Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 17
inganna er áætlað, að hver fisk-
ur gefi af sér 168000 egg á hrygn-
ingartímabilinu. Til samanburð-
ar er talið að kvenfiskur af
sömu stærð og sama aldri hafi að
meðalfrjósemi 224000 egg, ef tal-
ið er beint úr eggjastokkum fisk-
anna.
Fjöldi talninga var einnig
framkvæmdur á því hversu mik-
ið magn af eggjunum var frjóvg-
að. Það var gert á þann hátt,
að sýni voru tekin af handahófi
úr geyminum strax eftir hverja
hrygningu og svo með nokkrum
millibilum síðar. Eggin voru sett
í fínmöskvaða poka og þvegin
rækilega úr hreinum sjó til að
fjarlægja of mikið sæðismagn, og
voru síðan látin þróast á eðli-
legan hátt í ferskum sjó allt til
fyrsta stigs klaksins, þegar hægt
var að greina í sundur frjó og
ófrjó egg.
Sýni af eggjum, sem tekin voru
úr sjöttu hrygningu innan 15
mínútna eftir hrygningu, sýndi
að 93% höfðu hlotið frjóvgun.
Sýni úr sjöundu hrygningu, sem
tekið var innan þriggja mínútna,
gaf aðeins 53% frjóvgun. Með
því að láta eggin vera í geym-
inum í 10 mínútur jókst frjóvg-
unin upp í 83% og ef eggin voru
látin vera 15 mínútur varð
frjóvgunin 88%. Sýni tekin úr
seinni hrygningum t. d. þrett-
ándu, sýndu mikið fall í frjóvg-
uninni, eða 19% eftir tveggja
mínútna veru í geyminum, þó
jókst þetta með lengri veru í
geyminum eða varð 59% eftir
10 mínútur og 91% eftir 13
mínútur.
Þessar athuganir leiða í ljós,
að við geymisaðstæðurnar frjóvg-
ast ekki nema hluti eggjanna við
faðmlaga hrygninguna. Fjöldi
eggja frjóvgast síðar í sjónum
með snertingu við sæðið, sem
flýtur í vatninu.
Samt kann það að vera, að sú
meðferð, sem eggin fá, eftir að
vera tekin úr geyminum, — það
er skolað af þeim sæðið, sem
hangir á yztu himnu eggjanna,
— valdi því að fleiri egg frjóvg-
ast. Athugunin sýnir því ekki
sanna mynd af árangri faðm-
laga hrygningarinnar hvað f jölda
frjóvgaða eggja snertir.
Hrygning þessara fiska við
fjötraðar aðstæður hefur veitt
okkur mikla vitneskju, sem er
margslungin, um hegðun ýs-
unnar við afkvæmamyndun, sem
felur í sér bardaga og tilhugalíf,
er nær hápunkti sínum í kyn-
ferðislegum faðmlögum.
Litarskiptin í karlfiskinum og
hljóðin, sem mikið ber á í til-
hugalífinu, svo og stækkun líf-
Tilviljun ein réði því, að hægt var að taka þessar myndir af
ástaratloti ýsunnar. Upplýsingarnar geta orðið þýðingar-
miklar fyrir framtíðarveiðar á ýsu.
Mynd t. v. a. o.: Undirbúningur hrygningar. Karlfiskur
syndir framan við hrygnuna með þanda ugga og miklum
litbrigðum. „Pingraför kölska“ sjást greinilega á ýsunni.
Mynd t. v. a. n.: Hængurinn syndir undir hrygnuna.
Mynd t. h.: Fiskarnir synda saman upp á við og gefa frá
sér egg og svil. Þetta var endurtekið með stuttu millibili
og virtist kvenfiskurinn ráða hvíldarlotunum.
VÍKINGUR
17