Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Side 33
Frá vinstri: Helgi Benediktsson, sem gerður var að heiðursfélaga Bylgjunnar, Ólafur K. Júliusson og Kristján Ásgeirsson.
VÍKINGUR 33
fjörð. Lagt var upp í Ishús á
Hvammstanga þar til sláturtíð
byrjaði, en um veturinn var Helgi
með Ingólf fyrir Loft. Svo var
hann með Kára frá Langeyri,
fyrir Þorvarð og Sigurð, á færa-
fiskiríi og rekneta.
Helgi Benediktsson hætti sjó-
mennsku 1950. Rak verzlun í 9
ár og eftir það vaktmaður hjá
Eimskip þar til hann vistaði sig á
Hrafnistu þar sem hann dvelur
nú.
Kristján Ásgeirsson
skipstjóri, fæddur á Hvítanesi við
Isafjarðardjúp, 23. sept. 1899.
Foreldrar Ásgeir Einarsson og
Halldóra Pétursdóttir.
Ásgeir drukknaði 7. jan. 1905.
Þá fluttist Kristján að Eyri við
Skötufjörð, til Einars Þorsteins-
sonar og konu hans, Sigrúnar
Baldvinsdóttur, og var þar til 17
ára aldurs.
það svo vel, að Helga bauðst
Sverrir, sem Axel Ketilsson átti,
og var með hann nokkuð lengi.
Svo tók hann Eggert Ólafsson,
sem Hálfdán Hálfdánsson átti,
og var skipstjóri á honum lengi.
Halfdán var heiðursmaður og lík-
aði Helga vel við hann, eins og
við þá framantöldu Óskar og
Axel.
Nú fluttist Helgi alveg til
Reykjavíkur til að taka stærri
bát, sem var Arthur Fanney, á
síldveiðar, og var lagt upp í Hrís-
ey, en stutt varð í þessu, þar sem
hún var seld. Næst var það Hösk-
uldur, sem Helgi tók fyrir Óskar
Halldórsson á þorsk- og rekneta-
veiðar. Var Helgi með bátinn um
tveggja ára skeið, þá brotnaði í
honum vélin og varð að leggja
honum á Siglufirði. Seinna var
hann seldur Steindóri Hjaltalín,
að Helga minnir.
Næst tók hann Svan fyrir Loft
Loftsson á reknet norður á Mið-
þess hafa þau alið upp sonar-
dóttur sína.
Helgi Benedihtsson
Hann er fæddur á Dönustöð-
um í Laxárdal, Dalasýslu, 29. okt.
1893. Fluttist til Bolungavíkur
árið 1900. Hóf róðra á árabát með
Hirti Sæmundssyni 1910. Svo hjá
Elíasi Magnússyni á mótorbát í 3
ár og reri þá á Skagaströnd á
sumrin.
1915 kenndi Ólafur Kárason
nokkrum til pungaprófs, sem svo
var kallað, og lauk Helgi því
prófi. Voru þá fyrstu stóru bát-
arnir að koma til ísafjarðar og
réðist hann á Leif hjá Guðmundi
Þorlákssyni, en nokkru síðar til
Þorsteins Eyfirðings á Sóleyna.
Nokkru síðar fór Helgi til
Reykjavíkur og réðist þá á fyrsta
bátinn, sem hann fór með skips-
stjórn á, var það Mínerva, sem
Óskar Halldórsson átti, og gekk