Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Síða 26
Mohy Diek
eftir Freystein Á. Jónsson
Stormurinn öskraði, aldimm var nótt,
eldingar leiftruðu víða.
Brimföxin sindruðu, döpur var drótt,
í drjúpandi angist og kvíða.
Hræeldar loguðu um reiða og rár,
rifin úr seglunum hrundu.
Særoksins blóðlitu brimsöltu tár,
og brotsjóar yfir þá dundu.
Þögull var Akab og þungur á brún,
er þrumurnar stormskýin kynda.
1 náfölu andliti hans rist var rún,
og rauðglóð í auganu blinda.
Hann var að elta þann hvítleita hval
hátign í sævarins veldi.
Hann hrækti í veðrið: Ég skai — ég skal
hann skíra í blóði og eldi.
Hann náð hafði forðum á fjanda þeim tak,
af fundi’ þeirra lítill var gróði.
Skutulinn keyrði á kaf í hans bak,
og kaffærðist sjálfur í blóði.
En hvalurinn fót hans í burtu þá beit,
og brákaði mund hans og vanga.
Með tönninni augað úr Akab hann sleit.
Nú einfættur varð hann að ganga.
Myrkur og hatur í huganum bjó,
hefndir hann þráði að vonum.
Með beinfæti digrum í dekkið hann hjó,
ei dvínaði skapið í honum.
Haldið þið austur, með helkulda í róm
hreytti hann af vörum í bræði.
Þar skal hann finna sinn dauða-dóm,
ég drep hann þó yfir mig flæði.
Er stormurinn dvínar kom dagrenning grá,
með draugslegu háði og spotti.
Seglum var ekið og reyrð að rá,
úr reiðanum Akab glotti.
Hann nasaði í vindinn og náþefinn fann
nærri og brá að vonum.
Niður sem elding úr reiðanum rann,
við róum og náum honum.
Niður með báta, þó nöpur sé unn,
nú skulu línurnar halda.
Það brakar í árum og blöðin þunn,
blika við snjóhvíta falda.
Stórhvelið byltist og ber við ský,
með blæstri og gufurokum.
I náfýlu kafnaðir næstum því,
náðu þeir til hans að lokum.
tJr gapandi sárum hans lýsið út lak,
og lufsur úr holdinu rauða.
Á eftir sér dró hann bátá og brak,
í böndum og mannskrokka dauða.
Rotnandi náfýlu lagði yfir lá,
lafandi skutlana bar hann.
Menn höfðu þrásinnis miðað hann á,
Móby Dick kallaður var hann.
Skutlarnir flugu færið út gaf,
þeir fleyguðu hold frá beini.
f djöfulmóð Akab dró sig í kaf,
með dýrslegu grimmdar veini.
En hvalurinn trylltist og bátana braut,
og bútaði lýðinn í trafið.
Renndi á Pequod svo lágt hún laut,
lagðist og sökk í hafið.
Or djúpinu hvíti hvalurinn gat,
komist og blés af móði.
Klofvega á honum Akab sat,
öskraði og spýtti blóði.
Með lagjárn í hendi á hol og kaf,
í hamförum stakk og risti.
Móby Dick sökk í hið salta haf,
sigraður helju gisti.
Á líkkistu flýtur og hugsar heim,
heljar úr baði köldu.
Einmana drengur einn af þeim,
sem áður á Pequod dvöldu.
Hann bjargaðist aleinn úr aldnanna her,
og aftur fékk dagsól líta.
Seinna aldraður sagði hann mér,
söguna af Móby Dick hvíta.
Þá óveður skrýðir hið austræna haf,
og eldingar stormskýin prýða.
Um sjóðandi öldurnar sikvika traf,
sést Akab á hvalnum ríða.
En þeir eru feigir, sem fá hann að sjá,
og fáir til endursagna.
En sögurnar spyrjast um lönd og lá,
og lifa á vörum bragna.
26
VlKINGUR