Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Qupperneq 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Qupperneq 23
Á myndinni sést hinn tvöfaldi gálga- útbúnaður, sem ryður sér braut hjá skuttogurum með flotvörpu. gerði, sjá neðstu mynd á þess- ari síðu, með netatrommluna, sem staðsett er í skeifunni aftan til við trollspilið, tókst sérlega vel, yfirskipting frá botntrolli yfir á flotvörpuna eða öfugt tók (ekki 'lengri tíma en) 15—20 mín. lengur en tíminn við að taka og kasta Grauton botn- vörpunni. Þessi athyglisverða yfirskiptingaaðferð með neta- trommluna var framkvæmd í fyrsta túrnum á „Orsino“ í maí 1971 og á eftir að stytta enn meir yfirskiptingartímann eftir að mannskapurinn venst betur útbúnaðinum. Netatrommluna má einnig nota undir venjulegt varatroll, sem grípa má til, þeg- ar þörf er á, ef varpan sem í notkun er rifnar illa. Á skuttogurum með 20 metra löngu dekkrými og þar yfir er hægt að koma fyrir 2 skeifum samhliða með sett af aukavíra- trommlum nálægt aðaltogvind- unni. Á þennan hátt er hægt að hafa tvö botntroll í gangi, og ver- ið reynt með góðum árangri á 70 metra langa skuttogarann Anctic Freezer frá Hull. í framhaldi af þessu hugsa þeir sér að nota í milli trommlu fyrir flotvörpuna. Á Orsino þarf ekki fleiri en 3 menn að meðtöldum manninum við spilið til að innbyrða flot- vörpuna án nokkurs erfiðis, eftir að búið var að lása úr hlerunum. Að endingu sjáum við í miðið mynd af sjálfvirkum hleraútbún- aði, sem verið er að gera tilraunir með og sumt oft verið reynt, en annað eftir til fullrar reynslu í sjó. En þetta kemur til með að spara 2 menn. Lauslega þýtt úr Fishing News Inte'rnational, októberhefti 1971 af Lofti Júlíussyni. Netatrommlan um borð í „Orsino“. VÍKINGUE 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.