Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Side 31
Núverandi stjórn Bylgjunnar talið frá vinstri: Þórir Hinriksson, ritari, Halldór Hermannsson, formaður og Jónas
Björnsson, gjaldkeri.
Stofnun Bylgjunnar
Þann 16. október árið 1921
gengu skipstjórar á ísafirði til
þinghús bæjarins sem þá var og
stofnuðu stéttarfélag, sem þeir
gáfu nafnið Bylgjan.
Þessir skipstjórar, sem flestir
eru nú horfnir á fund feðra
sinna, og sumir þeirra gengu
þangað á öldum Ægis, voru síðar
löngu þjóðkunnir afla og at-
hafnamenn, sem byggðarlög hér
á Vestfjörðum, og þjóðin öll
stendur í mikilli þakkarskuld
við.
Skipstjórnarmenn þeir sem í
þessum félagsskap eru, hafa
verið aðalmáttarstólpar atvinnu-
lífsins á Vestfjörðum.
Undir þeim hefur verið
komið á hverjum tíma hvernig
afkoma fólksins er á sjó og í
landi.
í þessu félagi hafa mennirnir
mótað og sameinað skoðanir sín-
ar og hrundið þeim í framkvæmd,
eftir því sem hugur þeirra hef-
ur staðið til. Þess er óskandi að
Bylgjan megi verða þess umkom-
in í framtíðinni eins og hingað
VlKINGUR
til að varða veginn í þýðingar-
miklum málum, félagsmönnum
sínum til hagsbóta og jafnframt
öðrum landsmönnum.
Æviágrip stofnenda Bylgjunnar,
sem enn eru á lifi.
Sölvi Asgeirsson
Er fæddur 14. nóvember 1893 í
Bolungavík. Hann byrjaði til
sjós innan við fermingu eða 13
ára gamall og réri í Skötufirði
á árabátum í nokkur ár.
Síðan fór hann á Sóley með
Guðmundi Júní bróður sínum, en
hann var einnig einn af stofn-
endum Bylgjunnar.
Stýrimaður var Sölvi um tíma
hjá Guðmundi, en hann lærði
stýrimannafræði 1921 í Hnífsdal
hjá Ingimari Bjarnasyni. Hann
byrjaði sem skipstjóri á ísafold
frá Flateyri, er þar næst skip-
stjóri á smærri og stærri bátum.
Þá tók hann við skipstjórn á
Sverri 26 tonna bát, sem Edin-
borgarverzlun átti og var á hon-
um á línuveiðum. Var hann síð-
an skipstjóri óslitið á ýmsum bát-
um fram til 1960. Til sjós er
hann því um 35 ár. Hann vinn-
ur ennþá fullan vinnudag allt
upp í 11 tíma á dag.
Sölvi giftist árið 1928 Fann-
eyju Annasdóttur og eignuðust
þau 8 börn. 6 þeirra eru á lífi.
Arni Magnússon
Er fæddur 28. júlí 1894. Hann
byrjaði til sjós 11 ára gamall á
skakbát sem Geysir hét. Þar
sagði hann að hefði verið hunda-
líf. Mannskapurinn heimtaði
hver sitt fiskstykki upp úr
sama pottinum. Ef það stóðst
ekki mátti búast við hinu versta,
því að í þá daga var lífsbaráttan
hörð og menn margir hverjir
hrjúfir og hranalegir. Þó sagðist
hann hafa átt hauk í homi. Það
var Halldór heitinn Sigurðsson,
sem var stýrimaður um borð, en
hann hélt hlífiskildi yfir ungum
og óhörðnuðum dreng. Halldór
Sigurðsson varð síðar lengi einn
af traustustu félagsmönnum
31