch. Hann svaraði engu, hann hafði ekki þrek til að tala, en hélt róðr- inum áfram. Ég leit yfir öxl hans og hélt mig sjá sýnir. Það var eins og innstu klettarnir í víkinni, sem við héldum að væri lokuð, vékju til hliðar og á milli þeirra blasti við okkur mjótt sund. „Sjáðu þarna“, hrópaði ég og benti í áttina þar sem hafið opn- aðist á ný. (Niðurlag næst.) Ósköp sakleysisleg auglýsing í Þjóðviljanum 16. sept. 1971 frá Félagi landeigenda í Selási vekur lesendur til umhugsunar um hina svokölluðu „landeigendur“. Ég veit ekkert um þetta félag, „Landeigendafélag í Selási“, eða hvað það heitir né heldur tilgang þess eða stefnumál, en þetta nafn „landeigendur“ fer að verða nokk- uð oft á dagskrá hjá okkur nútíma íslendingum og veldur sífellt tíðari árekstrum milli þessara landeig- enda og þjóðarinnar í heild. Ég er ekki „kommúnisti“ né neinn sérstakur talsmaður ríkisrekstrar. Þvert á móti mun ég frekar vera talinn einstaklingshyggjumaður og má sennilega rekja þá sögu til Ihaldsflokksins gamla, en mér blöskrar hvað hinir svokölluðu „landeigendur“ getá boðið íslenzka ríkinu mikinn yfirgang og beitt svo taumlausri frekju og fjárkúgun án sýnilegra gagnráðstafana hins opin- bera. Má þar nefna aðgerðir þing- eyskra bænda gegn Laxárvirkjun, þar sem beitt var vafasömum að- ferðum af ábyrgum aðilum (?), svo að ekki sé meira sagt, og hinar einkennilegu og linkulegu viðtökur hins opinbera, þar sem allt virðist ganga út á það eitt að breiða yfir hinar strákslegu eða jafnvel glæp- samlegu aðgerðir þessara bústólpa íslenzku þjóðarinnar, sem telja sig í fararbroddi hinnar íslenzku bændastéttar og það með nokkrum rétti, ef höfð eru í huga samtök og framtakssemi afa þeirra kynslóð- ar sem nú er tekin við. Hins vegar verður ekki leitazt við að réttlæta þær aðgerðir, sem þar voru not- aðar né þau eftirköst, sem þær hljóta að hafa, ásamt viðbrögðum hins opinbera. Það eru tiltölulega fáir menn í okkar fámenna þjóðfélagi, sem taldir eru eigendur alls lands á íslandi, afskekkt heiðarbýli eru talin eiga allt hálendi landsins og geta nú í dag krafizt svo að segja Land- eigendur á Islandi 52 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.