Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Page 9
FISKMAT RÍKISINS
Leiðbeiningar fyrir yfirmenn
á togurum og togbátum
1. Varist að taka of stóra togpoka, því sé það gert, þá springa blóðæðar
í fiskvöðvanum og hann dökknar. Vinnslufiskur sem kemur úr of
stórum togpokum er að ýmsu leyti gallað vinnsluhráefni.
2. Það er nauðsynlegt að blóðga allan fisk eins fljótt og mögulegt er,
eftir að hann er kominn á þilfar.
3. Fiskinn skal blóðga þannig, að skorið sé á slagæðina, sem liggur innan
við lífoddann frá hjartanu fram í tálknin, eða á lífæðina, þar sem
hún liggur fast við hrygginn upp að tálknopunum. Sé þess gætt að
kviðarhol fisksins opnist ekki, þannig að lifur, hrogn eða önnur inn-
yfli renni ekki fram úr því.
Kola skal blóðga þannig, að skera í sundur lífæðina sem liggur fast
við hrygginn.
Steinbít og hlýra á að blóðga þannig að höggva fast við sporðinn,
þannig að slagæðin sem liggur í hryggnum fari í sundur.
4. Látið fiskinn liggja dreifðan á þilfari fyrst eftir blóðgun svo blóð-
æðar hans tæmist vel. Bezt er að blóðga fiskinn niður í sjókar sé
hægt að koma því við.
5. Slægið aldrei fisk, fyrr en honum hefur blætt út og hann er örugg-
lega dauður.
Fiskur, sem ristur er á kviðinn um leið og hann er blóðgaður, verður
alltaf gallaður sem vinlisluhráefni, sökum þess að blóðæðar hans tæm-
ast ekki til fullnustu.
6. I slægingu á að rista í sundur kvið fisksins frá gotrauf og fram, en
láta þunnildin vera föst saman í lífoddanum. Framúrrista er því
aðeins leyfileg, að vitað sé að fiskurinn fari í verkun, þar sem framúr-
rista veldur ekki verðrýrnun.
Á ufsa skal kviðskurðurinn ná aftur fyrir miðjan kviðugga og fast
við hann hægra megin.
7. Nauðsynlegt er að vanda vel þvottinn á fiskinum eftir slægingu og sjá
örugglega um að ekki hangi við fiskinn innyflaleifar svo sem endi af
görn, eða lifrarbroddur.
8. Leggið allan fisk í ís þannig, að kviðskurður hans vísi niður. Sé þetta
ekki gert, þá getur safnast fyrír vatn í kviðarholi fisksins, sem síðan
fúlnar og skemmir hann.
9. Isið fiskinn vel og jafnt og einangrið hann vel með ís frá skipssúð-
inni og öllum skilrúmsfjölum. Mesta leyfileg þykkt á fisklagi er 60 sm
samkvæmt gildandi reglugerð.
10. Því fyrr sem hægt er að kæla fiskinn niður í 0°C eftir slægingu og
þvott, því lengra verður geymsluþol hans, þeir sem temja sér að fara
eftir framangreindum leiðbeiningum fá betra gæðamat og hærra verð.
KINGUR
F. h. Fiskimats ríkisins
Jóhann J. E. Kúld