Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Qupperneq 37
hans, Magdalenu. Þessi hjón
settu sinn svip á Vesturbæinn
á langri ævi, en þar bjuggu þau
allan sinn búskap. Þau áttu því
láni að fagna að ná háum aldri,
njóta lífsins og hvors annars.
Þau sáust oft á göngu saman,
einkum eftir að hann hætti sj ó-
mennsku, bæði bein í baki, virðu-
leg og prúð eldri hjón.
Kristján á föðurætt sína að
rekja til dansks manns og al-
nafna, sem ungur fluttist til Is-
lands (Skagastrandar) í byrjun
nítjándu aldar og ílengdist hér.
Hann virðist ekki hafa farið er-
indisleysu út til Islands, ef miðað
er við niðj a hans, sem eru þekkt-
ir og velmetnir borgarar, sem
ekki þarf að kynna.
Mestöll afkoma Vesturbæinga;
Reykjavíkur og reyndar alls
landsins hefur byggzt á sjó-
mennsku, og á eftirstríðsárunum
1920 til 1930 var hún að segja
má eina bjargráðið. Það var því
engin furða að Kristján byrjaði
snemma að stunda sjó og fór svo
á sjómannaskólann, enda þótt
önnur störf, ekki jafn gróf og
hin ofsafengna togaraveiði var
á þeim árum, hefðu ef til vill
verið eðlilegri, en í honum rann
sjómannablóð og auðvitað var
þessi leið valin. Hann sigldi sem
háseti ungur að árum í fyrra
stríði, fór á Sjómannaskólann og
hefur verið lánsamur skipstjóri
um árabil. Sama er að segja frá
þeim öðrum störfum, sem hann
hefur innt af hendi, þeim hefur
hann einnig skilað með sæmd.
Virtur og metinn af undir- og
yfirmönnum, enda hvers manns
hugljúfi. Hann hlaut ungur lífs-
fönmaut, sem hann í dag mundi
kjósa sér á ný eftir fimmtíu ára
reynslutíma, ef um nýja sjóferð
væri að ræóa. Hann mundi ekki
vilja skipta um stýrimann. Þetta
eru meðmæli með konu hans,
sögð af honum sjálfum. Þessi orð
hans lýsa sennilega báðum þess-
um hjónum betur en öðrum er
fært að gera.
Heiil og hamingja fylgi þeim
á ókomnum árum.
GuSfinnur Þorbjörnsson.
VlKINGUR
Löndun og
dreifing
á ferskum fiski
Erindi flutt í
Ríkisútvarpinu
24. júní1971
MEÐ ÞVÍ að þetta erindi mitt
er einskonar framhald af erindi
er ég flutti í Ríkisútvarpið þann
27. maí s. 1., tel ég rétt að rifja
upp meginatriði þess erindis.
Meginatriði erindis míns 27.
maí voru eftirfarandi:
í fyrsta lagi sú staðreynd, að
þjóðir sem verða að byggja af-
komu sína að mestu á útflutningi
einnar framleiðslugreinar, í
þessu tilfelli Islendingar, allt að
80% á sölu sjávarafurða á er-
lendan markað, væri lífsnauðsyn-
legt að sú framleiðsla yrði að
svo miklu leyti er unnt væri í
bezta gæðaflokki.
Með því móti næðust tvö veiga-
mestu atriðin, eftirspurn er-
lendra kaupenda og hærra verð
fyrir hverja framleidda einingu.
I framhaldi af því taldi ég og
tel að það sé meira um vert, að
framleiðslueining sé af beztu
gæðum þótt um minna heildar-
magn væri að ræða. Bezt er að
slíkt geti farið saman.
I öðru lagi ræddi ég síðan um
þá alkunnu og geigvænlegu stað-
reynd, að frá því fiskurinn er
veiddur lifandi úr sjónum og þar
til hann er fullframleiddur og
metinn til útflutnings hrakar
gæðum hans svo, að oft reynist
ekki nema minni hluti fram-
leiðslunnar bezta gæðavara.
I þriðja lagi sýndi ég framá
þá raunverulegu staðreynd að
fiskurinn hlyti því að tapa gæð-
um sínum frá því hann er inn-
byrtur í veiðiskip lifandi og þar
til hann er fullunninn til út-
flutnings.
Ennfremur gat ég þess, að um
þetta væri ekki unnt að saka
neinn sérstakan aðila heldur
þyrfti að koma til fyrirkomu-
lagsbreyting á meðferð og
geymslu fisks bæði á sjó og í
landi, við löndun fisksins, flutn-
inga hans sem hráefnis o. s. frv.
I fjórða lagi ræddi ég þá stað-
reynd, að ekki væri málinu bjarg-
að þótt fiskurinn væri kældur
og lagður í kassa um borð í veiði-
skipum, ef sturtað væri svo á
flutningatæki úr kössunum við
löndun og síðan sturtað af þeim
farartækjum í geymslur fisk-
vinnslustöðva, enda þótt hann
væri kældur aftur þar.
Niðurstaða sú er ég dró fram
um notkun kassa var að sú notk-
un væri það alger, að í fyrsta
lagi væri fiskurinn lagður í kassa
um borð í veiðiskipi. Þeim kössum
væri síðan landað án þess að
hreyfa fiskinn úr þeim þar til
hann væri unninn í fiskvinnslu-
stöðvum.
Framansagt voru eins og áður
segir meginatriði úr erindi mínu
þann 27. maí s. 1., en þau var
nauðsynlegt að rifja upp vegna
erindis míns nú.
I svona stuttum erindum er að
sjálfsögðu ekki unnt að gera ýtar-
lega grein fyrir svo veigamiklu
máli og hér er rætt um heldur
benda aðeins á höfuðatriði, sem
gætu ef til vill vakið víðtækari
umræður og vonandi einhverjar
jákvæðar aðgerðir.
Þá er komið að þeim atriðum
er ég nefndi þetta stutta erindi
sem sé „löndun og dreifing á
ferskum fiski“.
Til þess að gera grein fyrir
þessu máli mínu með réttri ár-
legri atburðarás tel ég rétt að
hefja það miðað við byrjun vetr-
arvertíðar.
Á því tímabili er leyfilegt að
landa fiski óslægðum, sem nánar
er kveðið á um í gildandi reglu-
gerð. Þá hefur aðalveiðiaðferðin
verið og mun sennilega verða
áfram — þorskanetin — að
minnsta kosti þegar nokkuð líð-
ur frá áramótum og fram yfir
miðjan maímánuð.
37