Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 44
Eystrasalt verður að vera hreint
Segja má, að Eystrasalt sé í mörgu tilliti gull-
kista landanna, sem að því liggja, en þau eru
Sovétríkin (Eistland, Lettland og Litháen), Pól-
land, Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Vestur- og
Austur-Þýzkalahd. Eystrasaltið hefur átt þýðing-
armiklu hlutverki að gegna í sögu og lífi margra
Evrópuþjóða. Og reyndar má segja, að hlutverk
þess nú sé engu þýðingarminna. Farþega- og
verzlunarskip, sem sigla um þetta haf, eru tengi-
liður milli Eystrasaltslandanna1), sem um leið
örvar öll menningarleg og efnahagsleg samskipti.
Auk þess er það auðugt af fiski og öðrum verð-
mætum. f hafsbotninum hefur fundizt mikið magn
af járni, nikkel, tini og fleiri málmum.
Fyrir Sovétríkin er Eystrasalt fyrst og fremst
tengiliður við alþjóðlegar siglingaleiðir. Það er
engin tilviljun, að meirihluti útflutnings Sovét-
ríkjanna fer um Eystrasalt.
Hið milda loftslag Eystrasaltsstrandarinnar í
Sovétríkjunum (en ströndin öll er um 20.000 kíló-
metrar), grunnsævið meðfram ströndinni, mjúk-
ur sandurinn, klettar og furuskógar — allt þetta
eru ákjósanleg skilyrði fyrir baðstrandarlífi og
heilsulind fyrir sjúklinga á batavegi.
í stuttu máli sagt: Fyllsta ástæða er til, að
íbúar Eystrasaltsstrandarinnar beri stöðuga um-
hyggju fyrir þessari lífsuppsprettu, ef svo má að
orði kveða, að Eystrasalt komi að sem fyllstum
notum fyrir Eystrasaltsþjóðirnar.
Hinar miklu iðnaðarborgir, sem standa við
Eystrasalt, veita úrgangsefnum sínum út í þetta
lífríka haf (t. d. mikið magn af ammoníaki). Olíu-
skipin losa olíumettað vatn beint í hafið, svo ekki
sé talað um þann gífurlega skaða, sem olía veld-
ur, ef olíuskip farast (sbr. hið óbætanlega tjón
á dýra- og gróðurlífi við strendur Englands og
Frakklands, er olíuskipið Tory Canyon fórst).
Margar ár flytja með sér mengað vatn frá borg-
um og rigningarvatn, mettað gerviáburði og öðr-
um eiturefnum frá ökrum og engjum. Iðnaður,
sem tengdur er skógarhöggi, veldur einnig mikl-
um skaða (á sýruinnihaldi hafsins).
Afleiðingin af öllu þessu er stórskaðleg mengun
Eystrasaltsins, sem hefur valdið miklum áhyggj-
um í Eystrasaltslöndunum. Og verndun þessa hafs
!) Hér verður þetta orð notað um þau lönd, sem liggja að
Eystrasalti, en ekki aðeins um Eistland, Lettland og
Litháen, eins og venja er.
er brýnt verkefni, sem öll Eystrasaltslöndin eiga
hlut að og lögð er sérstök áherzla á í Sovétríkjun-
um. Það er engin tilviljun, því rúmlega fjórði hluti
Eystrasaltsstrandarinnar er sovézkt land. Á
ströndinni eru fjölmargar iðnaðarborgir: Lenin-
grad, Tallin, Riga, Viborg, Ventspils, Klajpeda,
Kaliningrad.
En hvernig er unnt að „vernda“ Eystrasalt?
Það er að sjálfsögðu ógerlegt, nema því aðeins
að öll Eystrasaltsríkin sameinist um það. Og
reyndar hefur þegar hafizt samvinna í þessu skyni.
Árið 1969 var gert að „Eystrasaltsári", en þá hófst
þessi samvinna fyrir alvöru með víðtæku rann-
sóknastarfi vísindamanna. Niðurstöður rannsókn-
anna eru sendar til Kaupmannahafnar til frekari
úrvinnslu, en þaðan eru skýrslur svo sendar til
allra þátttökulandanna. I næstum eitt ár hefur
rannsóknarskipið „Alexander Smirnov" siglt um
Eystrasalt við rannsóknarstörf á rennslisátt og
rennslishraða yfirborðsstrauma með dyggri að-
stoð fleiri skipa og rannsóknarstöðva, sem stað-
settar eru víða á Eystrasalti. Við ströndina eru
margar veðurrannsóknar- og hafrannsóknar-
stöðvar, sem rannsaka eðli hafsins. Hinn mikli
fjöldi vísindamannahópa frá ýmsum Eystrasalts-
löndum hafa vakið góðar vonir um, að takast megi
að bjarga Eystrasalti. Meðal þeirra eru, auk haf-
rannsóknarmanna, þekktir vísindamenn í haf-
efnafræði, heilbrigðistækni, vatnstæknifræði og
alls kyns sérfræðingar í gerð hreinsitækja.
En niðurstöður allra þessara rannsókna gefa
hins vegar tilefni til mikillar svartsýni. f ljós hef-
ur komið, að fiskadauði er gífurlegur (30—40
prósent Eystrasalts er nú þegar líflaust haf á 70
metra dýpi). Á stórum svæðum er súrefni ger-
samlega horfið af hafsbotninum. Óhóflega mikið
magn af DDT og PCB er í hafinu, eiturefni, sem
bæði eru hættuleg mönnum og dýrum, o. s. frv.
Mengun Eystrasalts eykst á ári hverju um 3 af
hundraði, þ. e. a. s. mun tvöfaldast á 30 árum.
Fjölmargar ráðstefnur hafa verið haldnar um
verndun Eystrasalts gegn mengun, og má þar
fyrsta telja ráðstefnu Eystrasaltsfélags blaða-
manna í Ystad, en þetta félag var stofnað í Finn-
landi árið 1969 og hefur það að markmiði að sam-
hæfa krafta fréttamanna við blöð, útvarp og sjón-
varp til lausnar brennandi vandamálum, sem upp
kunna að koma á hverjum tíma. Þátttakendur
voru frá öllum Norðurlöndum, Sovétríkjunum,
Póllandi, Austur- og Vestur-Þýzkalandi. Fyrsta
VlKINGUR
44