Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Blaðsíða 43
úr skarkala götunnar inn í kyrrð
og frið og fegurð kirkjunnar.
Hægra megin er hús ilm-
smyrsla maddömu Elísabetu Ard-
en, með grænni skrautkrukku á
toppnum. Vinstra megin er frek-
ar lágreist bygging í ítölskum
endurreisnarstíl. Þetta er Há-
skólaklúbburinn. Þar sitja úlfald-
arnir hans Einars Ben. í djúpum
leðurstólum og stara í nálaraugað.
Við 55. götu er Presbyterian-
kirkjan, á móti Ciro of Bond
street. I kirkjunni eru þunglama-
legar viðarinnréttingar með
hringsvölum. Gólfið hallar eins og
í leikhúsum. Þar sem altarið er í
flestum kirkjum er söngstúka með
skrautlegu pípuorgeli ofaná. Loft-
ið er eins og maður sé í útflúraðri
líkkistu.
Ofanvið kirkjuna er einhvers-
konar verzlunarhús, Harry Win-
stons. Ekki gengurðu þar inn,
heldur hringir á bjöllu og gerir
grein fyrir þér, er þá opnað með
tilfæringum. — Á marmaraplötu
stendur að þeir verzli með heims-
ins fágætustu steina. Bygging
þessi er mjög stílhrein, og hefi ég
alltaf haft ágirnd á henni, til að
setja einhversstaðar við Lauga-
veginn. Hún er hæfilega stór,
klædd hvítum marmara og skreytt
svörtum málmgrindum, með loga-
gyltum röndum.
Á móti Harry er Steuben Glass,
krystalsalar, tiltölulega nýreist
hús, úr hvítum steini. Meðfram
húsinu er tilbúin tjörn. Þar voru
upphaflega máluð skotmörk á
botninn. Var ætlast til að fólk
henti til marks smápeningum, sem
yrðu svo úthlutaðir fátækum. En
börnin úr fátækrahverfunum
hentu sér til sunds í tjörnina og
hirtu aurana, ekki var það mein-
ing Steubens. Man ég hvað dyra-
vörðurinn átti í miklu stríði út af
krökkunum, hann var á harða-
spretti á eftir þeim, en áhorfend-
ur höfðu gaman af. Nú er þessi
siður aflagður.
Ofan við 56. götu er kvenfata-
verzlun Bonwitt Teller. Þar er
skipt um gluggaskreytingar á
hverjum fimmtudegi. Konan sem
sér um skreytinguna fékk 20 þús-
VÍKINGUR
und dollara árslaun, fyrir tíu ár-
um, sjálfsagt eitthvað hærra
núna. Þarna verzlar efri endinn á
millistéttinni (The upper middle
class). Ríka fólkið verzlar lítið
hér. Ofan við Bonwitt Teller er
hið fræga Tiffanys á horni 57.
götu, sem er ein af þveru breið-
götunum. — TJtstillingargluggar
Tiffanys eru örsmáir, með þykku
gleri. Þarna fara fram miniatúr
skrautsýningar og notuð sviðsljós
(spot lights) til þess að lokka
augað. Skyldi nokkur íslandsmað-
ur vera þarna í reikning.
Vinstra megin götunnar er J.
Miller að loka, og er húsnæðið til
leigu. Svo eru menn að öfunda
kaupmennina. Milli 57. og 58. götu
er Bergdorf Goodman fjöldeildar-
verzlun, í klassa, viljirðu koma í
fína verzlun, þá komdu þar. Ein-
kennilegt er að lyktin hjá Good-
man er eins og í Vöruhúsinu
gamla heima, svo Jensen Bjerg
hefir kunnað sitt fag. Bergdorf
hefir leigt frá sér neðra hornið.
Þar verzla Can Cleet & Arpels
með skartgripi. Þeir verzla einnig
í París, London, Genf, Monte
Carlo, Cannes, De Auville, Pálma-
strönd og Beverly Hills, svo varla
geta þeir verzlað með fágæta
steina. Hægra megin er heimsins
stærsta leikfangabúð Schwarz. —
Hana vildi Krúsjeff skoða, en
fékk ekki af öryggisástæðum, því
hver sér orðið mun á leikfangi og
alvörubyssu.
Næst kemur General Motors-
skýjakljúfurinn. — Fyrir framan
hann er djúpgarður. I honum eru
gosbrunnar sem gjósa lituðu
vatni, kannske er það frostlögur.
Þá þætti Islandsmanninum gott
að hafa fötu.
Hér stóð áður bygging Roth-
childanna og höfðu þeir skrif-
stofu á stofuhæð. Einu sinni
mætti ég einum Rothchildanum.
Hann var svartklæddur, fölur,
með nauðrakað andlit og dökka
skeggrót. I stífpressuðum buxum
og slógust hnén saman þegar
hann gekk. Eini maðurinn sem ég
hefi séð með innhverfa áru.
Á vinstra horni 59. götu er
Palace hótelið. Fyrir framan það
Þormóður Hjörvar.
er smá torg. Á því er stór mar-
maragosbrunnur, reistur í minn-
ingu Pulitzer, þess sem Pulitzer-
verðlaunin eru kennd við.
Ríku strákarnir segja, að þetta
sé ósköp blátt áfram hótel, til þess
að geyma tengdamæður og þess-
háttar. (ódýrustu herbergin 25
dollara).
Ég geng inn í anddyrið. Þar er
veitingarstaður, einfaldur há-
degisverður er efnahag mínum
næstum ofviða, en þarna heyrir
maður úrvals einleikara leika
létta klassík.
Eftir að hafa verið á svona
fínum stað, dugar mér ekki minna
en 30 þúsund dollara strætisvagn
til þess að komast niður á Hótel
Mc Alpin.
43