Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Qupperneq 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Qupperneq 8
ur varð allmisjafn á hin ein- stöku troll. 200' trollið án fleyga sýndi hæst netop með lengstu leggjunum, en öllu minnst með 65 m leggjunum. Fleygatrollið sýndi vaxandi hæð netopsins eftir því sem leggirnir lengdust. Ekki var þó um mikinn mun að ræða. 200' trollið með stóra yfirbyrðinu sýndi 1 m hærra netop, þegar not- aðir voru 65 m leggir, en þegar 50 m leggirnir voru notaðir. Net- opið lækkaði hins vegar, þegar lengstu leggirnir voru notaðir. 255' trollið opnaðist bezt með stytztu leggjunum. Lengstu legg- irnir virðast því yfirleitt minnka hæð netopsins. 50 m leggirnir sýnast því gefa bezta raun, ekki sízt, þegar tillit er tekið til þess, að þeir eru handhægastir á slæm- um botni. Þó virðast 65 m legg- irnir heppilegri við 200' trollið með stóra yfirbyrðinu. Eins og áður var tekið fram, hefur 200' trollið með stóra yfir- byrðinu gefið áberandi bezta raun af áðurnefndum trollum. Enda þótt engar tölur liggi fyrir um yfirburði þess, virðist sýnt, að þar á sé enginn vafi. Margir þýzkir togarar fiska nú með slík- um trollum og auk þess hafa Þjóðverjar flutt nokkuð út af þeim. Rétt er að ítreka, að Þjóð- verjar nota eingöngu nælon í sín troll, en það efni á ekki upp á pallborðið hjá íslenzkum troll- mönnum, enda er það mun við- kvæmara og rifnar oftar en poly- ethylen, sem hér er yfirleitt not- að. Nælonið er þó talsvert létt- ara í drætti, svo að auðveldara er að ráða við mjög stór troll úr því efni. Að endingu er rétt að geta þess, að í Vestmannaeyjum hefur ný- verið verið sett upp bátatroll, sem er svipað í sniðum og 200' trollið með stóra yfirbyrðinu. Vart þarf að taka fram um stærðarmun. Heimildarrit: Guðni Þorsteinsson: (1970) Flotvörpur og flotvörpuveiðar. Haf- rannsóknir, 1969, 124—150. J. Scharfe: (1968) Fischereiliche Erprobung eines neu- artigen kombinierten Grund — und Schwimmschleppnetzes mit dem Trawler Carl Kámpf, 25.—26.2. 1968. — Informationen fiir die Fischwirtschaft 15, 89—98. J. Schárfe: (1969) Fortschrittliche Fangtechnilc fiir die Schleppnetz-Fischerei. Allgemeine Fischwirtschaftszeitung Nr. 1—2, 41—48. Dœgradvöl á frívakt Ný verkefni: 1. 4 bóndasynir erfðu land eftir föð- ur sinn, sem var svona í laginu Hvernig er einfaldast fyrir þá að skipta því jafnt, án þess að not- ast við mælistikur eða flóknari aðferðir, svo að öll löndin hafi sömu lögun. 2. 1 hvaða tölu er deilt með 2, 3, 4, 5 eða 6 og 1 gengur af, en þegar deilt er með 7 þá gengur dæmið upp? 3. 7 kunningjar borða á sama veit- ingastað, þó ekki allir daglega. 1 dag hittist þó svo á að þeir eru allir mættir. Einn borðar þar daglega, annar annan hvern dag, sá þriðji þriðja hvern dag, fjórði fjórða hvern dag, fimmti fimmta hvern dag, sjötti sjötta hvern dag og sá sjö- undi borðar þar sjöunda hvern dag. Þeir ákveða nú að halda veg- lega veizlu þegar þeir hittast þar allir aftur. Eftir hve marga daga verður það? ■i. Geturðu sett út 9 dufl (baujur) þannig að þau myndi 10 beinar raðir með 3 duflum hver röð? R. Steinberg: (1970) Fangtechnische Versuche mit hoch- stauenden Grundschleppnetzen im Gebiet der Georges-Bank. Informa- tionen fiir die Fischwirtschaft Nr. 6, 147—158. R. Steinberg: (1971) Neue Entwicklungen in der Grund- schleppnetzfischerei. Protokolle zur Fischereitechnik, 12, 408—416. Hér eru lausnir á verkefnum í síðasta blaði: 1. Þess var getið, að draga ætti óslitna línu einu sinni þvert í gegnum alla veggina — en ekki var bannað að fara langsum eftir einum veggnum. Lausnin verður því þessi eins og myndin sýnir: 2. Kartöflur eru til matar og kokk- urinn segir einfaldast að sjóða þær og „músa“ — og síðan skipta jafnt á milli karlanna. 3. SEND + MORE = MONEY. Bókstafirnir þýða þá: S=9, E=5, N=6, D=7, M=l, 0=0, R=8 og Y=2. Dæmið verður þá svona: 9567 + 1085 10652 4. Og svo eru það átturnar. Með því að nota tölustafinn 8 átta sinnum, verður útkoman 1000: 888 + 88 + 8 + 8 + 8 5. Árni átti 7 epli en Hörður 6. 6. Margur Norðmaðurinn hefur flaskað á þessu þegar spurt er á mæltu máli, en auðvelt er að sjá að OSLÓ sé í TékkOSLÓ- vakíu miðri. 7. Skrifaðu töluna tólf með róm- verskum stöfum og dragðu strik þvert í gegnum hana — og ofan við strikið verður talan 7 (VII) VlKINGUR 8

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.