Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Qupperneq 47
Þingið telur nauðsynlegt sam-
fara undirbúningi útfærzlu land-
helginnar, að þegar verði hafizt
handa um skipulegar sjómælingar
og kortlagningu hafsbotnsins út
fyrir yztu mörk landgrunnsins og
gerð verði sérkort af veiðislóðum
allt í kringum landið, íslenzkum
fiskimönnum til hagræðis.
Þingið telur að koma verði upp
varanlegu staðarákvörðunarkerfi,
sem fullnægi nútímaþörfum allra
skipstjórnarmanna, sem staddir
eru á hafsvæðinu við Island.
Þingið beinir því þess vegna til
viðkomandi opinberra aðila, að
þeir láti kanna strax hvaða stað-
setningarkerfi uppfylla nútíma
kröfur og reynast hagkvæm í
byggingu.
Samningamál
Miðvikudaginn 15. des. 1971
var boðað til fundar með Lands-
sambandi ísl. útvegsmanna, lagð-
ar voru fram kröfur sjómanna.
Kröfurnar voru lítið ræddar og
varð að samkomulagi að leggja
deiluna fyrir sáttasemjara ríkis-
ins.
Til 1. fundar boðaði sáttasemj-
ari 18. des. og voru lagðar fram
kröfur sjómanna sem voru í stór-
um dráttum, sem hér segir: Að
form kauptryggingar yrði annað,
en tíðkast hefur, að hún yrði fyr-
ir einn mánuð og uppgjör færi
fram eftir hvern mánuð annað-
hvort með tryggingu eða hlut.
Allir yfirmenn væru fríir við
löndun, og að yfirmenn héldu
kauptryggingu á meðanþeirværu
bundnir útgerðinni vegna ráðn-
ingarsamnings síns. Við slys,
skuli greiða að lágmarki tveggja
mánaða kaup, að menn hefðu frítt
fæði, að helgarfrí verði tryggt, að
á togskipum sem stunda botn-
vörpuveiðar að mestu allt árið
VlKINGUK
Félags
mála
opnan
fari uppgjör fram eftir hvern
túr, þegar ís er framleiddur um
borð þá fái vélstjórar auka-
greiðslu fyrir að gæta ísvéla, að
slysa og örorkubætur verði 2.5
millj., þegar unnið er við land þá
breytist vinnutími til samræmis
við lög og samninga þeirra sem í
landi vinna, lenging á hvíldar-
tíma vélstjóra, úr 6 í 8 klst., þeg-
ar unnið er við viðgerðir, að
fastakaup hækki í sama hlutfalli
og kauptrygging, að greitt sé
fæði, þegar menn eru í landi og
eru á launum hjá útgerðinni, að
gengið verði frá uppgjörsformi
eins og samþykkt var á síðasta
ári, að viðmiðunarupphæðir til
greiðslu í lífeyrissjóði hækki til
jafns við kauptryggingu, að
greiðslur til sjúkra- og orlofs-
heimilasjóðs hækki til jafns við
aðrar hækkanir, fella skal niður
viðmiðunarreglur, samkvæmt
gömlu mælingareglunum og taka í
í notkun nýju mælingareglurnar,
greitt verði fyrir einstaka róðra,
að endurskoðuð verði gjaldeyris-
reglugerð sú sem gilt hefur, sér-
stakur samningur verði gerður
fyrir þau togskip sem stunda þær
veiðar að mestu allt árið, að yfir-
mönnum sé greitt fyrir að annast
hinn síaukna tækjabúnað, sem
er í brú, að lokum endurskoðun á
leyfisveitingum síldarsjómanna,
sem stunda veiðar á fjarlægum
miðum. Það, sem hér hefur ver-
ið talið, voru aðalkröfurnar,
margt af þessu hafði ekki annað
en áminningargildi, en annað
hafði verulegar kauphækkanir í
för með sér.
Á þessum fyrsta fundi voru
skipaðar nefndir til að vinna
að málunum fram til næsta fund-
ar. Annar fundur með sáttasemj-
ara var haldinn 28. des. kl. 1600
og nokkru síðar mætti til fund-
arins sjávarútvegsráðherra. Stóð
þessi fundur fram til kl. 0400
þann 29. des. og var annar fund-
ur boðaður kl. 1600 30. des. Á
þennan fund kom sjávarútvegs-
ráðherra og var allan þennan
fund þar til samningar höfðu tek-
izt að morgni 31. des. á níunda
tímanum. Undirskriftum var lok-
ið rétt fyrir kl. 1000 og fóru menn
af fundi misjafnlega ánægðir, en
flestir þó fegnir því, að samning-
ar skyldu takast. Greidd voru at-
kvæði um samningana sameigin-
lega og féllu atkvæði á þessa leið:
já sögðu 338, nei sögðu 63 og
ógildir voru 11 seðlar.
Þegar þetta er ritað er ekki
búið að prenta samningana en bú-
ist er við að um 20. febr. verði
prentun samninganna lokið.
Samningar standa yfir við út-
gerðir kaupskipa og aðeins hefur
verið rætt við togaraeigendur, en
ekkeii; samkomulag orðið um
breytingar á þeim samningum og
er ekki gott að segja um fram-
vindu þeirra viðræðna. Einnig
standa samningar yfir fyrir yfir-
menn á ms. Sandey og fleiri
samningar eru óstaðfestir, eftir
er t. d. að semja fyrir menn á haf-
rannsóknaskipum.
Menn geta svo eftir vild borið
saman það sem farið var fram á
í bátakjarasamningunum og það,
sem fram gekk.
Gott væri að fá bréf frá mönn-
um um þau mál, sem mönnum er
helzt í huga; það er alltaf gott að
fá ábendingar frá starfandi
mönnum um það, sem þeir telja
að þurfi að laga, hvort heldur er
um kaup, kjör eða aðbúnað
manna um borð, eða eins og fyrr
segir um þau mál, sem menn
álíta að þurfi lagfæringar við.
Ingólfur Stefánsson.
47