Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 35
ekki störf, nema þeir séu lög-
skráðir og líti þá sjálfir eftir að
skoðunarvottorð og umsamin eða
lögboðin slysatrygging sé í lagi.
Enda ber skylda til að staðfesta
þessi atriði við lögskráningu.
Að lokum þetta. 1 upphafi gat ég
þess að vélvæðing, fækkun áhafn-
ar og aukinn hraði skapaði nýjar
hættur. Þessar hættur verðum við
að takast á við og leysa með til
komu nýrra skipa. Þróunin hlýt-
ur að verða sú sama hjá okkur
og öðrum þjóðum, með aukna
sjálfvirkni og fækkun áhafnar.
Ekki mega samtök sjómanna
standa á móti þeirri þróun, eigi
hún sér stað innan skynsamlegra
marka.
Það verður að setja ákveðnar
kröfur um stig sjálfvirkninnar og
leggja áherzlu á fræðslu fyrir
starfandi yfirmenn og nemendur
um meðferð hennar.
öryggismálin verða ekki í lagi,
nema sjómenn skilji nauðsyn
þeirra og láti sig skipta fram-
gang þeirra, umgengni og eftir-
lit. Lagasetning, boð og bönn
koma ekki að haldi, ef skilning á
nauðsyn þeirra vantar.
Páll Guömundsson.
á að manna
væntanlegan
skuttogaraflota
Islendinga?
Hætt er við því, að okkar bjart-
sýnu útgerðarmenn hafi ekki
hugsað út í það.
Það er ekki seinna vænna að
fara að hugsa út í þá hluti. Okkur
vantar á næstu árum a. m. k.
500 þjálfaða sjómenn á þessi
skip.
Við skulum minnast þeirra
tíma, þegar við eignuðumst ný-
sköpunartogarana. Hvað gerðist
þá úti á landsbyggðinni ? Manna-
leysi á skipunum. Við skulum
taka t. d. togarann Sólborgu, sem
seldur var í brotajárn, eftir
nokkur ár, einn stærsti og bezti
togarinn. Nú eru fsfirðingar að
fá þrjá skuttogara. Það verða að
vera til menn á staðnum á þessi
skip. Það er ekki hægt að gera út
skip með mannskap, hingað og
þangað að. Þetta ættu ráðherrar
og útgerðarmenn að íhuga, áður
en fest er kaup á skipunum. En
hvernig má úr þessu bæta?
Við þurfum að eignast skóla-
skip, og það strax. Það þarf að
þjálfa ungu mennina, sem fást til
að stunda sjó. Hvaða ungir menn
fásttil að stunda sjó? Jú, það eru
þeir ungu menn, sem klæjar í sitj-
andann á skólabekkj unum af at-
haf naþrá. Þessum drengj um
gleymir hið opinbera.
_Það er til æskulýðsfulltrúi rík-
isins og Æskulýðsráð Reykja-
víkurborgar. En hvernig starfa
þessar stofnanir fyrir æskulýð-
inn? Jú, íþróttir og skemmtanir.
Mér dettur í hug bráðabirgða-
lausn á þessu. Það er, að rann-
sóknaskipin yrðu tekin í þetta
verkefni yfir sumarmánuðina í
einn mánuð hvert skip. Það yrðu
þrír mánuðir á sjó og hinn fjórða
mánuð mætti kynna fyrir
drengj unum fiskverkunarstöðvar
og fiskverkunarstörf. Þjálfun
þessara drengja yrði að koma
þannig fyrir, að þeir fengju
áhuga á starfinu, t. d. að þeir
fengju það, sem aflaðist og rík-
ið borgaði kostnaðinn. S. Ó. S.
Tilkynning til
s jómanna, útvegsmanna
og verkstæða, sem
annast nýsmíði
og viðgerðir
á skipum
Að gefnu tilefni skal athygli vakin á því, að yður er skylt samkvæmt
lögum nr. 52/1970 að tilkynna Siglingamálastofnun rikisins eða umboðs-
manni hennar, ef um er að ræða viðgerð eða breytingu, sem komið getur
til mála að varði öryggi skipsins.
Itomið hefur í ljós að gerðar hafa verið ýmsar breytingar, sem rýrt
hafa sjóhæfni skipa verulega. Sumstaðar er um svo alvarlega aðgerð
að ræða, að ekki verður komist hjá að taka fastar á þessum málum en
verið hefur.
Þá viljum við brýna fyrir mönnum að fylgjast vel með öllum blökkum
og rúllum, sem tog- og snurpuvírar liggja í, alvarleg slys hafa orðið
vegna veikra festinga og vítaverðs frágangs á dekk-rúllum.
Áður hefur verið sent umburðarbréf nr. 49, frá Skipaskoðunarstjóra,
til skipasmíðastöðva og verkstæða, sem annast viðgerðir á skipum,
þar sem þeim er bent á skyldu verktaka.
Ósk okkar er að takast megi sem bezt samstarf með framangreindum
aðilum og Kannsóknanefnd sjóslysa. Með góðu samstarfi er hægt að
koma í veg fyrir mörg slys og það er vilji okkar allra.
Hafið samband við starfsmann Sjóslysanefndar um það sem ykkur
finnst ábótavant.
F. h. Rannsóknanefndar sjóslysa.
Páll Guðmundsson.
VÍKINGUR
S6