Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Side 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Side 54
 Þýtt eftir Norsk Maskintidende Hallgr. J. Kuwait ,,Sindbad“ var í Kuwait fyrir nokkru, og hafði í hyggju að rita um það sem fyrir augun bar. En nú hefur útsendur blaðamaður frá „Sjöfartstidende", B. A. Böstrup gjört þetta svo miklu betur en ég hefði getað gert, svo að ég læt mér nægja að endur- taka hugleiðingar hans fyrir les- endur blaðsins, með smá úrfell- ingum. „Með nýju gervi-eyjunni um 16 km frá ströndinni utan við Mina al-Ahmadi getum við af- greitt allt að 500,000 lesta skip. Hingað til hafa þó aðeins 325 þúsund lesta skip notfært sér afgreiðslu þar. Með tímanum ger- um við ráð fyrir að miklu stærri skip sæki um að fá þar af- greiðslu“. Það er fulltrúi Kuwait Oil Co., sem gefur blaðamanni N. H. og S. T. þessar upplýsingar, er hann sýnir honum hafnarmannvirki í Mina al-Ahmadi og nærliggjandi olíu-borunarsvæði. Gervi-eyjan var tekin í notkun í febrúar á síðastliðnu ári, og hafa einkum risa-olíuflutninga- skipin verið afgreidd þar, en hin minni skipin verið afgreidd við tvær stóru olíubryggjurnar inni við Mina al-Ahmadi, sem er aðal útskipunarhöfnin í Kuwait. Þess- ar tvær olíubryggjur eru reynd- ar meðal þeirra stærstu sinnar tegundar í heimi. Gervieyjan er sérstaklega at- hyglisverð fyrir Noreg með hlið- sjón af athugunum sem nú fara fram þar til þess að ná í land olíunni úr norska landgrunninu. Olíueyjan Sjálf eyjan er stórt flothylki 160x138 fet, og 6 fet á hæð. Ht frá flothylkinu eru svo bryggj- ur fyrir festingar. Eyjan sjálf hvílir á styklum (fótum) þ. e. sterkum stálpípum, sem eru 6 fet í þvermál efst. Á hverri hlið eyj- unnar eru 6 hleðslubómur, sem tengdar eru olíuleiðningum skip- anna, þegar olíu er dælt í þau. Eftirlitsturn er á sjálfri eyjunni og í honum dvalarstaðirfyrirfólk, radíóbúnaður, drykkjarvatns- geymar, auk stjórnklefa. Dýpið þar sem eyjan er staðsett, er 90 fet eða um 27 metrar, og út frá henni er siglingarenna með sama dýpi, þar til meira dýpi tekur við í flóanum. Hægt er að lesta 15,000 tonn af olíu á klukkustund, og má því af- greiða 326,000 lesta olíuflutn- ingaskip á um það bil 29 kl.st. Er olíunni dælt um leiðningar, sem eru 48 þuml. í þvermál og liggja á sjávarbotni. Auk þess er 20 þumlunga leiðning fyrir neyzlu- olíu (bunker oil) og flytur hún um 800 tonn á kl.st. (jjoiul og goofus náttúra Frá náttúrunnar hendi hefur Kuwait fengið, ekki eingöngu hin feikna miklu olíuauðæfi í jörðu, heldur eru þau líka svo auðveld til nýtingar, bæði um vinnslu og flutning um leiðslur til hafnarinnar. Olíuævintýrið hófst þarna árið 1934, þegar Kuwait Oil Co. var stofnað með British Petro- leum Company og Gulf Oil Cor- poration sem hluthafa. Félagið fékk einkarétt á að leita að og vinna olíu í landi Kuwait. I maí 1962 gaf félagið sjálfviljugt eftir um helming þess svæðis, sem upprunalegir samningar voru um, og árið 1967 voru þar að auki 1012 ferkílómetrar gefnir eftir, gekk þetta land aftur til ríkisins. Fyrstu boranirnar voru fram- kvæmdar 1936—37, en báru ekki árangur. Frá 1938—42 voru bor- aðar 8 nýjar holur, þar sem olía fannst. Vegna ófriðarins var framkvæmdum frestað, en 1946 hófst hin mikla olíuvinnsla fyrir alvöru, og voru þá unnar 800,000 lestir. Síðan hefur olíuvinnslan aukist þarna með undra hraða, og í lok ársins 1969 voru ekki færri en 609 olíulindir virkar. Hin miklu olíusvæði, sem fund- VÍKINGUR 54

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.