Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 39
um að með því móti væri unnt
að varðveita gæði fisksins mörg-
um sinnum betur.
Ég læt þá útrætt um það tíma-
bil ársins þegar fiski er landað
óslægðum af svokölluðum dag-
róðraskipum eins og það er nefnt.
Hins vegar eiga löndunarstöðv-
ar ekki síður rétt á sér vegna
sumarveiða þótt fiskinum sé
landað slægðum.
Þar á allt hið sama við og
rætt hefir verið um svo sem fisk-
kassa bæði á sjó og í landi, varð-
veizla fisksins í löndunarstöð-
inni, gæðaflokkun hans þar o. s.
frv.
Viðkomandi sumarveiðum sem
að mestu magni undanfarin ár
hefir verið af togveiðiskipum,
hefir skapast sú regla samkvæmt
samningum, að sjómenn eigi svo-
kölluð helgarfrí og leggja þá afla
sinn í land fyrir helgar.
Nú er síður en svo undarlegt
þótt sjómenn óski að verja helg-
um dögum heima hjá sér og er
ekki með þessu deilt á það.
Hins vegar er það aðferðin við
framkvæmd þessa máls, sem ég
vil reyna að draga fram í dags-
ljósið með eftirfarandi:
Það bar sérstaklega á því s. 1.
sumar að veiðiskip lönduðu afla
sínum síðast í viku t. d. föstudög-
um. Fiskvinnslustöðvar þurftu
þá í mörgum tilfellum að nota
svo mikið vinnuafl til þess að
taka á móti fiski og ganga frá
honum, að afköst við vinnslu
fisksins voru meira og minna
lömuð þar til næsta mánudag á
eftir.
N ú vita allir sem til þekk j a að að-
eins við það eittað.takafiskuppúr
veiðiskipi þar sem hann liggur
ísvarinn, endurísa hann síðan í
landi til geymslu rýrir mjög mik-
ið gæði fisksins frá því honum
var landað og þar til hann er
unninn, enda hefur þessi aðferð
reynst hörmuleg en ekki er tími
til þess að lýsa því hér, heldur
er réttara að verja tímanum til
þess að benda á lagfæringar, en
þær lagfæringar geta verið að
minnsta kosti á tvennan hátt.
1 fyrsta lagi, að ef fiskurinn
VÍKINGUR
væri ísvarinn í kössum um borð
í veiðiskipum og honum landað
í kössum og fiskurinn ekki
hreyfður úr þeim þar til hann
er tekinn til vinnslu.
Með þeirri aðferð þarf ekki
að hreyfa fiskinn úr ísnum, sem
veldur ætíð gæðarýrnun, löndun
væri auðveld og húsrými til
geymslu á fiskinum nýttist marg-
falt. Aðeins kæmu þá til greina
í vinnslustöðinni nokkrar endur-
bætur á ísinn, til dæmis yfir
kassa og með fram þeim.
Það leiðir vitanlega af sjálfu
sér, að með þessari aðferð þyrfti
að láta tóma kassa um borð 1
veiðiskipin fyrir næstu veiði-
ferð.
Annað atriði er, að á meðan
þessu nauðsynjamáli er ekki
hrundið í framkvæmd ætti ekki
að hreyfa fiskinn þar sem hann
liggur ísvarinn í veiðiskipunum
fyrr en næsta mánudagsmorgun,
en þá mætti hefja löndun til
dæmis kl. 4 að morgni mánudags,
eða jafnvel fyrr. Sjómenn gætu
fengið sitt helgarfrí eftir sem
áður og til dæmis komið í höfn
á laugardögum.
Þetta er gert í öðrum löndum,
sem leitast er við að viðhalda
gæðum fisksins og menn hafa á
tilfinningunni að fiskur eigi að
vera sem bezt matvara og kost-
ur er á.
Það skal að endingu endurtek-
ið hér að þær aðgerðir sem rædd-
ar hafa verið í þessu erindi eru
fram settar vegna þess stórvægi-
lega atriðis, að fiskur veiddur
lifandi og ferskur skuli ekki vera
nema að hluta bezta gæðavara,
þegar hann er endanlega metinn
til útflutnings.
Á þessu skaðast öll þjóðin ár-
lega um milljón ef ekki milljarða
króna, auk þese að bíða álits-
hnekki á 'erlendum mörkuðum,
en þeir álitshnekkir verða aldrei
metnir fjárhagslega.
Að bæta úr ríkjandi ástandi
svo að gagni verði, hlýtur líka
að vera eina leiðin til þess að
verð á ferskum fiski gæti hækk-
að.
Bergsteinn Bersteinsson.
ÚR ERLENDUM
BLÖÐUM
Mönnum er yfirleitt ljóst að ný-
liðanum í hópi yfirmanna á skipum,
finnst hann vera utanveltu eða milli
steins og sleggju eins og stundum er
sagt. Til þess geta verið ýmsar or-
sakir, svo sem eigið framtaksleysi,
eða skortur á tiltrú yfirboðaranna.
Hvor orsökin fyrir sig er skaðleg
og báðar til samans geta þær, er
frá líður alveg eyðilagt framtaks-
löngun viðkomandi manns. Framtaks-
semi er mönnum misjafnlega í blóð
borin. Oftast er hún fyrir hendi, og
ekki þarf nema litla hvatningu til
þess að örva hana. Haft er eftir
Napoleon, að það væri lélegur her-
maður sem ekki hugsaði sér að verða
herforingi. Þetta er vissulega rétt,
og það er engin skömm að því að
vera metnaðargjarn, sé metnaðinum
haldið innan lieiðarlegra takmarka.
Þeir munu að minnsta kosti fáir, sem
halda áfram eftir fyrstu sjóferðina,
sem hafa ekki einhvern tíma sett sér
það markmið að komast á toppinn.
Enn færri og líklega enginn, sem í
fyrsta sinn tekur að sér yfii-manns-
stöðu, hagar sér þannig, að hann líti
ekki í huganum þangað upp. Og
möguleikinn er fyrir hendi hjá öllum.
Þetta verður að viðurkenna, og það
er að sjálfsögðu gleðiefni.
Nútíma þróun hefir ekki auðveldað
þessa göngu. Það hafa alltaf verið
gerðar miklar kröfur til einstaklings-
ins, og þær hafa ekki farið minnk-
andi. Þó að fyrirmyndimar virðast
breytast, eru þó tvö atriði sem menn
komast aldrei hjá að uppfylla þ. e.
1) að standa vel í stöðu sinni —
og
2) að gera sig hæfan fyrir þá
næstu.
Eigið mat á því, hvemig maður
stendur í stöðu sinni, er að sjálf-
sögðu mjög huglægt og einstaklings-
bundið. Auk þess ekki alltaf víst, að
mælikvarðinn sem notaður er sé rétt-
39