Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 17
inganna er áætlað, að hver fisk- ur gefi af sér 168000 egg á hrygn- ingartímabilinu. Til samanburð- ar er talið að kvenfiskur af sömu stærð og sama aldri hafi að meðalfrjósemi 224000 egg, ef tal- ið er beint úr eggjastokkum fisk- anna. Fjöldi talninga var einnig framkvæmdur á því hversu mik- ið magn af eggjunum var frjóvg- að. Það var gert á þann hátt, að sýni voru tekin af handahófi úr geyminum strax eftir hverja hrygningu og svo með nokkrum millibilum síðar. Eggin voru sett í fínmöskvaða poka og þvegin rækilega úr hreinum sjó til að fjarlægja of mikið sæðismagn, og voru síðan látin þróast á eðli- legan hátt í ferskum sjó allt til fyrsta stigs klaksins, þegar hægt var að greina í sundur frjó og ófrjó egg. Sýni af eggjum, sem tekin voru úr sjöttu hrygningu innan 15 mínútna eftir hrygningu, sýndi að 93% höfðu hlotið frjóvgun. Sýni úr sjöundu hrygningu, sem tekið var innan þriggja mínútna, gaf aðeins 53% frjóvgun. Með því að láta eggin vera í geym- inum í 10 mínútur jókst frjóvg- unin upp í 83% og ef eggin voru látin vera 15 mínútur varð frjóvgunin 88%. Sýni tekin úr seinni hrygningum t. d. þrett- ándu, sýndu mikið fall í frjóvg- uninni, eða 19% eftir tveggja mínútna veru í geyminum, þó jókst þetta með lengri veru í geyminum eða varð 59% eftir 10 mínútur og 91% eftir 13 mínútur. Þessar athuganir leiða í ljós, að við geymisaðstæðurnar frjóvg- ast ekki nema hluti eggjanna við faðmlaga hrygninguna. Fjöldi eggja frjóvgast síðar í sjónum með snertingu við sæðið, sem flýtur í vatninu. Samt kann það að vera, að sú meðferð, sem eggin fá, eftir að vera tekin úr geyminum, — það er skolað af þeim sæðið, sem hangir á yztu himnu eggjanna, — valdi því að fleiri egg frjóvg- ast. Athugunin sýnir því ekki sanna mynd af árangri faðm- laga hrygningarinnar hvað f jölda frjóvgaða eggja snertir. Hrygning þessara fiska við fjötraðar aðstæður hefur veitt okkur mikla vitneskju, sem er margslungin, um hegðun ýs- unnar við afkvæmamyndun, sem felur í sér bardaga og tilhugalíf, er nær hápunkti sínum í kyn- ferðislegum faðmlögum. Litarskiptin í karlfiskinum og hljóðin, sem mikið ber á í til- hugalífinu, svo og stækkun líf- Tilviljun ein réði því, að hægt var að taka þessar myndir af ástaratloti ýsunnar. Upplýsingarnar geta orðið þýðingar- miklar fyrir framtíðarveiðar á ýsu. Mynd t. v. a. o.: Undirbúningur hrygningar. Karlfiskur syndir framan við hrygnuna með þanda ugga og miklum litbrigðum. „Pingraför kölska“ sjást greinilega á ýsunni. Mynd t. v. a. n.: Hængurinn syndir undir hrygnuna. Mynd t. h.: Fiskarnir synda saman upp á við og gefa frá sér egg og svil. Þetta var endurtekið með stuttu millibili og virtist kvenfiskurinn ráða hvíldarlotunum. VÍKINGUR 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.