Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Side 32
ar. Einnig var hann með Carli
Löve og á Erlingi með Árna
Magnússyni.
Árið 1920 tekur ólafur stýri-
mannapróf. Síðar verður hann
skipstjóri með Baldur á færum
og reknetum. Einnig var hann
með Andvara og Rán um tíma.
Síðan fer hann á togarann
Hávarð ísfirðing og þar næst
stýrimaður og síðar skipstjóri á
Persi og loks bátsmaður á Há-
varði Isfirðingi.
Iiann gerðist síðan tollþjónn
hér á Isafirði og gegndi þeirri
stöðu í fjölda ára og var í því
starfi vinsæll meðal sjómanna.
Ólafur kvæntist árið 1926
Freyju Rósansdóttur og eignuð-
ust þau tvo syni.
Hinrík Guðmundsson
Hann er fæddur 27. febrúar 1897
á ísafirði. Byrjaði til sjós innan
við fermingu sem kokkur á skak-
skútunni Val. Það var sama sag-
an og hjá Árna Magnússyni.
Þar létu menn illa við kokkinn.
Það var eins og Þórbergur Þórð-
arson sagði: „Það var ekki fyrir
fjandann sjálfan að vera á skaki i
þá daga“. Þar næst fer Hinrik
á Gunnar sem kokkur, svo mikið
hefur hann mátt gegnum ganga.
Síðar var hann með Eiríki
bróður sínum á Barðanum, fyrst
sem háseti, en seinna sem stýri-
maður.
18 ára gamall tók hann stýri-
mannapróf. 21 árs gamall byrjar
hann skipstjórn á Eir. Þar næst
er hann á togurum sunnanlands
í 6—7 ár. Þá kemur hanrt aftur
til ísafjarðar og gerist skipstjóri
á Auðbirni og er með hann í 11
ár. Er svo á ýmsum skipum skip-
stjóri þar á eftir. Hann er sam-
fleytt til sjós í 40 ár. I stjórn
Bylgjunnar var hann í mörg ár
og hætti störfum sem gjaldkeri
félagsins fyrir 3 árum og var þá
gerður að heiðursfélaga Bylgj-
unnar.
Hinrik kvæntist Elísabetu
Guðrúnu Hálfdánsdóttur árið
1930. Þau eignuðust 4 syni. Auk
VlKINGUR
Sitjandi frá vinstri: Sölvi Ásgeirsson, Flateyri, Hinrik Guðmundsson, Isafirði.
Aftari röð frá vinstri: Ólafur Ásgeirsson, Isafirði og Árni Magnússon ísafirði.
Bylgjunnar og í stjórn hennar í
fleiri ár.
Næsta ár fór Árni á ann-
an skakbát sem kallaður var
Hákarla-Gunna. 14 ára byrjaði
hann svo á mótorbátum. 17 ára
lærði hann stýrimannafræði hér
á Isafirði. 18 ára verður hann
fyrst skipstjóri og er það síðan
af og til á fjölmörgum skipum,
meðan hann stundaði sjó. Hann
var til sjós þangað til í vor, er
heilsa hans bilaði. Hann var því
til sjós í 66 ár. Geri aðrir betur.
Árni kvæntist árið 1918 Brynj-
ólfínu Jensen og eignuðust þau
4 böm, tvo syni og tvær dætur.
Auk þess ólu þau upp tvo fóstur-
syni.
Ólafur Asgeirsson
Hann er fæddur 14. desember
1894 á Svarfhóli í Súðavíkur-
hreppi. Byrjaði hann til sjós 15
ára gamall á áraskipi í ögur-
nesi með Bjarna Einarssyni. Var
í Ögurnesinu þrjár vertíðir, eina
vorvertíð og tvær haustvertíðir.
Til ísafjarðar fór hann 1910.
1912 ræðst hann sem háseti á
togarann Jón forseta, og síðar
fór hann á togarann Rán. Fór
síðan út til Danmerkur til að
sækja Sigurð I., þá nýsmíðaðan,
sem síðar varð frægur undir
nafninu Gotta. Þar næst er hann
á Kára með Magnúsi Magnús-
syni, fyrsta formanni Bylgjunn-
32