Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Qupperneq 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Qupperneq 24
Fishveiðar í Bandaríkjunutn eftir Gunnar Guömundsson. Skuttogarinn J. Bradley O’HARA, sem Gunnar Guðmundsson er skipstjóri á. Lakeville 4. 12. 1971. Kæru félagar! Þegar ég var í fríi heima á Islandi, fyrir tveimur árum síð- an, kom ég á skrifstofu Víkings, og hitti þar fyrir Guðmund Jens- son ritstjóra. Orðaði hann við mig hvort ég vildi ekki skrifa grein í Víkinginn um fiskveiðar í Bandaríkjunum, og lofaði ég að reyna það. Oft hef ég ætlað að byrja, en einhvernveginn ekki getað komið orðum að því, sem ég hefi viljað segja. Jæja hér koma þá efndimar. Síðan ég kom út hingað til Bandaríkjanna, hefi ég lengst af verið í New Bedford, eða 12 ár. Þar af var ég eitt ár á rækju- veiðum í Mexicóflóanum og 4 mánuði við krabbaveiðar í Al- aska, en við skulum láta það bíða betri tíma og taka fyrir trollbátaútgerð hér í New Bed- ford. New Bedford er 110.000 manna bær, um 70 km suður af Boston, og var á sínum tíma mesta hval- veiðistöð heims, og hér urðu til sögur eins og t. d. Moby Dick og fleiri. Þegar hvalveiðin leið undir lok tók trollbátaútgerðin við í smáum stíl í fyrstu, en nú eru hér um 200 trollbátar af öllum stærðum og gerðum, flestir eru um 65—85 feta langir með 6—7 manna áhöfn, þá eru nokkrir minnstu bátarnir með 4 menn, og aðeins 2 þeirra stærstu með 9 manna áhöfn. Flestir eru þessir bátar gamlir og lélegir og illa útbúnir á íslenzkan mælikvarða, flestir 20—30 ára gamlir tré- bátar. Þó hafa verið byggðir nokkrir bátar á undanfömum ár- um, en ekki nærri nóg til að endumýja þann flota sem fyrir er, enda mjög erfitt um vik því litla sem enga aðstoð er hægt að fá frá því opinbera. Háir vextir af öllum lánum og dýrar tryggingar. Veiðarnar eru aðallega stund- aðar á Georgs bankanum, sem er um 150—200 mílur austur af Boston, og tekur túrinn svona 7—9 daga, og er svo verið 3 daga í landi á milli túra. Hér eins og víðast hvar ann- arstaðar hefur afli tregast mjög undanfarin ár. Til dæmis var landað 18.000.000 pundum minna af fiski fyrstu 6 mánuði þessa árs, en fyrstu 6 mánuði árið á undan (1970) og verðmætið 2,5 milljón dollurum minna. Frá áramótum fram í endaðan júní var landað hér í New Bedforð 38.613.000 pundum af fiski að verðmæti 7,8 milljón dollara og þarf að fara alla leið aftur til 1955, til að fá lægri tölur. En fyrstu 6 mánuði þessa árs var landað hér 38.016.000 pundum og aðeins 1961 hefur verðmæti aflans fyrstu 6 mánuðina verið minna, eða 7,1 milljón dollarar, en af þessu leiðir að fiskverð hefur hækkað mjög mikið undanfarin ár, og er ekki óalgengt að ýsan fari á 50 cent pundið og þorskur á 25—30 cent pundið. Það er slægður fiskur með haus, þó er þetta talsvert breytilegt frá degi til dags. Hér er aflinn seldur á uppboði, eins og í Englandi og Þýzkalandi, þó með þeim breyt- ingum, að hér er aflinn seldur áður en landað er. Ég skal nú reyna að útskýra hvernig salan og löndun fer fram. I fyrsta lagi þarf báturinn að vera kominn að bryggju fyrir kl. 08.00 að morgni til þess að geta landað þann dag. Þá fer skipstjóri eða stýrimaður upp í hús ofan við bryggjuna þar sem uppboðið fer fram. Þar eru fyrir 3 menn frá sjómannafélaginu, ásamt fiskikaupmönnum, og öðrum skipstjórum og stýri- mönnum, sem eru inni þann dag. Þá lætur maður einn af starfs- mönnum sjómannafélagsins hafa áætlað fiskimagn, sem hann skrifar svo á svarta töflu á veggnum í uppboðsherberginu. Efst er nafn bátsins og neðan- undir er áætlað magn af hverri fisktegund sem báturinn er með, og geta það verið nokkuð marg- ir liðir, því fiskurinn er ekki VlKINGUR 24

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.