Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Qupperneq 49
FRAMHALDSSAGAN
„MARY DEARE“
eftir Hammond Innes.
„Einmitt það?“
Rödd hans hljómaði óþægilega
þurr og sargandi í kyrrðinni, og
í sama mund barst okkur til eyrna
úr fjarlægð yfir öldurnar hróp
um hjálp — örvæntingarfullt og
langdregið óp.
Patch reif árina af mér og fór
að róa aftur.
„Ef þér hafið löngun til, getið
þér stokkið fyrir borð og synt,
eins og vesalings þorparinn
þarna“.
Hann benti með höfðinu yfir
vinstri öxlina og í því heyrðum
við ópið á ný og í þetta skipti
kom ég auga á svarthært höfuð og
tvo handleggi, sem teygðu sig í
áttina til okkar.
„Hjálp!“
Patch reri áfram, án þess að
anza hrópinu.
„Hafið þér hugsað yður, að láta
hann drukkna?" spurði ég og
beygði mig áfram í von um að
rödd mín gæti vakið neista af
meðaumkun hjá honum.
„Þetta er Yules“, svaraði hann.
„Látum Higgins um að bjarga
honum“.
„0g Mike?“ sagði ég. „Hvað
um Mike ?“
„Hann bjargar sér sjálfur. Sá
bátur mun ekki sökkva.“
Hann tók hvert áratogið af
öðru, og líkami hans gekk fram
og aftur. Ég sat þarna og horfði
á meðan hann reri í burtu frá
manninum. Hvað annað gat ég
gert. Ég var úr axlarliðnum og
minnsta snerting olli mér mikl-
um sársauka, enda vissi hann
það.
Hvað Griselda snerti mundi
hann hafa rétt fyrir sér; aðeins
afturhlutinn var skaddaður, en
framhlutinn var vatnsþéttur, —
og Higgins mundi „fiska“ Yules
upp.
VlKINGUR
Nú hafði hann komið jullunni
út og reri burt frá Griselda með
löngum og jöfnum áratogum.
Yules lá kyrr í sjónum og beið
rólegur eftir að Higgins kæmi til
bjargar honum, en hann leit öðru
hvoru um öxl og mér varð ljóst,
að það vorum við, sem hann var
að gá að, en ekki maðurinn í sjón-
um.
Ég gat ekki gert mér grein
fyrir, hve fjarri okkur Higgins
var, en ég sá Yules lyfta annarri
hendinni og heyrði hann hrópa:
„Alf, ég er hérna!“
Orðin heyrðust greinilega í
kyrrðinni og þokumistrinu og allt
í einu fór hann að synda æðis-
lega; handleggir hans lömdu
sjávarflötinn og hann spyrnti
með fótunum.
En Higgins hélt róðrinum
þegjandi áfram og leit ekki við
manninum. Hann reri með reglu-
legum áratogum og óhugnanleg-
um krafti, svo að sjórinn hvítfyss-
aði um stefnið, í eltingarleiknum
við okkur.
Hann lét Yules drukkna! Að
lokum kom langdregið og ör-
væntingarfullt óp frá Yules og
svo varð þögn.
Ég fékk ógleði og sneri mér að
Patch.
„Þeirra julla er stærri en okk-
ar,“ var hið eina, sem hann sagði
um leið og hann herti í'óðurinn,
náhvítur í andliti, og svitadropar
stóðu á enni hans.
Mér rann kalt vatn milli skinns
og hörunds þar sem ég sat stirður,
og ég gleymdi sársaukanum um
stundarsakir.
Eftir þetta beindi ég allri minni
athygli að jullunni, sem elti okk-
ur. Ennþá heyri ég brakið í
ræðunum hjá Higgins og sé Patch
fyrir mér, með stirðnaða andlits-
drætti, hamast við róðurinn.
Hann beit á jaxlinn af sársauka,
þegar blöðrurnar í lófum hans
sprungu og árahlunnamir lituð-
ust blóði.
Eitt sinn var Higgins innan
við fimmtíu metra frá okkur, en
bátur Higgins var stærri og
þyngri en okkar, bar 5—6 manns,
svo að hann dró ekki meir á okk-
ur, þrátt fyrir sína miklu líkams-
orku.
Þokunni létti með kvöldinu svo
að stjörnubjart varð.
Nýmáninn varpaði annarlegri
birtu á sjávarflötinn og við sá-
um að Higgins hélt eltingarleikn-
um áfram.
Andartak lagði Patch upp ár-
arnar og tókst að kippa hand-
leggnum í axlarliðinn. Það var
mikill léttir fyrir mig, þegar það
var afstaðið og ég tók aðra árina
og reri með annari hendinni.
Mér tókst að halda í við hann,
því hann var orðinn örþreyttur.
Svona dömluðum við alla nótt-
ina með stefnu eftir áttavitanum.
Undir morgun tók að hvessa.
Skyggnið minnkaði og við misst-
um sjónar af Higgins. Sjólagið
versnaði og öðruhverju slettist á
bátinn.
Morgunverðurinn okkar var
þrjár sukkulaðiplötur; helmingur
þess, sem við áttum eftir.
„Hvað eigum við langt eftir?“
stundi ég upp. Patch leit á mig.
Hann var líkastur vofu í framan
og augun innfallin.
„Ég veit það ekki“, hvíslaði
hann.
„Það er komið vesturfall, við
fáum meðstraum næstu tíu
tíma. Það hlýtur að fara að stytt-
ast“.
Varla hafði hann sleppt orðinu,
þegar þokan skall yfir okkur. Við
heyrðum brimsog og sjólagið
breyttist. Allt í einu sáum við
49