Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Side 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Side 14
skiftast í tvö svæði og Spanish Sahara er það þriðja. Mér er ekki kunnugt um það hvort þeir hafa 3ja eða 12 mílna fiskveiðilögsögu, en þeir hafa fiskveiðisamning við Japani, sem veiða þar með skip- um af ýmissi gerð. 1 Villa Cisne- ros, sem er stærsta hafnarborg Spanish Sahara, liggja jafnan stór verksmiðjuskip japönsk fyr- ir akkerum og taka afla jöfnum höndum frá eigin þjóða skipum og spánskum. Á höfninni í Las Palmas á Gran Canaria er alltaf fjöldi fiskiskipa flestra þjóða að athafna sig. Þegar dregur nið- ur í NNA-áttinni, sem þar er ríkjandi, breiðir ýldu-pestin sig yfir allt. Oft er skýjað á vetrum og svo er þykk olíubrák í höfninni úr lekum leiðslum, sem fullkomn- ar óhugnaðinn. Það er ekki ná- kvæmlega eins og lýst er í ferða- pésum en á sunnan verðri Gran Canaria mun vera meira sólskin. Fyrir sunnan þessi mið tekur við Banc D’Arguin. Þar liggur „Astra“, sem er gamli „Tors- hövdi“, hvalveiðiskipið mikla. Það er nú verksmiðjuskip, sem vinnur hreint prótein úr f iski fyr- ir lyfjafyrirtækið Astra. 1 þetta skip veiðir nú f j öldi norskra smá- skipa, á að gizka 100—200 tonna bátar. 60 mílum sunnar tekur við Timiris Banc og þar liggjum við rúmar 12 mílur frá Cap Timiris í Mauritaníu og lestum fisk úr togurunum. Þetta er því sem næst 3000 mílur beint í suður frá Ing- ólfshöfða. í fyrra fór einn pólsku togaranna óvart inn fyrir 12 míl- urnar og var tekinn fastur. Þeir báru ekki nema í meðallagi virð- ingu fyrir landsmönnum og struku. Þetta uppátæki varð til þess að auka sektina sem pólska ríkið þurfti að greiða, hún varð $130,000. NA-staðvindurinn kemur frá Sahara og heldur áfram yfir til Mið-Ameríku. Oft er hann hæg- ur, en þegar hvessir eitthvað, berst mikið ryk út á sjóinn næst landi svo sér varla til sólar. Þetta moldryk smýgur þá um allt og gerir skipin gul-brún. Það ber- ast með alls konar skrítnar flug- ur og fuglar elta flugumar svo það verður dálítið fjör í því. Það er oftast sæmilega kyrrt út af Cap Timiris, þó væri ekki hægt að athafna sig ef ekki væru notaðir „bláhvalir“ (stór- ir belgir), milli skipa. Aðal veiðitíminn á „beztu fiski- miðum heims“ er í júlí fram í október og nú sýni ég dæmi hvað þau gefa af sér í dag: Skuttogarinn „Orka“, 3996 BRT, áhöfn 60 manns, getur tek- ið í frystíngu 40 tonn á sólar- hring. Veiðir á tímabilinu 3/10— 30/10: tonn Sardinella .................... 2,4 Black jack .................. 241,5 Yellow jack .................. 44,0 Grey snapper .................. 3,8 Other species grey............ 47,0 Red snapper big eye 18-22 cm 2,1 Red snapper big eye 14-18 cm 1,6 Tot. 342,0 Skuttogarinn „Belona“, 999 BRT, áhöfn 35 manns, getur fryst 18 tonn á sólarhring. Tími 2. okt. — 1. nóv. tonn Black jack ................... 18,4 Other species black .......... 42,5 Tot. 60,9 Flestir eru heldur stærri en „Belona“ eða um 1373 BRT, hafa samt allir lélegan afla. Þessa ferð var farið með hálf tómt skip til Lagos í Nigeríu. Fiskurinn er heilfrystur í 30 kg. blokkir í pappaumbúðum. Fyrirtækið Mesurado annast söl- una í Nígeríu, Fílabeinsströnd og Liberíu. Fiskurinn er í ýmsum verðflokkum eftir gæðum. Einna hæst verð er á „tasergal". Tog- arinn „Dorada“ var með 3,5 tonn af honum. Ég hef smakkað marg- ar tegundir og er erfitt að gera upp á milli. Einna bezt kann ég við túnfiskinn, tasergal og barra- cuda er líka lostæti. Sardinello er nokkuð algengur og svipar til síldar og makríls. Blökkumenn- irnir eru alveg óðir í fisk, og er enginn friður fyrir sníkjum í þeim. Laun verkamanna eru lág, fyrir 13—14 tíma vinnu, stund- um án matarhlés, fá þeir sem svarar 100 ísl.kr. (8sh6púr Níg- eríupundi). Dýrtíð er þar meiri en í Evrópu. I Port Harcourt eru launin aðeins lægri og geta þeir valið hvort þeir vilja heldur mál- tíð eða peninga. Flestir innfædd- ir eru Múhameðstrúar. Meðan Ramadan stendur yfir (1 mán.), er ekki matast á daginn. Fjölmennustu kynþættirnir eru Yorubas og Ibos. Vottur um sið- fágun þeirra er að þeir bera ekki beinlínis upp á hvern annan, að þeir hafi étið óvinina, — heldur gert úr þeim pylsur. Okkur er tal- in trú um að þessir tiltölulega friðsömu frumskógabúar liafi háð þessa stórstyrjöld, sem ný- lega er afstaðin. Því er líka mjög haldið á loft, þegar verið er að safna fé meðal alþýðu til þess að reyna að bæta úr hörmungum þessa barnslegu frumskógaþjóða. Aðkomumenn í Biafra á leið til Port Harcourt, þurfa ekki að fara í neinar grafgötur með það, hvað olli styrjöldinni, þegar olíu- borturnarnir blasa við fyrir endi- langri ströndinni og allur olíu- iðnaðurinn við Bonny River. Um nætur er eldbjarmi yfir öllu land- inu frá brennandi jarðgasi. Ætli það sé ekki BP, SHELL og fleiri slík nöfn, sem kynnu að hafa hagsmuna að gæta þarna? Þeir innfæddu þurfa nú ekki að óttast eins mikið villidýrin en frekar að vara sig á hvíta mann- inum. Sjálfsbjargarhvötin er rík og hæfni þeirra að aðlaga sig breyttu umhverfi talsvert mikil. Dæmi um það hvað þeir kunna að bæta kjör sín, er undraverð fimi í smáhnupli. Þegar bornar eru saman bækur eftir að skipið er út- losað, kemur alltaf í ljós, að það vantar upp undir 10 tonn af farminum. Enn erum við ekki farnir að átta okkur á hvernig það má ske. Stundum verða nú líka ,,óhöpp“. Heilar lengjur detta í sjóinn og þá hverfur allt eins og dögg fyrir sólu, en pakk- arnir fljóta góða stund, áður en þeir verða gegnsósa og sökkva. VlKINGUE 14

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.