Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Side 2
orðin að trúaratriði ungu kyn-
slóðarinnar, sem og hinnar eldri,
getur aldrei orðið einhlít, til upp-
byggingar atvinnulífinu.
Atvinnuþróun þjóðarinnar hlýt-
ur, öðru fremur, að byggjast á
raunhæfri verkþjálfun, og þar
leikur enginn efi á, að sjó-
mennska og meðferð sjávarafla
skipi fyrsta sess og verði örugg-
asta baktrygging fyrir stöðugu
efnahagslífi.
Fræðslukerfi okkar í því efni
að veiða og hagnýta sjávarafurð-
irnar hefur, vægast sagt verið
vanræktur, að því marki, að í
hinu almenna skólakerfi hefur
jafn þýðingarmikill atvinnuveg-
ur og sjávarútvegurinn ekki ver-
ið kynntur frá upphafi, eða strax
og börn hófu sína fyrstu göngu í
skólum landsins.
Hér er alls ekki verið að ræða
um neitt nýtt fyrirbrigði, heldur
er hér áratuga vandamál á ferð-
inni, en í dag knýr það reyndar
fastar á, en nokkru sinni fyrr og
krefst þess að hafizt verði handa
um skjótar og raunhæfar aðgerð-
ir.
Hér í blaðinu hefur áður fyrr
og ærið oft, verið rökrætt um
nauðsyn þess að efla fræðslu ung-
menna, þannig að þeim verði
sköpuð skilyrði og drög verði
lögð að því, að þróttmikil æska
með heilbrigða athafnaþrá hneig-
ist meir en raun ber vitni að þess-
um þýðingarmesta atvinnuvegi
okkar.
Fiskvinnsluskólinn, sem stofn-
aður var í háust, af miklum van-
efnum þó, gat aðeins sinnt inn-
an við helmingi þeirra umsókna,
sem honum barst um skólavist.
Það gefur þó mjög áhrifaríka
mynd af þeirri aðkallandi þörf,
sem var fyrir slíka stofnun.
Endurnýjun togaraflotans er
nú að hefjast og ekki hefur það
farið fram hjá neinum, sem les,
hlýðir eða horfir á fjölmiðla þjóð-
arinnar, að margir aðilar, tengd-
ir sjávarútveginum, líta með
nokkrum ugg í brjósti á þessa
þróun og eru þeirrar skoðunar, að
með henni séum við að reisa okk-
ur burðarás um öxl.
Ég hneigist þó að þeirri skoð-
un, að úr þeim vandamálum, sem
því óneitanlega muni fylgja, að
manna hina nýju skuttogara,
muni skjótlega rætast, enda
munu nokkur ár líða þar til því
verði náð, að tala þeirra nálgist
það hámark, sem við eitt sinn átt-
um af þeim skipastóli, eða 46 tog-
ara.
Við tilkomu nýrra skuttogara
af mismunandi stærðum mun
skapast jafnari og öruggari hrá-
efnisöflun allan ársins hring.
Auðvitað fer ekki hjá því, að
þær tæknilegu endurbætur og ný-
breytni við móttöku og frekari
gjörnýtingu hinna fjölbreytilegu
fisktegunda sem að landi berast,
verða að haldast í hendur við
aukningu skipastólsins, ekki sízt
hinna smærri skipa.
Aukinn tækniútbúnaður skut-
togaranna veldur fækkun áhafna,
sumra allt að því um helming.
Á sama hátt fer varla hjá því,
að þörfin fyrir mannafla verði
einnig jafnari allt árið og þau
atriði viðráðanlegri, með aukinni
tæknivæðingu hraðfrystihúsanna
og hliðstæðra vinnslustöðva.
Það er og verður óhrekjanleg
staðreynd, að vinnuþegar hvers
þjóðfélags leita þangað, sem lífs-
afkoman er bezt ti'yggð.
Eins og þeim málum nú er hátt-
að hér á landi, bendir allt til þess,
að skortur á sjávarafurðum, sér-
staklega bolfiski og skelfiski, sem
á okkar norðlægu slóðum er
ómenguð gæðavara, tryggi ör-
ugga eftirspurn og hátt markaðs-
verð um ókomna tíma.
Á grunnmiðum hér við land má
telja nokkuð öruggt, að víða séu
miklir möguleikar á skelfiskveið-
um ennþá lítt kannaðir.
Það er alls ekki ónýtt okkar
efnahagslífi, að eiga ónumin
svæði, sem búa yfir miklum
möguleikum til nýtingar. Það eru
ekki margar þjóðir, sem eiga slík
forðabúr.
Margt bendir til þess, að verk-
efnum okkar þjóðar í nýtingu
sjávaraflans, bæði af grunn- og
djúpslóðum séu fá takmörk sett.
I þeim efnum verðum við ein-
göngu að byggja á okkar eigið
framtak og rétta nýtingu tækni
og vinnuafls.
Ef við leggjumst á eitt í þeim
efnum verða flest vandamálin
leyst og efnahagur þjóðarinnar
tryggður um langa framtíð.
Þeir, sem í dag mikla fyrir sér
og stynja þunglega yfir þeirri
fjárhagslegu „byrði“, sem laun
sjómanna kunna að verða með
sæmilegum gangi og hlutaskipt-
um, ættu að mata sínar tölvur á
ný og reikna út mismuninn á 40
stunda vinnuviku hjá landfólk-
inu og sem lágmark 84urra stunda
vinnuviku hjá sjómönnum á
sjónum. Ef hlutlægt mat væri
lagt á þann mismun, ætti 600 til
800 þúsund króna árslaun sjó-
manna ekki að þurfa að vaxa
neinum í augum.
Hins vegar gæti sú tekjuvon
stuðlað að því, að ungir og dug-
miklir menn sæktu aftur út á
sjóinn og létu einhverjum öðrum
eftir hóglífið og „barlífið“ í landi.
Hér á landi virðist, eftir þeim
lifnaðarháttum, sem við iðkum,
óhemju fjármagn vera fyrir
hendi.
Þessu fjármagni verður skil-
yrðislaust að beina í höfuðatrið-
um þangað, sem skilyrðin eru
tryggust fyrir að það, ekki aðeins
skili sér aftur, heldur einnig gefi
þann arð, sem nauðsynlegur er
til endurnýjunar atvinnutækj-
anna. Og ekki aðeins það.
Engin atvinnugrein á byggðu
bóli elur upp hraustari og heil-
brigðari þegna en sjávarútvegur-
inn. Fiskveiðar á íslandi krefjast
atorku og áræðis, en sjórinn er
gjöfull þeim, sem hann stunda af
kappi og þekkingu.
„Fáið okkur skipin, þá skulum
við fiska, og þau skulu bera sig“,
sagði íslenzkur aflamaður fyrir
fáum árum.
Við ættum frekar að leggja
eyrun að slíkum tón, en hjáróma
afturhaldsvæli úrtölumanna, sem
virðast hafa glatað þeim stórhug,
er sannanlega hefur fleytt þjóð-
arskútunni yfir margt blindsker-
ið fyrr og síðar.
2
VÍKINGUR