Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Qupperneq 20
biðjast fyrir. Nóttin var hræði-
leg-.
Það fór að rigna með vaxandi
vindi. Hásetar hættu að róa, en
tóku til við austurinn. Rhodes
rauf þögnina einu sinni, er hann
spurði Holmes hvort hann gæti
stýrt, þegar hann kvað svo vera,
lét Rhodes hann taka við stýrinu.
Það rigndi eins og hellt væri úr
fötu, og vatnið náði uppundir
borðstokk, allir kepptust við að
ausa nema Rhodes, aðframkomn-
ir af kulda og vosbúð. Þegar
hann sá að ekki hafðist undan,
þreif hann blikkkrús og byrjaði
einnig að ausa. Hann hamaðist
við eins og óður maður í tvær
klukkustundir, en þegar hann
sá að austurinn var árangurs-
laus, kastaði hann krúsinni úr-
vinda frá sér og hrópaði í ör-
væntingu. „Þetta gengur ekki!
Guð hjálpi mér! Hásetar léttið
bátínn !“
öll andlitin náföl og blaut
störðu skelfingu lostin á hann
augnablik, þegar annað hróp dró
að sér athygli allra, og hin ör-
væntingafulla skipun Rodes
gleymdist. Neglan í bátnum hafði
losnað úr neglugatinu og sjór
flæddi þar inn í bátinn.
Holmes háseti greip exi í flýti,
hjó til aðra neglu, kom hénni
í gatið og skipaði að halda áfram
austrinu. En það rigndi lát-
laust og stöðugt hækkaði sjórinn
í bátnum, hvernig sem hamast
var.
Aftur rauf Rhodes þögnina, og
austurinn stöðvaðist ósjálfrátt.
Rödd hans var nú ekki eins of-
boðskennd og áður, en undarlega
hljómlaus og ósveigjanleg: Pilt-
ar! Þið verðið að byrja! Gerið
skyldu ykkar!“
Holmes klöngraðist með erf-
iðismunum aftur í og þeir Rho-
des töluðust við í hálfum hljóð-
um. Holmes kinnkaði kolli lítil-
lega, tróð sér síðan frameftir
bátnum, þar sem matsveinninn
svertingi Murray að nafni, jós
nú enn af ákafa, hvíslaði að hon-
um, en Murray yppti öxlum og
hristi höfuðið. „Komdu" sagði
Holmes svo allir heyrðu, „það
verður að gerast.“ Murray hlýddi,
og þeir ýttu sér framar í bátinn,
að farþeganum Owen Riley sem
með starandi augum sá þá stefna
á sig.
„Stattu upp Riley.“ Riley greip
bólgnum höndum um borðstokk-
inn og starði á Holmes orðlaus.
„Vinsamlega standið upp hr.
Riley."
„Stattu upp maður“, sagði
Murray lágri röddu.
Riley hristi höfuðið, en hreyfði
sig ekki. Holmes þreif til hans
og reyndi að draga hann á fætur.
„ísabel, hjálpaðu mér“ kallaði
Riley, en það var dóttir hans sem
Holmes hafði bjargað á síðustu
stundu frá sökkvandi skipinu. „í
guðs nafni, biddu þá að hlífa
mér.“ Kvenfólkið greip höndum
um andlit og grét. Karlmennirnir
horfðu starandi á Murray, er
hann reif Riley lausan, þar sem
hann hélt dauðahaldi í borðstokk-
inn, en þá tókst honum að grípa
dauðahaldi utanum Holmes og
hrópaði „frú Edgar, frú Edgar!
segið þeim að hætta þessu!“
Murray tókst að skilja mennina
að, hélt höndum Rileys, en Hol-
mes þreif í belti hans að framan
og aftan, lyfti honum upp fyrir
borðstokkinn og fleygði honum
æpandi í sjóinn.
Hásetarnir réru í ofboði í
burtu, árarglamrið, grátur og
kvein farþeganna yfirgnæfðu
neyðaróp mannsins.
„Guð minn góður! Ég á konu
og þrjú börn, hlífið mér þess-
vegna!“ George Duffy, sem lá í
hnipri frammi í bátnum og hafði
þaðan horft á Riley drukkna,
fann að gripið var í sig og hon-
um lyft upp. „Látið mig vera.“
„Það er tilgangslaust Duffy,
þú verður að fara líka.“ Með út-
breiddan faðminn, til að taka af
sér höggið, steyptist hann í sjó-
inn.
Charles Conlin hafði setið við
hlið Duffys. Þegar hann fann
hönd Holmes grípa axlir sér
brosti hann blíðlega, til að koma
sér í mjúkinn hjá honum og sagði
vandræðalega, „ég er viss um að
þú hlífir mér vinur.“
„Jú, Charles þú verður að fara
líka.“ Næstum afsakandi, og án
frekari mótspyrau fleygðu þeir
honum fyrir borð.
Þegar Holmes ætlaði að grípa
í James Black, sem hélt utan um
konu sína, kallaði Rhodes hásri
röddu þar sem hann sat við stýr-
ið „nei, láttu hann vera, ekki
aðskilja hjón!“ Holmes starði á
stýrimanninn um stund, yfir axl-
ir örvæntingarfullra farþeganna,
gegnum rigningarúðann, því næst
snéri hann sér að James Mc Avoy.
„Bíðið,“ æpti Mc Avoy. „Veit-
ið mér fimm mínútur til að biðj-
ast fyrir!“ Óþolinmóður fór
Holmes að toga í manninn, en
Murray lagði svarta hönd sína
á brjóst honum og beið. Þegar
tíminn var útrunninn stóð Mc
Avoy skjálfandi á fætur og kast-
aði sér útbyrðis. Hann synti ein-
beittur frá bátnum og hvarf fljót-
lega.
„Holmes! Piltar! Ef þið hlífið
mér til morguns, fáið þið fimm
pund!“ kallaði Francis Asken
milli systra sinna, sem héldu í
hann dauðahaldi.
„Við erum ekki að biðja um
peninga!“
„Hlustið á mig!“ sagði Fran-
cis, „ef okkur hefur ekki borist
hjálp við dagsbirtu í fyrramálið,
vörpum við hlutkesti, og ef það
fellur í minn hlut, varpa ég mér
útbyrðis með glöðu geði.
Án þess að svara togaði Hol-
mes Askin á fætur, en Murray
losaði tök ofsahræddra systr-
anna eins gætilega og unnt var.
Á meðan Holmes var að koma
Askin útfyrir, rifu systumar sig
lausar úr greipum Murrays og
köstuðu sér á eftir bróður sínum,
sem þær höfðu ákveðið að fylgja
í dauðann.
Holmes og Murray fikruðu sig
aftur eftir bátnum, John Welsh,
Robert Hunter, Tomas Nugent,
James Todd, John Wilson, James
Smith og Martin Mc Avoy urðu
(fórnardýr þeirra) að fara fyrir
borð og drukkna áður en Holmes
var ánægður með hleðslu bátsins.
I birtingu, og þó báturinn færi
nú betur í sjó í öldunni sem fór
20
VlKINGUR