Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Side 40
ur. Getur þá verið hollt að reyna
að sjá sjálfan sig með annara aug-
reglum, sem fylgt er á skipum. Regl-
urnar um frama og upphefð þar, eru
beinar og engan veginn torskildar,
um, einmitt viðkomandi þeim starfs-
og kröfurnar til einstaklingsins
hverjum manni augljósar. Með hlið-
sjón af fyrri störfum, getur hver
einstakur dæmt um embætti sitt, og
hvernig honum tekst að rækja það.
Sú hlið á málinu er því í lagi.
Við það að fullkomna sig til á-
byrgðarmeira starfs, er fyrirmyndin
ávallt við hendina, með öðrum orð-
um: maður hefur kennarann ávallt
fyrir framan sig, gildir þar einu,
hvort af honum má læra það,
sem ber að gera, eða það sem ber
ógert að láta, hvort tveggja er jafn
mikilvægt.
Hvort er um að ræða að bæta um
eigin framkomu, eða að fullkomna
þekkingu sína fyrir ábyrgðarmeira
starf, er það nú á tímum oftlega
næsta auðvelt, með því að auka að
einhverju marki tækniþekkingu sína.
En því má ekki gleyma, að yfir-
mannsstarf útheimtir stjórnunar-
hæfni, og stjómun er að öðrum þræði
kennarastarf, sem sérhver yfirmaður
ber ábyrgð á. Verður það víðfeðmara
og snertir fleira og fleira fólk eftir
því sem hærra kemur í metorðastig-
ann. Þessa ábyrgð tekst maður á
hendur og viðurkennir á þeirri
stundu, sem hann tekur að sér nýtt
embætti.
Það viðhorf að segja jafnan, þetta
vita ekki aðrir en ég, „jeg alene
vite“, og þetta gera ekki aðrir betur
en ég, „dette kan ég alene klare best“,
hefur engum verið gagnleg, og verður
það aldrei. 1 fyrsta lagi er alls ekki
víst, að maður sé sjálfur hæfastur
til þessa eða hins, og í öðru lagi er
það oftlega svo, að aðrir hafa betra
af, eða hentar betur að framkvæma
það sem um er að ræða. Þar að auki
mun það oftastnær vera til léttis
fyrir stjórnandann, svo að hann fær
þá aðstöðu til að framkvæma sjálfur
önnur verk, sem í rauninni eru ekki
eins „aðkallandi". Það má aldrei
gleyma því, að flestir vaxa með verk-
efnum sínum og aukinni ábyrgð, og
það er skylda hvers stjórnanda að
gera sitt bezta til að svo megi verða.
Ætti ég að draga ályktun af fram-
ansögðu, yrði hún eitthvað á þessa
leið:
Til hinna ungu: Verið framtak-
samir — og til hinna eldri: Leyfið
þeim ungu að reyna sig!
Það eru eflaust til mörg sorgleg
dæmi um að þetta hefir ekki verið
gert, og ekki færri góð dæmi um að
þetta sé rétt, og einasta leiðin ti! að
ná góðum árangri.
Sérstaklega er auðvelt að fram-
kvæma þetta á skipum því að:
í fyrsta lagi — eru þar fyrir hendi
skipulagðar reglur um upphefð og
aldursfestu.
f öðru lagi — náið samstarf og
nauðsyn einlægrar og góðrar sam-
vinnu útilokar misklíð á þessum vett-
vangi.
f þriðja lagi — og ekki því veiga-
minnsta, til sjós hafa menn bezta yfir-
sýn um hlutina, og er það nauðsyn-
legt til góðs árangurs, þar sem allir
eru í sama bátnum.
Þýtt úr „Norsk maskin-
tidende“ 8. 1971.
Frá Japan
Stærsta skip í heimi, „Nisseki
Maru“, 372,400 T. dw., er um þessar
mundir í reynsluferð frá Kur-skipa-
smiðjunni til Íshikawajima-Harima,
og verður afhent eigendunum Tokyo
Tanker Co., Ltd. síðar í þessum mán-
uði eða í byrjun þess næsta. Jómfrú
ferðin frá Japan til Persaflóans
hefst um 10. september með seglfestu,
og liggur leiðin um Malakka-sundið.
Á heimleiðinni til Japan verður skip-
ið hinsvegar að fara aðra leið, þ. e.
um Lambok-sundið, því að hlaðið
ristir það um 27 metra.
Áætlað er að „Nisseki Maru“ fai’i
níu ferðir á ári með olíu frá Pera-
flóanum til „Central Terminal Syst-
em í Kiire,“ Japan.
Þetta mikla skip var tilbúið til af-
hendingar 2 mánuðum fyrr en ákveð-
ið var samkvæmt smíðasamningi, og
voru þá liðnir 10 mánuðir frá því
að kjölur þess var lagður. Samkvæmt
upplýsingum frá skipasmiðjunni
tókst þetta með því að viðhafa nýja
smíðatækni og umbúnað.
Skipið er 347 m á lengd, 54,5 m
á breidd og 35 m á dýpt. Aðalvélin
er eimtúrbína 40,000 virk hestöfl og
ganghraði skipsins 14,5 sjómílur full
hlaðið.
Auk þess að vera stærsta skip í
heimi, er það fyrsta skip sinnar teg-
undar í Japan, sem hefir konur með-
al skipverja. Tíu konur starfa þar
við framreiðslu og skrifstofustörf.
Eftir „Norsk maskiwi-
tidende“ 9. 1971.
Fjörur í Vestur-
Skaftafellssýslu
eftir Gunnar Magnússon
f rá Reynisdal.
Allt frá því er land vort byggð-
ist, hafa fjörurnar með strönd-
um þess verið mikilvægar í lífs-
baráttunni, og einn af hyrningar-
steinum þess að landið væri
byggilegt. Á fjörurnar rak trjá-
við, sem notaður var til húsa-
gerðar og skipa um aldaraðir,
mismunandi eftir því hvernig
strendurnar voru lagaðar, þá
höfðu og hafstraumar mikilvæg
áhrif á hvar mest rak á hverjum
tíma. Strandir, við vestanverðan
Húnaflóa, hafa löngum verið
rekasælar, bæði á við og annað.
Þá voru hvalrekar tíðir þar fyrr á
öldum.
Þorvaldur Thoroddsen, ferð-
aðist um landið skömmu fyrir
síðustu aldamót, í ferðabókum
hans er þess getið, að víða í
Strandasýslu væru hrannir af
trjávið, sem aldrei hafi verið
nýttur, og sprekuð uppi og orðið
vallgi'óin sumstaðar á inn-
ströndum.
Þá voru farnar viðarferðir á
strandir af búendum við austan
verðan Húnaflóa og af Skaga. Og
enn rekur á ,,Ströndum“ að því
er fregnir herma, en nú er reka-
viðurinn mestmegnis klofinn
niður í girðingastólpa og seldur
bændum í nálægum héruðum.
En þessi stutti þáttur átti nú
ekki að vera um Strandir né önn-
ur fjarlæg héruð. Ég ætlaði að
rita stutt yfirlit um fjörur í Vest-
ur-Skaftafellssýslu og skal nú
hafin upptalning á þeim og byrj-
að við Jökulsá á Sólheimasandi,
sem skilur sýslur.
I. Dyrhólahreppsfjörur.
1. Sólheimaf jara hin ytri.
2. Sólheimafjara hin eystri.
3. Péturseyjarfjara.
4. Hvolsfjara.
40
VlKINGUK