Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Qupperneq 10
Hagnýting
fiskimiðanna
innan
landhelginnar
eftir Jóhann Kúld.
Erindi flutt í þættinum
„Yið sjóinn44
Markmið okkar Islendinga með
útfærslu landhelginnar í 50 mílur
frá grunnlínum, er að varðveita
hina ýmsu fiskistofna á miðun-
um kring um landið, og sjá um
að þeir fari ekki minnkandi, held-
ur haldi stærð sinni að vexti
gegnum árin. Með þessum aðgerð-
um er verið að undirbyggja stöðu
okkar sjávarútvegs og fiskiðnað-
ar. En án arðbærrar fiskútgerðar
og fiskvinnslu yrði erfitt að lifa
nútímalífi hér á landi í komandi
framtíð. Þetta er sjónarmið, sem
fjölmargar þjóðir skilja, að sé
lífsnauðsyn fyrir okkur. En um
leið og við túlkum þetta réttlætis-
mál þá gerir það þá kröfu til okk-
ar, að við hagnýtum fiskimiðin og
fiskistofnana í samræmi við þetta
yfirlýsta markmið okkar, sem er
vemdun og viöhald fiskistofn-
anna. Gerum við það ekki, þá er-
um við ósamkvæmir sjálfum okk-
ur, en það væri sama og að rífa
i burtu undirstöður þess húss,
sem við værum að smíða. Orð og
gerðir mega hvergi stangast á í
þessu máli. Slíkt skaðar málstað
okkar. Við verðum að sýna í
verki, að yfirlýst markmið okkar
með útfærslu landhelginnar, sé
varðveizla fiskistofnanna á fiski-
miðum landgrunnssvæðisins og
skipuleggja okkar fiskveiðar í
samræmi við það. Þetta leggur
okkur ýmsar skyldur á herðar
sem við höfum reynt að komast
hjá að axla til þessa. I fyrsta lagi,
ber okkur skylda til að fyrir-
byggj a betur en nú er gert dráp á
fiskseiðum og ungfiski á upp-
eldisstöðvum. í þessu sambandi
þarf að láta fara fram rannsókn á
því, hvaða veiðarfæri gera mest-
an skaða á ungfiski innan land-
helginnar. Síðan verður að tak-
marka eða banna alveg, notkun
slíkra veiðarfæra, allt eftir því,
hvað slík rannsókn leiðir í ljós.
Við mundum segja um bónda,
sem slátraði unglömbum sínum á
vorin í stað þess að bíða til
hausts, að hann væri ekki með
fullu viti. En sama gildir um ung-
fiskinn og unglömbin. Ekkert
minnsta vit er í því að veiða hann
í stórum stíl. Við verðum að vera
ábyrgir fyrir því á öllum tímum,
að nægjanlega mikið magn af
fiski hvers stofns nái kynþroska-
aldri. Gangi hrygning stofnsins
saman, þýðir það minnkun hans.
Því meiri sem hrygningin er
hverju sinni, því meiri líkur eru á
því, að hrogn og ungseiði bjarg-
ist frá tortímingu í það stórum
stíl, að stofninum sé borgið.
Móðir náttúra er það gjöful í
lífsviðhaldi sínu, að ef unnið er
í samræmi við lögmál hennar, þá
á öllu að vera óhætt, þó inn á milli
komi ár, þar sem lífsskilyrði ung-
seiðanna eru svo slæm, að mikið fer
forgörðum. Útfrá þessu sjónar-
miði ætti alltaf að friða ákveðinn
hluta hrygningasvæða ár hvert.
Gerum við það, þá erum við að
undirbyggja framtíðina. Að gera
það ekki, en eyða í þess stað öllum
hrygningarfiski sem til næst
hverju sinni, það er að kunna ekki
fótum sínum forráð. En slíkt leið-
ir jafnan til ófarnaðar.
1 öðru lagi er okkur sá vandi á
höndum nú, að við getum sýnt
öðrum þjóðum svo ekki verði deilt
um, að við séum menn til þess að
fara svo með fiskafla okkar bæði
um borð í veiðiflotanum, svo og á
vinnslustöðvum í landi, að til fyr-
irmyndar sé, fyrir aðrar þjóðir.
Á þessu hefur verið nokkur mis-
brestur undanfarin ár, hvað
þorsknetaveiðar áhrærir, sem
stafar af of mörgum netum lögð-
um í sjó, sem menn geta ekki
komizt yfir að draga aftur sama
daginn. Við þessar aðstæður kem-
ur talsvert af skemmdum fiski á
land, og sé afli það mikill, að tæp-
lega hafist undan í landi, þá er
fyrst reynt að.bjarga undan þeim
fiski, sem er gott hráefni og verð-
ur þá skemmdi fiskurinn oft orð-
inn enn verri en þegar hann kom
á land, þegar loks er hægt að
vinna hann. Skipstjórar sumir
halda því fram, að þeir fái meiri
fisk með því að draga ekki netin
daglega, og getur það vafalaust
verið rétt undir sumum kringum-
stæðum. Þessi skoðun ýtir undir
óhóflega netanotkun flotans, þar
sem tonnafjölda aflans er haldið
á loft, án þess að minnst sé á
gæði hans. En að koma með
skemmdan fisk að landi daglega
vegna ofmikillar netanotkunar og
beita þessum veiðiaðferðum við
þorskstofn, þar sem sóknin á
stofninn er orðinn í algjöru há-
marki, það er glæpsamlegt at-
hæfi, sem hvergi er þolað nema
á íslandi. Og það skulu menn gera
sér ljóst, að undir núvei’andi að-
stæðum, þegar við þurfum á öll-
um stuðningi og samúð annara
þjóða manna að halda, í sam-
bandi við útfærslu landhelginnar,
þá vinna þorsknetaveiðarnar
gegn málstað okkar í því formi,
sem þær hafa verið reknar. Þessu
þarf að kippa í lag. Mér hafa oft
komið í hug orð útlendingsins,
sem ég hitti á Laugaveginum í
fvrravetur á vertíðinni og stöðv-
aði mig með svofelldum orðum:
„Gnð hiálni vkkur Islendingum,
ef að bið haldið lengi svona áfram
að veiða með þorskanetnm". Þessi
Islandsvinur var að koma hér af
Suðurnesjum í einni aflahrot-
unni, og það sem hann sá þar
gekk svo fram af honum, að hann
gat ekki orða bundizt, þegar hann
hitti mig.
Við getum jú sagt, að þetta
komi okkur einum við og að er-
lenda menn varði ekkert um,
hvernig við högum veiðum okkar
innan landhelginnar. Þó þetta sé
vafalítið lagalega rétt, þá er það
siðferðilega rangt. Því þjóð. sem
vísvitandi skemmir að nokkrum
hluta þau matvæli sem hún er að
YlKINGUB
10