Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Side 19
hans heyrðist gegnum þokuna,
hafði skipið rekist með stefnið
á jakann með feikna þunga.
Við áreksturinn höfðu skip-
verjar, sem á verði voru olltið
um koll. En Harris skipstjóri
gaf fyrirskipun um að fella segl-
in og manna dælurnar. Einn há-
seta kom æðandi og sagði með
andköfum, að sjór flæddi inn í
skipið gegnum gat á kinnungn-
um. Harris skipstjóri þaut í of-
boði undir þiljur og skildi 1. og
2. stýrimann eftir á verði í
brúnni. Hann varð að hrinda frá
sér hálfklæddum farþegum, sem
urðu fyrir honum á þilfarinu.
Undir bakkanum virti hann
fyrir sér við flöktandi ljós olíu-
luktar skemmdirnar á bógnum
og sá strax að skipinu yrði ekki
bjargað þar sem geysimikill sjór
flæddi inn í það, og að það myndi
sökkva fljótlega.
Skipstjórinn flýtti sér aftur á
stjórnpall, en var stöðvaður á
leiðinni af konu, sem var á leið
undir þiljur í leit að fatnaði
handa fáklæddum konum og
börnum og hrópaði í skelfingu
sinni „skipstjóri hvað eigum við
að gera?“
Hálf utan við sig ýtti hann kon-
unni frá sér og sagði „þú verður
að gera það bezta sem þú getur.“
Þegar hann kom upp á stjórnpall
sá hann að stýrimenn hans voru
að hamast við að koma út björg-
unarbátunum, sem voru tveir,
eins og þeir hefðu getið sér til
um hvers hann hefði orðið vís-
ari um ásigkomulag skipsins.
Parker 2. stýrimaður fór í
minni bátinn ásamt fjórum há-
setum og einum farþega sem
kastaði sér í bátinn í örvæntingu,
og lagði frá skipinu.
Þar sem Rhodes 1. stýrimaður
glímdi við að fá stjórnborðsbát-
inn lausan úr bátsuglunum, flykkt-
ust hinir 64 farþegar að lunning-
unni og ruddust hver um annan
þveran ofan í hann. Þegar bátur-
inn loks komst í sjóinn voru í
honum 31 farþegi og átta háset-
ar ásamt fyrsta stýrimanni í
einni þvögu eins og fé í rétt.
Finnskur háseti Holmes að nafni
brauzt aftur um borð til að
bjarga ungri dóttur ísabel Edgar,
en þau urðu þau síðustu ásamt
einum sem kastaði sér í ofboði
á eftir þeim, sem tókst að kom-
ast frá skipinu.
Þeir farþegar, sem enn voru
um borð þyrptust utanum skip-
stjórann, rífandi í hann og
hrópuðu „skipstjóri“, „skipstjóri
það eru ekki fleiri! Hvað eigum
við að gera?“
Allt í einu heyrðist kallað
„skipstjóri! skipstjóri!“ Var það
rödd Parkers annars stýrimanns
sem hrópaði úr minni björgunar-
bátnum og grátbændi skipstjór-
ann að kasta sér fyrir borð, áð-
ur en það væri of seint, hann
gæti ekki gert meira hvort eð
væri. Það brakaði og brast í þil-
farinu undir fótum Harris skip-
stjóra. Allt í einu hallaðist skip-
ið og sjór flæddi inn á þilfar.
Harris skipstjóri kastaði sér fyr-
ir borð.
Uppi yfir sér heyrðu þeir sem
farið höfðu í flýti og tvísýnu í
litla björgunarbátinn köll þeirra,
sem enn voru um borð í „William
Brown“. Allt blandaðist saman,
hróp um hjálp, ásökunarhróp til
skipstjórans, aðrir hrópuðu til
guðs, og enn aðrir hrópuðu að
nokkrum skipverjanna yrði skip-
að að fara úr bátunum, til þess
að minnsta kosti að rýma fyrir
börnunum.
Enginn svaraði, en Rhodes 1.
stýrimaður, sem sat skjálfandi
aftur í stærri björgunarbátnum
heyrðist tauta, „vesalings fólk-
ið.“ Þið deyið aðeins á undan
okkur.
Æðisgengin örvílnun greip
um sig meðal farþeganna um
borð, þegar skipið allt í einu seig
niður af ísjakanum, hristist og
nötraði stafna á milli og bógur
þess seig dýpra og dýpra í ís-
kaldan sjóinn. Með snöggu hand-
taki hjó Holmes háseti í sundur
fangalínu stærri bátsins og bát-
arnir hurfu hægt út í þokuna,
sem umlukti skipið, sá minni
steypandi stömpum, hinn ramb-
andi á bæði borð af þunganum.
Að lokum heyrðist eins og ör-
væntingarfull stuna út úr þok-
unni, síðan þögn. Bátarnir vögg-
uðu í öldubroti, „Wiliam Brown“
var sokkinn!
Alla nóttina rak bátana í sjón-
máli hvors annars og Harris
skipstjóri var enn ekki ákveðinn,
hvort reyna ætti að ná til Cape
Race á Nýfundnalandi, sem var
í um 200 mílna fjarlægð til vest-
urs eða að láta berast suður á
bóginn, þar sem von var meiri
skipaferða. Klukkan 5 um morg-
uninn nálguðust bátarnir hvorn
annan. Harris skipstjóri talaði
mjög lágt við Rhodes, rétti hon-
um kort og sextant sem hann tók
treglega við, en ítrekaði við skip-
stjórann að taka nokkra farþega
úr stærri bátnum. En Harris
skipstjóri neitaði því.
„Við höfum engin segl“ hvísl-
aði Rhodes ákafur, „báturinn
er flóðlekur og svo hlaðinn og
þungur í sjónum að illmögulegt
er að stjórna honum. Við verð-
um að gera einhverjar ráðstaf-
anir, — varpa hlutkesti. Er þér
ljóst hvað ég á.við?“
„Já.“
„Hvað?“
Harris skipstjóri starði furðu
lostinn (fjarrænum augum) á
stýrimann sinn og sagði —
„Aðeins — sem neyðarúrræði,
Rhodes.“ (Örþrifaráð). Harris
sagði Rhodes að þeir skyldu
fylgjast að upp að strönd Ný-
fundnalands, gaf hásetum fyrir-
mæli um að hlýða Rhodes af-
dráttarlaust, og skipaði síðan há-
setum sínum að róa og hvarf út
í þokuna.
Finnski hásetinn Holmes fór
úr jakka sínum og rétti konu í
bátnum, aðrir hásetar fylgdu
fordæmi hans og gerðu slíkt hið
sama. Síðan tóku þeir að róa.
Farþegarnir jusu. Köld hafgolan
að leik við undirölduna var ekki
nógu sterk, til að dreifa þokunni
sem umlukti þá. Rhodes stýri-
maður sat þögull í skutnum. Eng-
inn sagði neitt.
Holmes háseti útbjó „segl“
með ári og vattteppi, en það
gerði lítið gagn. Fyrsti dagurinn
fór að mestu í að róa, ausa og
VÍKINGUR
19