Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 13
Jón Steingrímsson. landið sést í fjarska. Rússnesku landamærin eru þarna að norðan- verðu, þess vegna eru þarna háir varðturnar með vissu millibiii. Þeir stóðu reyndar auðir og það kom sér vel fyrir þrenninguna, sem við sáum á flótta yfir fljótið og komst heilu og höldnu yfir. Þetta voru 3 villisvín og má geta nærri hvernig vistin er þeim megin. Sulina heitir lítill bær nærri innsiglingunni. Þar var lagst að og embættismenn og vopnaðir hermenn athuguðu skip og áhöfn. Ekki var það nærri eins strangt og í Rússlandi eða A-Þýzkalandi. Við burtförina í bakaleið voru engar tafir. Fyrir ofan Sulina tók við gróðursælt land. Þetta var sólríkan sumardag og sveitasæl- an blasti við eins og maður sá hana í myndabókum í æsku. Það voru hvorki bílar né traktorar til þess að truflakyrrðinaenbúsmal- inn var á beit, hestar, kýr og kindur, geitur, gæsir og svín. End- ur á polli, hundar og hænsni hér og þar og það vantaði heldur ekki köttinn. Það er ekki á hverjum degi sem sjómenn sigla um slík- an dýragarð. Þarna voru líka menn önnum kafnir við að koma sér upp leirkofum með stráþök- um, byggingarefnið var við hendina, sem var leðja og sef framan við hlaðvarpann. Þessi leirbindingshús litu VlKINGUR samt ekkert illa út og virt- ust vera einu íbúðarhúsin þarna á bökkunum. Þessi frum- stæði búskaparmáti leiddi hug- ann að nöktum indjánunum við hið mikla Orinoco-fljót, sem láta sér nægja að reisa þakið úr svip- uðu efni, en þar var ekki þörf á veggjum. Þeir aftur á móti þutu áfram á eintrjáningum með utan- borðsmótora, en karlarnir hér streðuðu og börðu móti straum á róðararbátum, eða drógu þá með- fram bökkunum. Þegar ofar dró fórum við öðru hvoru að mæta stórum flugskíðabátum með rúss- neskum bókstöfum. Þeir munu vera í föstum ferðum milli bæja, en fáir voru farþegarnir. Engir skemmtibátar voru sjáanlegir, sem annars er krökt af á vatna- leiðum V-Evrópu og N-Ameríku. Þó mættum við einkennilegum farkostum, sem er víst eina tæki innfæddra til fljótandi munaðar- lífs. Það voru stórir blá- og dökk- málaðir prammar eða húsbátar, við skulum bara kalla það fljót- andi pakkhús, sem dregin voru af kolakyntum dráttarbátum. Fólk- inu var pakkað í þetta og reyndi það að njóta sólarinnar, en ekki sást það dýfa sér í þótt það væri sundklætt. Ég læt þetta nægja sem dæmi um kyrkinginn fyrir austan tjald. Það var ekki mikið af iðjuverum á þessum spöl, þó voru talsverðar skipasmíðar í bæ sem við fórum hjá. Landbúnaðurinn virtist dafna vel, t. d. eru þeir aflögu- færir á smjör og selja Bretum 10 þús. smál. í ár. Þessa vöru lest- uðum við og sigldum með til London. Næsti farmur voru hraðfryst- ar ertur, sem við lestuðum í Malmö og losuðum þær í Anzio á Italíu, rétthjá Róm. (Égleggekki í að skrifa um Rómaborg, það yrði of langt mál.) Ibúar Rómar flykkjast til Anzio á sumrin til þess að forðast svækjuna og hressa sig á sjóböðum. Ég kynntist Ameríkana, sem er þar á vegum Firestone fyrirtæk- isins. Hann þekkir kunningja okkar, Hilmar Kristjónsson, sem er hjá FAO í Róm. Hann sagði mér, að Hilmar ætti þarna lítinn skemmtibát, sem hann notaði stundum og sagði mér af svaðil- för, sem Hilmar hafði farið suð- ur með landi. Sá vesturheimski spurði mig hvort allir Islending- ar væru svona ófyrirlitnir sæ- garpar. Ég kvað svo vera, enda allir beinir afkomendur víking- anna. Hilmar bæri kannski af, en undirmenn hans væru vel hlut- gengir líka, hetjurnar, sem kenna villimönnum að drepa lagardýr víða um heim. Frá Italíu var haldið til Afríku á ný og nú erum við ráðnir til þess að flytja frosinn 'fisk til landanna við Guineuflóann, úr pólskum togurum. Fjöldi veiðiskipa mestu fisk- veiðiþjóða heims, veiða nú á Afríkumiðum og hafa gert það lengi. Að áliti kunnugra er þar um ofveiði að ræða. Blámenn gera sig líklega að stugga þessum sæg af höndum sér. Ef þeir verða fyrri til en Is- lendingar að færa út fiskveiðilög- söguna, hvert leita þessi skip þá? Nú þegar hafa tvö ríki fært hana út, Guinea í 130 mílur og Sierra Leone í 200 mílur. Meðfram strönd Spánska Sa- hara, eða alla leið frá Cap Dra’a í suðurhluta Marocco, til Cap Blanc á mörkum Mauritaníu, sem er 590 mílna langt og 30—60 mílna breitt svæði, segir í Africa Pilot, Vol. I, 1965, að séu beztu fiskimið í heimi. Þarna er slétt- ur botn og aldrei ógæftir fyrir stóra togara svo þar er alltaf hægt að vera að, öfugt við það sem er á norðlægum miðum. Fiskurinn, sem aðallega veiðist er nefndur á ensku: Red sea bream, red mullet, grouper, cor- bina, hake, ray, sole, gurnard, tunny, anchovy, sardines og svo þorskur, jafn að gæðum þeim, er veiðist við New Foundland. Hver skyldi ráða þessum hlunnindum? Það er enginn annar en General- issimo Franco. Hann hefur stað- settan Captain-General á Santa- Cruz de Tenerife, sem stjórnar 3 svæðum eða sýslum. Kanarieyjar 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.