Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 43
úr skarkala götunnar inn í kyrrð og frið og fegurð kirkjunnar. Hægra megin er hús ilm- smyrsla maddömu Elísabetu Ard- en, með grænni skrautkrukku á toppnum. Vinstra megin er frek- ar lágreist bygging í ítölskum endurreisnarstíl. Þetta er Há- skólaklúbburinn. Þar sitja úlfald- arnir hans Einars Ben. í djúpum leðurstólum og stara í nálaraugað. Við 55. götu er Presbyterian- kirkjan, á móti Ciro of Bond street. I kirkjunni eru þunglama- legar viðarinnréttingar með hringsvölum. Gólfið hallar eins og í leikhúsum. Þar sem altarið er í flestum kirkjum er söngstúka með skrautlegu pípuorgeli ofaná. Loft- ið er eins og maður sé í útflúraðri líkkistu. Ofanvið kirkjuna er einhvers- konar verzlunarhús, Harry Win- stons. Ekki gengurðu þar inn, heldur hringir á bjöllu og gerir grein fyrir þér, er þá opnað með tilfæringum. — Á marmaraplötu stendur að þeir verzli með heims- ins fágætustu steina. Bygging þessi er mjög stílhrein, og hefi ég alltaf haft ágirnd á henni, til að setja einhversstaðar við Lauga- veginn. Hún er hæfilega stór, klædd hvítum marmara og skreytt svörtum málmgrindum, með loga- gyltum röndum. Á móti Harry er Steuben Glass, krystalsalar, tiltölulega nýreist hús, úr hvítum steini. Meðfram húsinu er tilbúin tjörn. Þar voru upphaflega máluð skotmörk á botninn. Var ætlast til að fólk henti til marks smápeningum, sem yrðu svo úthlutaðir fátækum. En börnin úr fátækrahverfunum hentu sér til sunds í tjörnina og hirtu aurana, ekki var það mein- ing Steubens. Man ég hvað dyra- vörðurinn átti í miklu stríði út af krökkunum, hann var á harða- spretti á eftir þeim, en áhorfend- ur höfðu gaman af. Nú er þessi siður aflagður. Ofan við 56. götu er kvenfata- verzlun Bonwitt Teller. Þar er skipt um gluggaskreytingar á hverjum fimmtudegi. Konan sem sér um skreytinguna fékk 20 þús- VÍKINGUR und dollara árslaun, fyrir tíu ár- um, sjálfsagt eitthvað hærra núna. Þarna verzlar efri endinn á millistéttinni (The upper middle class). Ríka fólkið verzlar lítið hér. Ofan við Bonwitt Teller er hið fræga Tiffanys á horni 57. götu, sem er ein af þveru breið- götunum. — TJtstillingargluggar Tiffanys eru örsmáir, með þykku gleri. Þarna fara fram miniatúr skrautsýningar og notuð sviðsljós (spot lights) til þess að lokka augað. Skyldi nokkur íslandsmað- ur vera þarna í reikning. Vinstra megin götunnar er J. Miller að loka, og er húsnæðið til leigu. Svo eru menn að öfunda kaupmennina. Milli 57. og 58. götu er Bergdorf Goodman fjöldeildar- verzlun, í klassa, viljirðu koma í fína verzlun, þá komdu þar. Ein- kennilegt er að lyktin hjá Good- man er eins og í Vöruhúsinu gamla heima, svo Jensen Bjerg hefir kunnað sitt fag. Bergdorf hefir leigt frá sér neðra hornið. Þar verzla Can Cleet & Arpels með skartgripi. Þeir verzla einnig í París, London, Genf, Monte Carlo, Cannes, De Auville, Pálma- strönd og Beverly Hills, svo varla geta þeir verzlað með fágæta steina. Hægra megin er heimsins stærsta leikfangabúð Schwarz. — Hana vildi Krúsjeff skoða, en fékk ekki af öryggisástæðum, því hver sér orðið mun á leikfangi og alvörubyssu. Næst kemur General Motors- skýjakljúfurinn. — Fyrir framan hann er djúpgarður. I honum eru gosbrunnar sem gjósa lituðu vatni, kannske er það frostlögur. Þá þætti Islandsmanninum gott að hafa fötu. Hér stóð áður bygging Roth- childanna og höfðu þeir skrif- stofu á stofuhæð. Einu sinni mætti ég einum Rothchildanum. Hann var svartklæddur, fölur, með nauðrakað andlit og dökka skeggrót. I stífpressuðum buxum og slógust hnén saman þegar hann gekk. Eini maðurinn sem ég hefi séð með innhverfa áru. Á vinstra horni 59. götu er Palace hótelið. Fyrir framan það Þormóður Hjörvar. er smá torg. Á því er stór mar- maragosbrunnur, reistur í minn- ingu Pulitzer, þess sem Pulitzer- verðlaunin eru kennd við. Ríku strákarnir segja, að þetta sé ósköp blátt áfram hótel, til þess að geyma tengdamæður og þess- háttar. (ódýrustu herbergin 25 dollara). Ég geng inn í anddyrið. Þar er veitingarstaður, einfaldur há- degisverður er efnahag mínum næstum ofviða, en þarna heyrir maður úrvals einleikara leika létta klassík. Eftir að hafa verið á svona fínum stað, dugar mér ekki minna en 30 þúsund dollara strætisvagn til þess að komast niður á Hótel Mc Alpin. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.