Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Síða 15
Undir bryggj unni sést þá í ótal
eintrjáninga, sem eru á hraðri
leið burtu. Þetta skeður helzt í
myrkri. — I stórri verzlun í landi
keypti ég í grandaleysi nokkur
jólakort; þegar ég kom út, voru
þau horfin. — Umboðsmaðurinn
okkar missti sjónvarpstækið af
heimili sínu þegar stór rúða var
brotin og tækið hirt.
Refsing fyrir þjófnað er heng-
ing opinberlega, sama hvort stol-
ið er 1 £ virði eða 1000 £. Fólk
hefur gaman af að horfa á heng-
ingar, sennilega lítil samúð með
klaufa, sem lætur komast upp
um sig. Það er fjölmennt við
svona athafnir og myndast mann-
þröng. Þá eru einmitt mestu upp-
gripin hjá vasaþjófunum.
Það er komið við í Dakar í
hverri ferð til þess að taka vistir.
Höfnin er afar stór og þangað
koma líka mörg fiskiskip. Við
olíubryggjurnar er sami sóða-
skapurinn og í Las Palmas.
Johann Pedersen, stór og mikill
skipper frá Skagen, sem talar
skemmtilega józku, kom í heim-
sókn í Dakar seinast og færði
okkur væna öskju af stórri og
góðri rækju, sem var mjög Ijúf-
feng. Hann er með rækjubát sem
sheikinn í Kuwait á. Það er einn
af 400 bátum, sem er í eigu hans
og margir þeirra eru að veiðum
við Afríku. Þeir hafa sérstaka
bylgju til að talast við á en Grikk-
irnir, sem eru á hinum bátunum,
kæra sig ekkert um að miðla Jóa
af því sem þeir vita. Hann kemst
vel af án þeirra og finnur sína
rækju sjálfur í lítið leitartroll,
setur út bauju, þegar hann vérður
var og fer svo að toga. Jói segir,
að Fransararnir frá Senegal elti
sig og byrja að toga, þegar hann
er búinn að finna miðin, auk þess
steli þeir baujunum. Það er ann-
ar hvítur maður á, norskur vél-
stjóri eða tæknifræðingur, sem
getur lagfært allt sem bilar. Svo
eru 5—7 negrar, sem hjálpa til
við veiðarnar. Rækjan er eitt-
hvað verkuð og síðan fryst í
-h40°C. Meðalveiði telur hann
vera 2l/% tonn á 19 dögum. Þessu
er skipað beint um borð í flutn-
VÍKINGUR
ingaskip í Dakar og flutt til
U. S. A.
Jói hefur dágóð laun eða 500$
fast á mánuði, sem hann getur
sent heim og lagt á banka, svo
hefur hann 18$ á tonn og 8% af
sölunni í U. S. A. auk annarra
smáhlunninda.
Skattaspursmálið klárar hann
á þann hátt, að víkja nokkr-
um dölum að viðkomandi skatta-
karli í Dakar og fær út á það
þrælstimplaðar kvittanir fyrir
skatti greiddum í Senegal. Sheik-
inn hlýtur að hafa samið um
veiðileyfi í Sierra Leone, þar veið-
ist rækjan grunnt við Sherbro Is-
land.
Þær eru frægar krabbaveizl-
urnar (kráft-kalas) í Svíþjóð. Á
undanförnum árum hefur fram-
boðið á krabba smáminnkað og
hann hækkað í verði. Þá hafa
menn farið að spara við sig
krabbann, jafnvel svo að notaður
hefur verið aðeins einn á bandi
yfir borðinu en annað til veizl-
unnar ekkert sparað.
Ekkert þurfti að spara í rækju-
veizlunni hans Jóa. Hún fór
virðulega fram á bátaþilfarinu,
undir sólsegli. Menn gerðust teit-
ir og margt var spjallað. Jói sagði
mér af íslenzku síldarskipunum,
sem koma til Skagen. Hann
kvartaði yfir því, að það væri erf-
itt að skilja þessa menn sem
kæmu frá hinni norðlægu eyju.
Gizkaði hann á að það væri ekki
nema einn á hverju skipi, sem
væri nokkurnveginn fær á danska
tungu. Það er af sem áður var,
hér „i den tid“, gátu þó flestir
unglingar bjargað sér á dönsku.
Hverjum á að kenna um, kennur-
um eða nemendum — eða þá að
skólakerfið er breytt.
Þá er bezt að slá botninn í
þetta, sem er orðið mun meira en
ég ætlaði í upphafi. Eins og drep-
ið er á hér að framan, vil ég vekja
athygli á ofveiðinni og ágangin-
um, sem er stöðugt að aukast allt
í kringum Afríku, einmitt nú þeg-
ar við þurfum að vera nógu á-
kveðnir í okkar málum.
Beztu kveðjur.
J. Steingrímsson.
ENGIN KEÐJA
ER STERKARI
EN VEIKASTI
HLEKKURINN
TRYGGING ER
NAUÐSYN
ALMENNAR
TRYGGINGAR
PÓSTHÚSSTRÆTI 9
SÍMI 17700
15
HI