Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Side 41
5. Vesturhúsafjara.
6. Austurhúsafjara.
7. Baðstofufjara.
8. Kirkjufjara.
Tvær síðasttaldar fjörur eru
undir Dyrhólaey.
II. Hvammshreppsfjörur.
9. Reynisfjara,
10. Oddsfjara, (undir Reynis-
fjalli),
11. Víkurfjara,
12. Fagradalsfjara,
13. Kerlingardalsfjara,
14. Höfðabrekkufjara,
15. Hjörleifshöfðafjara,
III. Álftaversfjörur.
16. Dynskógafjara, (eign Kerl-
ingadalsbænda),
17. Bólmannafjara,
18. Herjólfsstaðafjara,
19. Þykkvabæjarklaustursfjara,
20. Mýrafjara,
IV. Meðallandsfjö'rur.
Eftir mælingum 1848:
21. Sandafjara 1200 faðmar,
22. Koteyjarfjara 1430 faðmar,
23. Efrieyjarfjara 1400 faðmar,
24. Klaufarfjara 535 faðmar,
25. Grímsstaðafjara 1168 faðm.,
26. Búlandsfjara 406 faðmar,
27. Lyngafjara 592 faðmar,
28. Skarðsfjara 1769 faðmar,
29. Hnausafjara 475 faðmar,
30. Ásafjara (og Holts) 902 fm.,
eftir mælingum 1902:
31. Skálafjara 1009 faðmar,
32. Svínadalsfjara 505 faðmar,
33. Slýja (og Strandaholts-)
fjara 1261 faðmur.
34. Fljóta (og Selkróks-)
fjara, 1030 faðmar,
35. Syðri Steinsmýrar-
fjara, 1598 faðmar,
36. Efri Steinsmýrarfjara, 757 f.,
37. (Ytri) Dalbæjarfj. 441 faðm.
V. Landbrotsfjörur.
38. Kirkjubæjarklaustursf. 1450
39. Þykkvabæjarfjara 637 fm.,
VI. Hörgslandshreppsfjörur.
Eftir mælingum 1902:
40. Breiðabólsstaðarfjara 322 f.,
41. Keldunúpsfjara 322 faðmar,
42. Hörgsdalsfjara 392 faðmar,
VÍKINGUR
Ökunnugt um mælingu:
43. Hörgslandsfjara,
44. Fossfjara,
45. Hvolsfjara,
46. Kálfafellsfjara,
47. Rauðabergsfjara, munnmæli
600 faðmar, tólfræð,
48. Núpsstaðarfjara, ókunnugt
um mælingu, 1200 faðmar
tólfræð.
Hef ég nú talið upp allar fjör-
ur, og stúfa í Vestur Skafta-
fellssýslu, og reynast þær vera
48 talsins.
Ókunnugt er mér um lengd á
fjörum í eftirtöldum hreppum:
Dyrhólahrepp, Hvammshrepp og
Álftahrepp. Veit eigi hvort þær
hafa verið mældar, en þar er víða
um örugg fjörumörk að ræða
svosem ár og fjöll, til dæmis Dyr-
hólaey og Reynisfjall. Annars
eru fjörumörk víða gerð á þann
hátt, að trédrumbur er grafinn
niður í sandinn, og svo er bein
sjónhending í eitthvert fjall, eða
kennileiti, til dæmis eru fjöru
mörk á Meðallandsfjörum bein
sjónhending í Ásfjallsöxl, sem er
vesturendi Skálafjalls á Síðu.
Meðallandsfjörur voru allar
mældar árið 1848, fyrir forgöngu
Kristjáns Kristjánssonar sýslu-
manns á Höfðabrekku. Það má
vel vera, að fleiri fjörur í sýsl-
unni hafi þá verið mældar, þó að
mér sé það ókunnugt. Aftur voru
sumar fjörur mældar 1902 og
stóð fyrir þeim mælingum Svein-
björn Ólafsson, búfræðingur
bróðir Sigurðar Ólafssonar sýslu-
manns á Kirkjubæjarklaustri.
I Rekabálki, í Jónslagabók, er
fjallað um fjörur og reka. Þar er
rekahelgin ákveðin tólf faðmar
út í sjó frá mesta stórstraums-
fjöruborði. Þá er þar og ákvæði,
er hljóðar um það, ef tré kast-
ast yfir malarkamb í brimi, þá
skal það vera eign þess, er land-
ið á, þótt annar eigi fjöruna.
Mörg ákvæði eru þar um fjör-
ur og reka, sem hér skal eigi upp
talið.
Þeir, sem fjörurnar áttu í
Skaftafellssýslu, sáu um að hirða
þær, ef að stutt var frá sjó, og
flestar jarðir í sýslunni sem fjör-
ur til heyra, eru næstar sjó, og
eiga þangað land óslitið. Þó eru
jarðir í Skaftártungu og á Síðu
sem eiga fjörur en ekkert land að
sjó, eru það þessar jarðir: í
Skaftártungu, Búland, Svínadal-
ur, og Ásar. Hafa á þessum jörð-
um verið kirkjur og bænhús, og
þess vegna eignazt f jörur snemma
á öldum. Á Síðu eru það Skálar-
fjara og Kirkjubæjarklausturs-
fjara, sem einnig þannig eru til
komnar, á þeim stöðum báðum
voru kirkjur frá fyrstu kristni
að talið er. Þar sem þannig var
ástatt, sömdu fjörueigendur við
sjóbændurna um að hirða fjör-
urnar, var sú venjan að í staðinn
fengu þeir allan smærri reka,
kefli og staura, allt að þrem áln-
um á lengd, var þetta og svo þar
sem jarðir voru í leiguábúð. Var
þetta nefnt leiguliðagagn, en
fjörueigendur helguðu sér allan
stórreka og hvala.
Fjörur í Skaftafellssýslu voru
fyrrmeir rekasælar, meðan að
sjórinn var ríkur af reköldum,
en nú í seinni tíð, er orðið lítið
um að þar reki neitt að ráði, ann-
að en það er fellur út af skipum
í námunda við strendurnar. Hin
góðu, gömlu tré rótartré og stór-
ir óunnir stofnar, reka nú vart
lengur þar á fjörur, svo hefir
þar orðið á mikil breyting frá
því sem áður var. Kemur það nú
ekki að sök, þar sem timbur er nú
algeng verzlunarvara, en áður en
það varð, voru fjörurnar einu
forðabúrin, sem miðluðu viði,
bæði til húsagerðar og skipa, auk
alls þess sem unnið var úr reka-
við af búsáhöldum og öðrum
munum, sem til heimilanna þurfti
á hverjum tíma.
Sú tíð er löngu liðin, að menn
fari í lestaferðir um fjörurnar í
Vestur-Skaftafellssýslu að sækja
sér timbur til viðhalds og ný-
bygginga, og rekabændurnir hafa
sett ofan frá því sem áður var. Nú
þarf enginn lengur að fara bón-
arveg með hesta í togi til þeirra
jarla, þeirra tími er liðinn og ekki
útlit fyrir að þeir gangi upp að
nýju.
41