Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Qupperneq 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Qupperneq 42
Ég gerði það til gamans að taka saman skrá yfir allar fjörurnar í Vestur-Skaftafellssýslu, sjálf- sagt hafa einhverjir af lesendum ,,Víkings“ einhverntíma, ein- hversstaðar borið þar að landi sem skipreika strandmaður, svo mörg hafa ströndin orðið á fjör- um sýslunnar á liðnum áratug- um, að þar verður vart á tölu komið. Þótt að fjörurnar séu ekki lengur nægtabúr viðfanga, og um þær sé minna hugsað en áður var, skyldi enginn hakla að þær séu gleymdar sem slíkar; i hverjum hreppi er starfandi slysavarna- sveit, sem er þess albúin að koma til bjargar og hjálpar, ef ein- hverjir lenda í nauðum á fjörum Vestur-Skaftafellssýslu, sem slík- ar munu þær um langa framtíð verða vettvangur ýmissa atburða, sem kalla á hetjudáð og fórnar- lund. ÚR ERLENDUM BLÖÐUM Kynbætt styrja Tilraunir með fiskæxlun og- fisk- eldi, sem staðið hafa yfir í mörg ár, hafa nú borið þann árangur að fengist hefur ný fisktegund, sem hlotið hefur nafnið ibester. Er það kynblend- ingur af styrju og öðrum fiski að nafni beluga. Þessi nýi fiskur er árangur tilrauna Dr. Nikolai Nikolyukin, frá Saratov, við Volgu. Hefir nýi fiskurinn orðið svo vinsæll að tvö veiðifélög hafa þegar byrjað framleiðslu, þ. e. eldi á þessari nýju fisktegund. Fullyrt er að þessi fiskur sé miklu bragðbetri en nokkur styrjutegund. Tilraunir hafa og sýnt að hann þrífst í mismunandi vatni, og þarf ekki að ferðast langar leiðir til að hrygna. Hann getur aukið kyn sitt í straumvatni, en í tjörnum er hægt að koma við gervi-frjóvgun. Yfirvöld hafa látið í ljós þá von, að tilkoma þessarar fisktegundar geti breytt sumum stöðuvötnum í USSR í nytjanleg og arðbær veiðisvæði. Eftir „World fishing" 7. 71. H. J. Kirkjan er mjög íburðarmikil Grein þessi er eftir gamlan velunnara Víkings, Þormóð Hjörvar, en hann lézt fyrir ári síöan. Greinin hefur legið hjá okkur í blýi allan þennan tíma eða rúmt ár. Marmarans höli er sem moldarhrúga. Musteri guðs eru hjörtun, sem trúa. Ég held vestur 51. götu. Á horni Madisons avenjú er gamal- dags bygging, úr efni sem Banda- ríkjamenn kalla brúnstein. Þarna er hákirkjuráð kaþólskra, enda er dómkirkja heilags Patreks hins- vegar götunnar. Þar skýzt ég inn um bakdyrnar. Bak við altarið hefir verið útbúin jatan og fjár- húsið, í tilefni hátíðarinnar. Und- ir altarinu hvíla látnir erkibiskup- ar. Kirkjan er stórkostlegt guðs- hús, í gotneskum stíl. Þarna er nóg pláss bæði fyrir guð og biskupana, því ýmsum hálfguðum hafa verið reist ölturu innan múr- anna. Herguðinn er dýrkaður þarna, því sundurskotnir gunn- fánar hanga í anddyrinu. Skyldi drottinn annars vera á móti styrj- öldum, tæplega, ef hann er alvald- ur. Enda er ekki allt sem sýnist. Menn, sem eru lúsugir, svangir og kaldir á vígvöllunum og geta varla lyft andlitinu upp úr for- inni, fyrir kúlnahríð. Þeir auð- sýna einlægustu vináttu og þróa með sér göfugustu tilfinningar, sem dæmi sanna. Á hinn bóginn höfum við „splitlevel“ hús, tvö- faldan bílskúr, teppi út í horn, í sólríkum gróðurreit. Það er dreg- ið fyrir gluggana, af hverju, jú, húsbóndinn er að hluta sundur eiginkonu sína, á eldhúsborðinu, til að leyna glæpnum. Dóttirin er eiturlyfjaneytandi og sonurinn taugaveiklaður margkvæningur, þess finnast einnig dæmi. Drott- inn er ekki að skapa fullkominn heim, það er ekki hægt. Heldur fullkomna menn, það skeður oft á öld. Það sem okkur finnst hvað ömurlegast í efnisheiminum eru tæki drottins til mannsköpunar. Skulum við ætla. Ég fer út um framdyr kirkj- unnar út á 5. avenjú. Geng upp götuna hægra megin, framhjá Best & Co, ígulfín verzlun og eft- ir því dýr. Þá kemur Cartier skartgripasali, sá sem selur drottninguna. Marmaraplötur í anddyri skýra frá því að þarna hafi drottning Rúmena verzlað 1926, drottning Spánverja 1936 og Belgíudrottning 1919. — Ein- hverja ólánssteina hafa þær orðið sér úti um, því tignarsæti þeirra eru nú auð. Vinstra megin göt- unnar er De Pinna hættur að höndla. Ofan við De Pinna er skýjakljúfurinn númer 666, Tish- man húsið, byggt úr stáli, áli og gleri. Hins vegar götunnar er svo George Jensen, silfur og postulín. Framhlið hans prýða 4 þykkir silfurskildir um 60 cm á kant. 16 stálboltar og tryggingarfélögin hjálpa upp á svefninn hjá Jensen. Á efra horni 53. götu, vinstra megin, á móti Doubleday bóksala, er St. Thomas biskupakirkjan. Hún er skreytt gömlum veggtepp- um. Altaristaflan, það er reyndar allur gaflinn, er forkostulega út- högginn, og lítur hreint út eins og himnaríkið hans afa míns. Efst endar þetta í turnspírum, sem á vafalaust að tákna hina himnesku Jerúsalem. Bak við turnspírurn- ar er litaður gluggi sem gefur listaverkinu dýpt, einskonar himnaríkis kvöldstemningu. Kannske hafa þeir lesið Ruther- ford, því að í anddyrinu er kross greyptur í gólfið, krossinn liggur á heimslíkani og er miðjan á nákvæmlega þar sem Island ætti að vera. Þarna er oft leikið á orgelið, og notalegt er að skjótast VlKINGUR 42

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.