Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Side 30
Frumkvöðlar ISylgjunnar
Á sl. ha-usti voru 50 ár liðin frá stofnun SJcipstjóra-
og stýrimannafélagsins Bylgjunnar á Isafirði.
Þessa merJcis atburöar rmnntist Báröur JaJcobsson
hér í blaöinu nolcJcru síðar. Nú hefur oJcJcur teJcizt
að fá noJcJcrar myndir af forustumönnum og stofn-
endum félagsins ásamt æviágripum stofnenda
félagsins, þeirra sem enn eru á lífi. í fyrstu stjórn
félagsins áttu sæti Magnús Magnússon formaöur;
Benediot Jónsson, ritari; Guömundur ÞorláJcur
Guðmundsson, fékirðir og varaformaöur Halldór
Sigurðsson. Myndir af tveim síðastnefndu höfum
við eJcJci náfj í.
Kylgjfm
fimmtíu ára
eftir Guðmund Inga
Kristjánsson
Vestfirðingar voru lengi
vaskir menn að stunda sjó.
Bóndi hver í góðu gengi
glaður þorsk á færi dró.
Þá var sælt að sækja og hlaða.
Silfurbjarma sló á far
afkomunnar undirstaða,
afli sá, er dreginn var.
Síðar, þegar þjóðin byggði
þorpin sín, í lengd og bráð
það sem viðgang þeirra tryggði,
það var skip og sjómannsdáð.
Veiðifang um vík og eyri
vaxa sást í skjótum svip.
Landið þurfti fleiri og fleiri
fiskimenn og stærri skip.
Mörg þótt vél og voldug tækni
vinni margt og létti spor,
enn er samt hinn fimi, frækni
fiskimaður gæfa vor.
Enn skal sækja, enn skal hlaða,
eins við krana og færiband
er þó lífs vors undirstaða
afli sá, er berst á land.
Enn í sumum sævarferðum
sverfur að og reynir á.
Hvílir þyngst á þeirra herðum
þar sem fyrir eiga að sjá.
Þeir sem bera veg og vanda
velja mið og stund í senn,
skulu fyrir skipum standa:
skipstjórar og stýrimenn.
Vanda sinn þeir vissu lengi,
vissu eins og hugsjón manns
borin fram í félagsgengi
færir stein úr götu hans.
Síðan félag sitt þeir reistu,
sem við minnumst hér í kvöld
margan vanda með því leystu,
margan glöddu í hálfa öld.
Samábyrgðin, sem þeir fundu,
svona var að starfi gjörð,
er þeir félagsbaggann bundu,
Bylgjan reis við Skutulsfjörð.
Skipstjórum hún skyldi vera
skilningstré og félagssál
og til vaxtar áfram bera
útgerðar og stéttarmál.
Síðan hefur Bylgjan borið
bjartan fald og risið hátt,
rýmri stakka stundum skorið
stórra mála flutning átt.
Gaf hún margt í gleði og önnum
gerði vel og fékk sitt hrós,
færði sínum félagsmönnum
feginsmál og vitaljós.
Magnús Magnússon
fyrsti formaður Bylgjunnar.
Benedict Jónsson
fyrsti ritari Bylgjunnar.
VlKINGUR
30