Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 31
Núverandi stjórn Bylgjunnar talið frá vinstri: Þórir Hinriksson, ritari, Halldór Hermannsson, formaður og Jónas Björnsson, gjaldkeri. Stofnun Bylgjunnar Þann 16. október árið 1921 gengu skipstjórar á ísafirði til þinghús bæjarins sem þá var og stofnuðu stéttarfélag, sem þeir gáfu nafnið Bylgjan. Þessir skipstjórar, sem flestir eru nú horfnir á fund feðra sinna, og sumir þeirra gengu þangað á öldum Ægis, voru síðar löngu þjóðkunnir afla og at- hafnamenn, sem byggðarlög hér á Vestfjörðum, og þjóðin öll stendur í mikilli þakkarskuld við. Skipstjórnarmenn þeir sem í þessum félagsskap eru, hafa verið aðalmáttarstólpar atvinnu- lífsins á Vestfjörðum. Undir þeim hefur verið komið á hverjum tíma hvernig afkoma fólksins er á sjó og í landi. í þessu félagi hafa mennirnir mótað og sameinað skoðanir sín- ar og hrundið þeim í framkvæmd, eftir því sem hugur þeirra hef- ur staðið til. Þess er óskandi að Bylgjan megi verða þess umkom- in í framtíðinni eins og hingað VlKINGUR til að varða veginn í þýðingar- miklum málum, félagsmönnum sínum til hagsbóta og jafnframt öðrum landsmönnum. Æviágrip stofnenda Bylgjunnar, sem enn eru á lifi. Sölvi Asgeirsson Er fæddur 14. nóvember 1893 í Bolungavík. Hann byrjaði til sjós innan við fermingu eða 13 ára gamall og réri í Skötufirði á árabátum í nokkur ár. Síðan fór hann á Sóley með Guðmundi Júní bróður sínum, en hann var einnig einn af stofn- endum Bylgjunnar. Stýrimaður var Sölvi um tíma hjá Guðmundi, en hann lærði stýrimannafræði 1921 í Hnífsdal hjá Ingimari Bjarnasyni. Hann byrjaði sem skipstjóri á ísafold frá Flateyri, er þar næst skip- stjóri á smærri og stærri bátum. Þá tók hann við skipstjórn á Sverri 26 tonna bát, sem Edin- borgarverzlun átti og var á hon- um á línuveiðum. Var hann síð- an skipstjóri óslitið á ýmsum bát- um fram til 1960. Til sjós er hann því um 35 ár. Hann vinn- ur ennþá fullan vinnudag allt upp í 11 tíma á dag. Sölvi giftist árið 1928 Fann- eyju Annasdóttur og eignuðust þau 8 börn. 6 þeirra eru á lífi. Arni Magnússon Er fæddur 28. júlí 1894. Hann byrjaði til sjós 11 ára gamall á skakbát sem Geysir hét. Þar sagði hann að hefði verið hunda- líf. Mannskapurinn heimtaði hver sitt fiskstykki upp úr sama pottinum. Ef það stóðst ekki mátti búast við hinu versta, því að í þá daga var lífsbaráttan hörð og menn margir hverjir hrjúfir og hranalegir. Þó sagðist hann hafa átt hauk í homi. Það var Halldór heitinn Sigurðsson, sem var stýrimaður um borð, en hann hélt hlífiskildi yfir ungum og óhörðnuðum dreng. Halldór Sigurðsson varð síðar lengi einn af traustustu félagsmönnum 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.