Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1972, Qupperneq 4
Þróun togveiða i Vestur-Þýzkalandi
eftir Guðna Þorsteinsson, fiskifrœðing.
OFT er á bað bent, að þau troll,
sem togarar nota, hafi haldizt
óbreytt að mestu síðast liðna ára-
tugi. Eina raunverulega breyting-
in sé notkun gerviefna í stað
manilu og annarra náttúrlegra
efna. Þetta er í grundvallaratrið-
um rétt og er fljótt á litið mjög
undarlegt, þegar haft er í huga,
að bátatroll hafa stækkað mjög á
undanförnum árum. Gott dæmi
um þetta er sýnt á 1. mynd, þar
sem efra byrði venjulegs þýzks
togaratrolls er teiknað í sömu
hlutföllum og efra byrði báta-
trolls, sem notað er af um 250
hestafla bátum. Eins og sjá má,
er togaratrollið svo miklu minna
en bátatrollið, að furðulegt má
teljast. Troll bátsins hefur um 4.5
—5 m netop í drætti og fjarlægð
milli vængenda er um 28 m. Op
togaratrollsins er hins vegar ekki
nema 2—3 m og fjarlægð á milli
vængenda 15—19 m.
Orsakir þessa mikla mismunar
eru margvíslegar. Togararnir eru
yfirleitt að veiðum á verri botni,
þar sem netmikil troll, þótt fiskin
séu, rifna oft meira en góðu hófi
gegnir, svo að heildarárangur
með tiltölulega litlu bobbingatrolli
úr sterku efni er tíðum betri,
ekki sízt ef tillit er tekið til veiðar-
færakostnaðar. Ennfremur toga
togararnir á dýpra vatni og í
verra veðri og sjólagi en bátarn-
ir, og undir þeim kringumstæðum
er betra að reisa sér ekki hurðar-
ás um öxl með netstærðina. Einn
þáttur er þó enn ótalinn, en það
er, að lengdin á bobbingalengj-
unni takmarkast af bilinu á milli
gálga á síðuskipum, þegar öll
bobbingalengjan er hífð inn í
einu, eins og jafnan er gert á
þýzkum skipum.
Á stórum skuttogurum eru áður-
nefnd rök flest heldur léttvæg.
Lengd bobbingalengjunnar er
aukaatriði, vinnuaðstaða til neta-
bætingar er mjög góð og loks er
nægur togkraftur til að toga mun
stærri troll, jafnvel þótt leitað sé
á dýpra vatn og verið að í slæmu
veðri. Auk þess þurfa stórir skut-
togarar mikinn afla til þess að
bera sig og þýðir þá ekki að horfa
í aukinn veiðarfærakostnað.
Með tilliti til væntanlegrar end-
urnýjunar og stækkunar íslenzka
togaraflotans, er ekki úr vegi að
lýsa stuttlega því, sem hefur gerzt
og er að gerast í þróun botnvörp-
unnar í V-Þýzkalandi. Rétt er þó
að gera sér strax grein fyrir því,
að þýzkir skuttogarar eru flestir
stærri og aflmeiri en þau skip,
sem við eigum von á. Engu að síð-
ur ætti að vera gagnlegt að gera
sér grein fyrir ástandi og þróun
þessara mála í V-Þýzkalandi.
Mikið af efni þessarar greinar er
sótt í ritgerð eftir R. Steinberg,
settan forstjóra veiðarfærastofn-
unarinnar í Hamborg (Steinberg,
1971) og getið er í greinarlok.
Það troll, sem þróunin í Þýzka-
landi byrjar með, er svokallað
140' troll, sem notað hefur verið
að mestu óbreytt síðan 1930 eða
svo. Þjóðverjar miða stærð trolla
gjarnan við fótreipislengd og því
er 140' trollið sízt stærra en 105'
Granton-troll. Bæði þessi troll
eru mjög svipuð í grundvallaratr-
iðum, enda þótt útbúnaður hlera
og grandara sé frábrugðinn.
Margar útgáfur eru í notkun af
báðum þessum vörpugerðum,
einkum varðandi snið vængja. En
lítum nú á, hvað Þjóðverjar hafa
gert við sitt 140' troll, sem notað
er með 60' bobbingalengjum og
4,3 m2 hlerum auk lítilla hlera,
svokallaðra pony-hlera, sem not-
aðir eru í stað klafa og rosskúlu.
Fyrsta skrefið var að setja
fleyga inn í 140' trollið til að
hækka netopið frá botni. Þetta
gerðist fyrst fyrir nokkrum ár-
um. Ekki þótti þetta nægilegt,
enda var togkraftur hinna stóru
skuttogara langt frá því að vera
fullnýttur, eins og sést bezt af
því, að þeir toga flotvörpu, sem
hafa tæpra 40 m op og yfir 50 m
breidd við kjaftinn. Næst voru
vængir 140' trollsins lengdir svo
og yfirnetið og varð fótreipi
þessa trolls 200'. Við þetta 200'
troll var notuð 80' eða 100' bobb-
ingalengja og nauðsynlegt reynd-
ist að nota talsvert stærri hlera
en áður eða 6.4 m2.
Enda þótt stærðarmunur 140'
og 200' trollanna sé talsverður,
eins og sést á 2. mynd, vantaði
enn mikið á, að togkraftur skut-
togaranna væri nýttur eðlilega.
Margir settu þá fleyga í 200'
trollin, en tilraunir voru þó gerð-
ar með mun stærri 4-byrða troll,
sem svipar mjög til flottrolla.
Enda þótt slík troll taki mjög
hátt frá botni er þeim mjög
þröngur stakkur skorinn, þar sem.
þau krefjast mjög slétts botns,
enda hafa þau engri útbreiðslu
náð á þýzka togaraflotanum, en
þýzkir bátar hafa nokkuð tekið
upp notkun keimlíkra trolla fyrir
skömmu. (Um bau troll má lesa
í 3. tbl. Sjómannablaðsins Vik-
ings 1971). Til samanburðar má
geta þess, að Japanir nota mjög
4-byrða botnvörpur, en flestir
munu sammála um, að þau troll
henti illa fyrir evrópska togara.
Frakkar hafa að nokkru leyti
farið aðrar leiðir til að ná í fisk,
VlKINGUR
4