Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Side 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Side 3
Líkan þetta gerði Páll Ragnarsson, fulltrúi siglingamálastjóra, af Iandgrunnsstöplinum. Á því sést greinilega hversu landgrunnið raunverulega er lítið og hvernig snar dýpkar, þegar út frá landinu kemur, einkum austan og sunnan við landið. — Þess má geta, að Loftur Bjarnason, útgerðarmaður, hefur gefið báðum stýrimannaskólunum svona líkan, svo að verðandi stýrimenn og skipstjórar geti kynnst okkar veigamikla landgrunni. Samstöðu um útfœrslu landhelginnar fagnað ÞAÐ var ánægjuleg stund, þegar fregnir bár- ust af einróma samþyJckt alþingismanna um að færa út fiskveiðilögsöguna á þessu ári. Mcð samþykktinni ættu síöustu hindrunum að vera rutt úr vegi fyrir algjörri samstöðu í landhelgismálinu. Ráðamenn þjóðarinnar og diplómatar hafa á undanfömum mánuðum öt- ullega unnið að því að kynna málstað okkar meðal erlendra þjóða og reynt að ná samning- um við þær þjóðir, sem útfærslan bitnar einna harðast á. Hversu þær umræður hafa gengið er lítið um vitað opinberlega. Fregnir utan að bera þó með sér, að lítill skilningur svokallaðra „vina“ okkar erlendis sé á málinu. Alvarlegar viðskiptabannsþvinganir virðast vera í upp- siglingu samfara strákslegum yfirlýsingum um alls lconar hótanir af freklegustu gerð. Okkur Islendingum ætti því að vera Ijóst, að framundan em alvörutímar og áreiðanlega hörð barátta. 1 þessu máli megum við ekki láta bugast héldur skal bökum saman snúið og mál- staðurinn varinn svo lengi sem stætt verður. Skiptir þá ekki máli, þótt frænckir okkar á Norðurlöndum eða „vinimir“ í Vestur-Evrópu þokist um set úr tengslum við okkur. Aðgerðir okkar beinast eingöngu að því að vernda fiskstofninn í sjónum, svo að íslenzka þjóðin verði ekki svipt lifsviðurværi sínu og möguleikum til að lifa í eigin landi. Með þjóð- um, sem ekki skilja þessi sannindi, og er reynd- ar sama um hvort fisJcur syndir í sjó eða ekki, eigum við enga samleið. — Ö. S. VlKINGUR 3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.