Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Side 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Side 11
Jóhann J. E. Kúld. framleiða, hún er að grafa í sund- ur undirstöðuna, undir því áliti, sem henni er lífsnauðsyn á að njóta, jafnt inn á við sem út á við. Að láta fisk kafna í netum, vegna þess, að ekki er vitjað um þau í góðu sjóveðri, það er að skemma vísvitandi gott hráefni, sem hægt væri að framleiða úr fyrsta flokks matvæli, en gera það í þess stað, að lélegri vöru. Og í versta tilfelli að eyðileggja það til matvælaframleiðslu. Slík- ar aðfarir sem ég hef gert að um- talsefni hér að framan, þær eru í algjörri andstöðu við yfirlýsta stefnu okkar, um verndun fiski- stofna og skynsamlega hagnýt- ingu þeirra innan landhelginnar. Hér er þvert á móti um óskyn- samlega hagnýtingu að ræða, þeg- ar svo mörgum netum er beitt við þorskveiðar að ógjörlegt er að draga þau öll úr sjó sama daginn, þó að gott sjóveður sé. Að haga þannig veiðum vísvitandi, það ætti að varða við lög, og þarf að gera það. Þá er ein hlið enn á þessu máli, og hún er sú, sem snýr að sjó- mannastéttinni og þeim tekjum, sem hún ber úr býtum, þegar mik- ið kemur á land af gölluðu og skemmdu fiskhráefni frá þorska- netaveiðunum. Skemmdi fiskur- inn frá netaveiðunjun er um fjölda ára búinn að vera hemill á allt nýfiskverð hér á landi. Á meðan fiskgæðin frá þessum veiðum okkar eru lakari og í VlKINGUR engu samræmi við fiskgæði ná- granna okkar svo sem Færeyinga og Norðmanna frá sömu veiðum, þá er enginn grundvöllur fyrir því að við getum borið líkt hrá- efnisverð og þeir úr býtum, af þessari ástæðu einni saman, þó ekkert væri annað þar í veginum. En um leið og sjómenn gætu sagt: Okkar fiskgæði jafnt frá neta- veiðum sem öðrum veiðum, eru sízt lakari en annara þjóða, þá fyrst er kominn sterkur grund- völlur fyrir betra hráefnisverði. Sjómannastétt með slíkan skjöld til varnar sér, er líka fær um að láta lagfæra aðrar ástæður, sem verka sem hemill á nýfiskverð hverju sinni. Hér er til mikils að vinna fyrir Sjómannastéttina. Þess vegna þarf hún að bindast samtökum um að taka þetta mál í sínar hendur og leysa það svo viðunandi sé, fyrir alla aðila, sem þarna hafa hagsmuni að gæta. Sá vinnslufiskur, sem kemur skemmdur að landi, verður aldrei bættur úr því, hvað sem við hann er gert. Þessi fiskur veitir sjó- mönnum lágar tekjur fyrir mik- ið erfiði. Þetta þurfa sjómenn að gera sér ljóst. Þó ekki væri nema af þessari ástæðu einni, þá er óskynsamlegt að koma með skemmdan fisk að landi. En fleira kemur til — þessi fiskur verður líka alltaf miklu dýrari í hvaða vinnslu, sem hann fer. Hann er seinunnari og vinnulaun við vinnslu hans verða alltaf hærri heldur en þegar góður fiskur er unninn. Verðið, sem hins vegar fæst fyrir afurðir unnar úr göll- uðu og skemmdu hráefni er oft ekki nema brot eða helmingur af því verði, sem fæst fyrir góða eftirsótta vöru. Það ber því allt að sama brunni. Niðurstaða máls- ins verður sú, að við verðum að stöðva að gallaður vinnslufiskur berist á land, því úr honum er unnin verðlág vara, sem erfitt er að selja á mörkuðum. Svo lengi sem núverandi ástand varir þá heldur það niðri lífskjörum okk- ar. Þetta þurfum við að hafa hug- fast. ÚR ERLENDUM BLÖÐUM Þó að Líbería hafi reyndar ekki orðið griðastaður, þar sem þrælar þeir sem hlutu frelsi í Bandaríkjum Norðurameríku gætu setzt að í ætt- landi feðra sinna, hefur landinu þó tekist að verða sér úti um all ríf- legan hluta af lestarrými verzlunar- flota heimsins. Um þetta skrifar N. H. og S. T. nýlega. Verzlunarfloti heimsins var 1. júní 1971 orðinn 358,041,708 T. dw. saman- ber skýrslur sem „Institut fiir See- verkehr Wirtschaft" í Bremen gaf út í byrjun júlí 1971. Eru hér með talin öll skip 300 br. lestir og þar yfir, 29,098 talsins. Tilsvarandi brúttó lestatal þessara skipa var 225,099,879 og 137,997,440 nettó lestir. Yfirburðir Líberíu eru meiri en nokkru sinni áður, eða 63,171,887 T. dw. Þar næst kemur Janan með 41,913-023, Stóra Bretland 40,268,858 og Noregur 34.954,637 T. dw. Þá U. S.A. 22,468,674. Hellas 17,932,110, Soviet ríkin 15,766,099, Þýzkaland 12.831,062 og Panama með 9.808 305 T. dw. Þar á eftir koma: Frakkland, Holland, Svíþjóð, Spánn, Danmörk, öll með yfir 5 milliónir T. dw. Ind- land, Brasilía, Pólland, Jugoslavia, Kípur og Finnland öll með yfir 2 mill- jónir T. dw. Aukning verzlunarskipaflotans í heiminum á tímabilinu maí—iúní var 4,784,932 T. dw., þar af átti Líbería að talið er, 2,131,687 T. dw., Japan 736,592, Stóra Bretiand 532,374 og Noregur 394,089 T. dw. Athugasemd. Þar sem hér að fram- an er minnst á mikla aukningu á skipaflota Líberíu, mun vera um það að ræða, að erlend skipafélög hafi af hagkvæmnisástæðum, fengið skip sín skrásett þar. Að sögn mun eigi alllítill hluti af skipastól iandsins, svo og Panama þannig tilkominn. Þýtt úr Norsk maskintidende dgust 1971. — Hallgr. J. 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.