Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Síða 7
voru mæld með netsjá með mörg-
um botnstykkjum. Hér verður
einungis fjallað um þær mæling-
ar, sem gerðar voru á netopinu á
miðri höfuðlínu og beint upp af
miðri bobbingalengjunni, svo og
mælingum á fjarlægð vængend-
anna hvorum frá öðrum við höf-
uðlínu. Á. myndum 7 og 8 má sjá
útbúnað við veiðarnar, og í töflu
I getur að líta mælingar á hæð
og breidd trollanna við mismun-
andi aðstæður. Eins og taflan ber
með sér taka stærri trollin mun
hærra upp en 200' trollin, en hins
vegar er breiddin öllu minni,
einkum þó á 255' trollinu. Þó ber
að hafa í huga, að breiddin er
mæld við höfuðlínu, þar sem hún
ætti að vera nokkuð minni en t. d.
á milli leysa. Fleygarnir, sem
stundum voru notaðir við 200'
trollið, virtust draga verulega úr
hæð netopsins án þess að auka
breiddina. Að sjálfsögðu var það
öfugt við það, sem til var ætlazt,
og verður ekki annað séð, en að
einhver skekkja hafi verið í net-
inu. Ljóst er ennfremur af töfl-
unni, að 4.3 m2 hlerar eru bæði
of léttir fyrir slík troll og skvera
þau heldur ekki nægilega.
Við tilraunirnar kom ennfrem-
ur í ljós, að hæðarhlerar skvera
höfuðlínuna meira upp, en ráð
hafði verið fyrir gert. Notaðir
voru ýmist einn eða tveir 1 m2
venjulegir flatir hæðarhlerar
á höfuðlínunni, sbr. mynd
8 eða einn sérstaklega sniðinn
hæðarhleri (eins og stubbur af
flugvélavæng), sem komið var
fyrir á þann hátt, sem sýnt er á
7. mynd. Áhrif hæðarhleranna
sjást glögglega á töflu II. Því er
þó við að bæta, að flugvélavængs-
hlerinn orsakaði nokkurt straum-
kast í sjónum, sem kom fram á
netsjánni í miðju netopinu. Er
ekki ósennilegt, að slíkt fæli fisk
frá.
Lengd leggja frá vængenda
að gröndurum var höfð mjög
misjöfn til að kanna áhrif-
in á hæð netopsins. Eins
og myndir 7 og 8 sýna var
lengd leggja og hanafóts ým-
ist höfð 50, 65 eða 100 m. Árang-
5. mynd. 200' troll með stækkuðu efra byrði. Belgur
og poki með möskvastærð fyrir síld. (Steinberg,
1971).
t.
fi -
37S
1fo
(oö
HO
100
joo
6. mynd 255' troll með lengdu yfimeti. Belgur og poki
með möskvastærð fyrir síld. (Steinberg, 1971).
7. mynd. Leggja- og grandarafyrirkomulag 200'
trollsins með og án fleyga. (Steinberg, 1970).
8. mynd. Leggja- og grandarafyrirkomulag 200'
trollsins með stækkuðu efra byrði og 255' trollsins
með lengda yfirnetinu. (Steinberg, 1970).
2>.
50
m
150
100
100
100
3oc
VÍKINGUR
7