Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Qupperneq 51
klettadrang, sem gnæfði yfir
okkur, og brátt komu fleiri klett-
ar í ljós. Straumkastið greip bát-
inn og sneri honum í kring.
Við steyttum á blindskeri og
bátinn hálffyllti, en straumurinn
reif hann lausan aftur og bar
okkur áfram.
„Drottinn minn, við erum
komnir“, hrópaði ég.
„Við verðum að komast í var
og bíða“, sagði Patch. „Það morar
allt í blindskerjum hérna og það
er næstum háfjara."
Okkur tókst að róa inn í smá
vík í skjóli við einn klettinn. Þar
var lygnt og við bundum julluna
við steinhellu og skriðum á land,
kaldir og stirðir, hreyfðum okk-
ur eins og við gátum, stöppuðum
niður fótunum til að fá líf í þá,
en við skulfum af ónota hrolli,
enda gegnvotir.
Við ræddum fram og aftur um
atburði síðustu daga og inn í um-
ræðurnar slæddist harmleikurinn
um borð í Mary Deare. Okkur
fannst fróun í að heyra hvor í
öðrum á þessum eyðilega stað.
Patch varð skrafdrjúgt um
veru sína á skipinu; Gundersen,
Taggart skipstjóra og ungfrú
Taggart.
„Þér elskið hana?“ sagði ég.
„Já“, svaraði hann hiklaust.
„Þrátt fyrir þann óleik, sem
hún gerði þér við réttarhöldin ?“
„Það breytti engu“.
Síðustu nóttina í Southampton
hafði hún komið til hans og beðið
hann fyrirgefningar, og þá hafði
hann sagt henni allt; allt, sem
hann hafði trúað mynd hennar
fyrir í eini'úmi, í klefa sínum.
„Ég varð að segja henni allt“,
tautaði hann lágmæltur.
Skyndilega lyfti hann höfðinu
og þefaði af vindstroku, sem kom
utan að.
„Hann er ennþá vestlægur“,
sagði hann, og við ræddum um, að
þokunni hlyti að fara að létta.
Honum geðjaðist ekki að útlit-
inu í aftureldingunni.
„Það er lægðin“, tautaði hann.
„Við verðum að komast á leið-
arenda, áður en hann blæs upp“.
Við neyddumst til að fara í jull-
una aftur. Sjórinn var farinn að
fljóta upp á klettinn í víkinni
okkar svo hann var aðeins um
tvö fet yfir sjávarmál og hreyf-
ingin að aukast, þegar hækkaði í.
Við sátum þögulir, saman-
hnipraðir í kænunni og skulfum
af kulda.
Það dagaði óðum og skyndilega
létti þokunni og komið var glaða
sólskin. Grunnsævið allt í kring-
um okkur var blágrænt á lit, þak-
ið boðum og blindskerjum.
Það var orðið lágsjávað á ný
og við bundum julluna við klett-
inn og klifruðum yfir skeljar og
sæþörunga og nýtt líf færðist í
líkama okkar við sólarhitann.
Við stóðum á klettabrúninni og
skyggndumst um.
Hér gat að líta hið illræmda
Minquiers skömmu áður en lág-
sjávað var.
Svo langt sem augað eygði gat
að líta rif og klettaraðir. í f jarska
eygðum við opið haf, nema til
suðvesturs, sem lokaði allri út-
sýn með óslitinni klettaröð.
Vitinn á Maitresse Ile gnæfir
tíu metra yfir sjávarmál um
stórstraumsflæði og honum var
auðvelt að taka mið af.
Patch reiknaði þegar út stöðu
okkar. Kletturinn, sem við stóð-
um á, var norðarlega í Minquiers,
og honum taldist til, að Mary
Dear lægi um tvær mílur beint í
suður frá okkur.
Sem betur fór gerðum við þá
okkur ekki grein fyrir, að leiðin
þangað var einn erfiðasti og
hættulegasti kaflinn, sem fannst
í skerjaklasanum á þessum slóð-
um.
Það var kominn strekkingur og
báran var orðin kröpp og óþægi-
leg en frá henni lagði langar und-
iröldur, sem streymdu jafnt og
þétt austureftir gegnum rifja-
garðinn.
Það hvítfexti í þær, er þær
báru yfir blindskerin og ég held
að við hefðum haft sterkari að-
gát, ef við hefðum ekki allt í einu
komið auga á Higgins.
Hann stóð á klettadyngju inn-
an við hálfa mílu austur af okkur.
Það var sennilega Grand Vas-
celin, því á henni var svart og
hvítmálað sjómerki. Óðar en
Patch vakti athygli mína á Higg-
ins, sá ég að hann hreyfði sig og
fór að klifra niður að ljósbláu
jullunni sinni, sem vaggaði þar
niðri við klettaræturnar upplýst
af sterku sólskini.
Við höfðum nú hraðann á;
stukkum upp í julluna okkar og
ýttum frá, án þess að gefa okkur
tíma til þess, að ákveða leiðina í
gegnum skerjaklasann.
Við vissum aðeins, að sjávar-
fallið var vestlægt og að það var
Higgins í hag.
Við áttum eftir þriggja mílna
vegalengd til þess að ná skipinu
og björgunarflokknum örugglega,
áður en hann næði okkur.
Auðvitað hefðum við aldrei átt
að halda sýningu á okkur efst á
klettasnösinni. Ef við hefðum
hugleitt það, máttum við gera
okkur ljóst, að hann mundi, jafn-
skjótt og þokunni létti, standa á
einni eða annarri sjónarhæð til
þess að skyggnast um eftir okkur.
Það þýddi ekki að við hefðum
gleymt honum. Það er ekki auð-
velt að gleyma persónu sem eltir
mann næturlangt yfir opið haf,
í glæpsamlegum tilgangi.
Þó hygg ég, að þokan hafi ein-
angrað okkur andlega að því
marki, að á þeirri stund, er henni
létti, klifruðum við eins hátt upp
og kostur var til að öðlast þá út-
sýn, sem okkur var svo lengi
byrgð. Það voru ósjálfráð við-
brögð okkar; andvaraleysi, sem
kuldi og örþreyta höfðu valdið.
Eitt gerðum við þó af viti. Við
íklæddumst bj örgunarvestunum,
áður en við ýttum frá klettinum,
sem verið hafði dvalarstaður okk-
ar í næstum tólf tíma og Patch
fór að róa í suðvestlæga átt, þvert
á strauminn.
Þegar við vorum komnir úr
skjóli klettsins fundum við brátt
áhrif vindsins á sjólagið. Hann
var vestlægur, blés á snið við
sjávarfallið, svo að það braut í
báru.
Ég gerði mér í hugarlund, að
lægðin væri að nálgast. Sólskinið
hafði dofnað við að löng bleik-
51
VlKINGUR