Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Qupperneq 18
færanna, sem framleiða hljóðin,
meðan á hrygningartímanum
stendur sýna að þessi undanfar-
andi hegðun er mikilvægur þátt-
ur í afkvæmamynduninni.
Ef til vill væri hægt að sanna
þetta með hlustunartilraunum í
sjónum á hrygningarsvæðum ýs-
unnar.
Hafa ber í huga að þær upp-
lýsingar, sem fengizt hafa við
rannsóknir í geyminum byggjast
á tiltölulega fáum fiskum í litlu
vatnsmagni. Það er því ótíma-
bært að slá því föstu að tilhuga-
líf eigi sér stað við sjávarbotninn.
FYRSTA RANNSÓKNIN
Dr. B. B. Rae, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Hafrannsókna-
stofnunarinnar í Aberdeen, sagði
að þetta væri í fyrsta skipti í
sögu hafrannsóknanna, sem menn
hefðu getað fylgst með hrygn-
ingu. Þó sagði hann, að á þessu
stigi mætti ekki draga of miklar
ályktanir af þessari tilraun.
Ljóst hefur verið um langt
skeið að hrygning sjávarfiska
er bundin við ákveðin hafsvæði
og vissar árstíðir.
Þar til fyrir stuttu héldu menn
að hrygning flestra fiska væri
fremur slembilukkukennd og
frjóvgun eggjanna væri háð
fjöldamörgum skilyrðum og því
ákaflega tilviljanakennt hvað úr
þeim kæmi. Fyrstu bendinguna
um að þetta er ekki alltaf svo,
fengu menn fyrir nokkrum árum
við rannsókn á hrygnandi þorski
í fiskabúri í Cullercoats nálægt
Tynemouth. Þar sannaðist að
karl og kvenfiskur para sig sam-
an. Á líkan hátt á þetta sér stað
hjá ýsunni að viðbættri hljóð-
myndun og ástarleikjum, eins og
frá er skýrt í greininni.
FRJÓSEMI EGGJA
Svo vir'ðist sem náinn félags-
skapur milli karl- og kvendýrs-
ins sé miklu almennari meðal
sjávarfisJca en gert hefur verið
ráð fyrir til þessa. Slíkt samband
tryggir að miklu hærra hlivtfall
þeirra eggja, sem gotið er,
frjóvgast stuttu eftir hrygningu.
Þetta staðfestir rannsóknin í
fiskabúrinu í Aberdeen, en þar
kom fram mjög hátt frjóvgunar-
hlutfall eggjanna, eins og fyrr
lcemur fram í þessari grein.
Þó að enn hafi ekki verið sannað
að hegðun ýsunnar og frjósemi
hennar sé hið sama úti í fríum
sjó, þá er enginn vafi á því að
miklu færri egg farast vegna ó-
frjósemi en haldið hefur verið
til þessa.
Þetta er mjög mikilvægt spor
til betri skilnings á breytingum
þeim, sem eiga sér stað í fisk-
fjölda frá ári til árs, og ná-
kvæmari ákvörðunar á ástandi
fiskstofna.
Rannsóknirnar í Aberdeen
hafa einnig sýnt fram á, að ýsan
hrygnir ekki öllum eggjum sín-
um í einu heldur smám saman á
tímabili, sem tekur yfir minnst
tvær vikur. Sh'k vitneskja og
þekking á hreyfingu hins hrygn-
andi fisks uppá við í sjónum
er ákaflega þýðingarmikið við að
öðlast skilning á lífsferli ýs-
unnar og annara fiska, og er ef
til vill grundvöllur undir því sem
vitað er um í sambandi við torfu-
myndun fiska og hegðun þeirra
gagnvart veiðitækjunum.
Þá er þekkingin á hljóðunum,
sem fiskamir gefa frá sér á
hrygningartímanum ekki ein-
ungis mikilsvert atriði fyrir vís-
indamenn heldur kann einnig að
hafa mikilsvert gildi fyrir fisk-
veiðar.
Hegðun og hrygning ýsunnar í
fiskabúri er einnig þýðingar-
mikið rannsóknarefni í sambandi
við uppeldi og ræktun sjávar-
fiska.
Það er mjög uppörvandi fyrir
vtsindamenn, sem fást við rann-
sóknir á uppeldi fiska t eldis-
stöðvum að vita það, að hægt er
að ala upp fiska, sem hrygna á
svipuðu eða meira dýpi en ýsan,
svo sem kola og þorsk, og láta þá
hrygna í fislcabúrum.
Þýtt úr World fishing.
örn Steinsson.
Hrœðileg
sjóferð
Sjóferð, sem hófst á mjög venju-
legan hátt, en lauk með skelfi-
legri martröð fyrir slcipverja og
farþega.
Hinn 13. marz árið 1841 sigldi
ameríska skipið,,WilliamBrown“
frá Liverpool til Philadelphia
undir stjórn skipstjóra að nafni
Georges L. Harris. Skipið var
seglskip (fullrigger) byggt í
New York og hafði siglt ótal
margar ferðir um Atlantshafið.
„William Brown“ þræddi hina
fjölförnu leið niður Merseyfljót
hlaðið kolum, salti, leir og járni.
Hinir 65 farþegar urðu kvíða-
fullir við að sjá dimmu skýja-
bólstrana, sem svifu yfir óróleg-
um sjónum, en gerðu sér enga
grein fyrir þeim hræðilegu
hörmungum, sem þeir áttu í
vændum.
Fyrstu tuttugu og þrjá dag-
ana í sjó barðist skipið áfram
með rifuðum seglum í stormi og
látlausum rigningaskúrum. Loks
þegar veðrið skánaði gafst hin-
um þrem yfirmönnum þess og
sautján hásetum örlítill tími til
þess að hvílast. En svarta þoka
umlukti skipið svo ekki varð séð
útfyrir borðstokkinn.
Skömmu fyrir miðnætti 19.
apríl, þar sem hið 660 tonna skip
sigldi með 8 til 10 hnúta hraða
í þokunni, leyndist fjallhár ís-
jaki fyrir framan það. Varðmað-
ur hrópaði: „ísjaki beint fram-
undan!“ Og næstum áður en til
VlKINGUR
18