Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Side 45
Eystrasalt — Baltiska hafið — hefur frá ómunatíð verið ein
þýðingarmesta samgönguleið Norður-Evrópu. Eystrasalt
hefur verið og er enn lífæð margra sjófarenda og fiski-
manna o. fl. Það er 420.000 km2 að stærð og er nú ógnað af
mjög alvarlegri mengun.
verkefnið, sem félagið tók sér fyrir hendur, var
að „bjarga Eystrasalti".
Svíar hafa flutt tillögu um heimsráðstefnu um
umhverfisverndun 1972. 1 Warnemunde hefur ver-
ið haldin ráðstefna um sama efni með þátttakend-
um frá Eystrasaltslöndunum. Háskólinn í Rostock
vinnur að því — í samvinnu við aðrar rannsóknar-
miðstöðvar í Austur-Þýzkalandi — að skapa líf-
fræðilega eftirlíkingu af Eystrasalti með hjálp
sjálfstýrifræðinnar. 1 Tallin var nýlega haldin al-
þjóðleg ráðstefna vísindamanna um hreinsun
skólpvatns í borgum.
Árangurinn af þessari samvinnu lét ekki lengi
á sér standa: f Sovétríkjunum hefur verið ákveð-
ið hámark leyfilegs innihalds skaðlegra efna í lofti
og vatni, og svimháar fjárhæðir veittar ár hvert
til byggingar hreinsibúnaðs við verksmiðjur. Nýj-
ar verksmiðjur fá því aðeins að taka til starfa,
að hreinsitæki þeirra séu viðurkennd af heil-
brigðisyfirvöldum. í Eistlandi er unnið að því að
bæta hreinsitækni við hreinsun þess vatns, sem
notað er til iðnaðar. 1 Klapjeda og Ventspils á
sovézku ströndinni hafa t. d. verið byggðar verk-
smiðjur, sem taka við óhreinu vatni til hreinsun-
ar frá skipum. tJr þessu vatni vann verksmiðjan
í Klapjeda á einu ári 150 þúsund tonn af nothæfri
VÍKINGUE
olíu. Án þessarar verksmiðju hafði öll þessi olía
farið í Eystrasalt. Sovézk skip hafa nú mörg
hreinsibúnað til að skilja olíuna frá vatninu, áður
en þau losa í hafið. Um 80 prósent verksmiðja í
Leningrad hafa tilskilinn hreinsibúnað. Og áætl-
un er um sams konar hreinsibúnað í Rigu, Tallin
og fleiri Eystrasaltsborgum. 1 Tallin og Párnu er
verið að byggja risastóran geymi neðanjarðar,
þar sem safna á öllu skólpvatni borganna til
hreinsunar, áður en það er losað í hafið.
En þrátt fyrir allar þessar aðgerðir og þær,
sem hér eru ekki upp taldar, verður Eystrasaltið
aldrei varðveitt ,,hreint“, ef ekki verður komið á
fullkominni samhæfingu aðgerða og samvinnu
allra Eystrasaltslandanna í þessu tilliti. Setja
verður ákveðnar reglur um, hvernig hafnir skuli
byggðar, útbúnað olíuskipa og reyndar allra skipa,
ákveðnar reglur um byggingu hreinsiverksmiðj a,
hámarksinnihald skaðlegra efna í vatni, sem losað
er í Eystrasalt, o. s. frv.
Eystrasalt verður að vera hreint, það á að vera
tákn friðar, vináttu og samvinnu Eystrasaltsland-
anna, svo að allar Eystrasaltsþjóðirnar megi hafa
gagn af.
Ee
irimrót
eptir Cjunnlaug. .5. Cjunníaugiion
Cjrettiifyötu 81, l'^eiýljavíl
Brims í róti bátur siglir,
bobar allir rísa og falla
mörg sig báran illa ygglir
ymur hátt í klettum fjalla.
Fjalls aö rótum brimiö brýtur
björgin standa fast á móti,
burt frá landi fleyiö flýtur
forSast grand % ölduróti.
Sterkar hendur halda um stýri
horft er hvasst mót stormi og öldu,
leitt er skip um lagarmýri
landi frá í veöri köldu.
45