Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Side 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Side 12
Af unnarslóð bréf frá Jóni Steingrímssyni. Dakar 19. nóvember 1971. Ritstjóri góður, Guðmundur Jensson! Nú er liðið nærfellt ár síðan ég lofaði að senda þér eitthvað frétt- næmt. Letin hefur samt haft yfir- höndina hingað til, þótt ég reyni að afsaka mig vegna hita og raka á þeim slóðum, sem við siglum á nú. Við vorum þó á svalari leið- um í vor og fyrri hluta sumars og fengum jafnvel þriggja sóiar- hringa stórviðri fyrir norðan Azoreyjar á leið til V-Indía, sem er óvenjulegt á þeim breiddar- gráðum og þeim árstíma. Þótt þessum hressilegu vindum tækist að knúsmala málningaflekann okkar, áorkuðu þeir ekki að hrófla við pennaleti minni. Nú þegar kominn er vet- ur og ég farinn að hakka í mig fisk á íslenzkan máta (kem að því seinna), fer loksins að losna um blekið í penna mín- um. Er það ekki svona sem menn eru að velta fyrir sér orsök og af- leiðingu og fara svo að bolla- leggja hin hinztu rök? Eftir nokkurt kruss á Karíba- hafi, með viðkomu á vissum sælu- eyjum, var haldið beint til svört- ustu Afríku og svo þaðan til Italíu og m. a. skoðaðar furður í Feneyjum. Satt að segja fannst mérþað furðulegasta, að sjá fólk- ið, sem flykktist þangað, þetta voru hippíar og auðkýfingar og allt þar á milli. Það var ekkert áberandi hvað borgin var á hraðri leið að sökkva en það mátti vel greina listaverkin þrátt fyrir allan dúfnaskít. Nú loksins á að hefjast handa til þess að verja borgina skemmd- um. (The Times 11. nóv. 1971). Signor Mario Ferrari-Aggradi fjármálaráðherra, hefur fullyrt, að fé að upphæð 250,000 milljón lírur (£166 milljón), verði út- vegað til þess arna. Það er ætlun- in að loka lóninu, sem umlykur borgina, með öflugum görðum til þess að varna flæði í stórstreymi en hafa samt þrjú hlið svo hægt sé að tempra vatnsborðið. Þá verður hætt að dæla öllu grunn- vatni úr brunnum í námunda, en að áliti sérfræðinga er það orsök- in fyrir sigi borgarinnar. Verk- smiðjur á meginlandinu verða þá að afla sér vatns annars staðar. Enn er Adríahafið eftirsótt til sjóbaða en nú finnst mér nokkuð vera farið að bera á mengun. Það er allskonar brak á floti þarna fyrir botninum og beint undan strönd Lido, sem eitt sinn var einskonar Copa Cabana Adría- hafsins. Það sem var þó meira áberandi á þessu langa hafi, voru hvítir plastpokar sem möruðu í kafi á yfirborðinu. Fyrst vissi ég ekki hvað þetta var, en eina skýr- ingin, sem hlýtur að vera á þessu, er sá fjöldi stórra ferja, sem flyt- ur ferðafólk daglega milli Italíu, Júgóslavíu og Grikklands. Fólkið frá einræðislöndunum notar tæki- færið að verzla í Italíu fyrir sjálfa sig og aðra og á leiðinni heim þarf að pakka þessu upp úr verzl- unarpokunum og koma fyrir í töskum og pinklum. í hugsunar- leysi er svo pokunum fleygt í sjó- inn. Frá Feneyjum var haldið til Galatz eða Galati í Rúmeníu, sem er á bökkum Dónár, 80 sjóm. frá ósum. Einhver Ameríkani skrif- aði ekki alls fyrir löngu að Dóná væri orðin eins og skólpræsi. Það er nú full djúpt tekið í árinni og það held ég að fólkinu finnist líka sem býr þar á bökkunum, því þangað sækir það neyzluvatn sitt í skjólum og virðist dafna vel. I þessu sambandi skal ég geta þess, að mér ofbauð alveg við dvölina í Antwerpen í vor. Við lágum við bryggjuna sem er á bakka Schelde, rétt fyrir ofan efstu flóðgáttina inn í dokkurnar, þar sem ávaxta og línuskip liggja oft. Skolpræsisdaunninn var þar svo óskaplegur, að manni lá við köfn- un, og það var eins hvort sem það var flóð eða fjara. Miðborgin er ekki alls fjarri og viti menn, fnykinn mátti greina alla leið þangað. Eg ætlaði nú reyndar ekki að fara að tala um mengun, það eru nógir aðrir til þess og ekki veitir af. Vitaskuld er hún mest í þétt- býlinu en eins og fólk er nú smám saman að komast upp á lagið með að þrífa sjálft sig, (sbr. lúsina), hlýtur hópþrifnaður umhverfis- ins að vera næsta skrefið. Mér fannst hann Heyérdal, þarna í fyrra, þegar hann barst yfir haf- ið á sínum bast-drasl-báti, ásamt einni olíubrák, gera full mikið úr því. En eins og ég sagði áður, veitir víst ekki af áróðrinum til þess að fólk rumski. Það er gizkað á af óljúgfróðum mönnum að um 7 milljónir smálestir af allskonar olíu gloprist í sjóinn árlega af ýmsum orsökum. Samt sem áður siglum við um höfin, flengjum sjóinn út og suður og sjáum að- eins örsjaldan vott af olíu. Hundaþúfumenn gera sér heldur vart grein fyrir víðáttum hafs- ins. Svo við snúum okkur nú aftur að Rúmeníu. Þegar siglt er upp Dóná er fyrst farið um því sem næst 30 sjóm. skurð, nokkuð beinan, sem er fær hafskipum. Fljótið sjálft greinist þarna á flatlendinu í ótal krókóttar kvísl- ar. Þegar kemur upp fyrir skurð- inn tekur sjálft fljótið við í ein- um ál, breitt og djúpt en hæðótt 4 VlKINGUR 12

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.