Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Page 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Page 36
Hjónin Lára og Kristján Schram á gullbrúðkaupsdegi sinum ásamt börnum og tengdafólki. Gullbrúðkaup Hinn 30. október sl. áttu þau hjónin Kristján og Lára Schram 50 ára giftingarafmæli og „brúð- urin“ 75 ára afmæli. Vinir, ætt- ingjar og afkomendur þessara heiðurshjóna komu saman í Tjarnarbæ þennan dag í tilefni þessa merkisviðburðar í lífi þeirra. Þetta hóf í Tjarnarbæ er eftir- minnilegt þeim, sem þar voru. Þar fór saman ágæt veizlustjórn Jóns Guðmundssonar, mennta- skólakennara (sem er systurson- ur afmælisbarnsins), prútt fólk, sem var samstillt að gera dag- inn ánægjulegan án hjálpar Bakkusar, og síðast en ekki sízt hin látlausa en virðulega reisn hjónanna Láru og Kristjáns. Þarna voru saman komnir í það minnsta fjórir ættliðir hins margumtalaða Vesturbæj araðals og afkomenda hans auk margra annarra ágætismanna, alls 150— 160 manns, til þess að hylla heiðursgestina, og margir þökk- uðu þeim fyrir góða vináttu, gestrisni og alls konar fyrir- greiðslu og þá einnig hina sér- stöku hjartahlýju, semþessi hjón hafa haft gnótt af til eigin af- nota og þá einnig til að veita samferðafólki sínu eldra og jmgra hlutdeild í. Þessi hjón eru ekki aðeins inn- fæddir Vesturbæingar, heldur geta þau bæði rekið ættir sínar þangað. Þau eru bæði það þekkt að óþarft er að kynna þau fyrir lesendum en þykir þó rétt að gera það að nokkru. Brúðurin, Lára Jónsdóttir, er dóttir hjónanna Jóns Þórðarson- ar, skipstjóra frá Gróttu, ög konu hans Vigdísar Magnúsdótt- ur frá Miðseli. Faðir hennar, Jón Þórðarson, dó langt um aldur fram frá konu og fimm börnum í ómegð, en móðir hennar, Vigdís, kom börn- unum upp, ekki aðeins upp úr grasi eins og kallað var þá, held- ur til varanlegs þroska, og hafa þar farið saman mikill dugnaður hennar og góður efniviður í börn- unum, enda eru þau öll þjóð- kunnir borgarar, en þau voru: Guðrún, gift Guðmundi skip- stj óra Þorsteinssyni. Þau bjuggu allan sinn búskap á Vesturgötu í gamla húsinu foreldra Guðrún- ar, og hjá þeim var Vigdís til dauðadags. Guðmundur skip- stjóri og aflakóngur, kenndur við Skallagrím, Reykjaborg og Reyki. Jón Otti skipstjóri, vel þekktur fyrir happasæla skip- stjórn, karlmennsku og glæsileik. Ásta ráðherra- og sendiherrafrú, ekkja Bjarna Ásgeirssonar frá Knarrarnesi. Einnig kennd við Reyki í Mosfellssveit. Lárci er yngst sinna systkina og hefur aldrei flutzt af fæðingarlóð sinni, aðeins í annað hús á sömu lóð nokkra metra frá þeim stað sem vagga hennar stóð fyrir 75 árum. Öll þessi systkini eru eins og fyrr segir þekktir borgarar og hafa lagt sitt af mörkum til við- halds V esturbæ j araðalsnaf ninu, sem að vísu mun ekki neitt sér- staklega gamalt, sennilega á svip- uðum aldri og þau hjón. Kristján er sonur Ellerts Schrams, skipstjóra, og konu VlKINGUR 36

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.